Flokkur : Vefgreinar

Myndir

January 22nd, 2010 // 6:16 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Hér eru myndir sem má nota í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu.

Category : Vefgreinar

Stuðningsmannasíða á Facebook

January 21st, 2010 // 3:15 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Jæja, þá er ég víst kominn inn í 21.öldina. Sonur minn var að opna fyrir mig stuðningsmannasíðu fyrir prófkjörið á Facebook. (sjá http://www.facebook.com/event.php?eid=307344700728&ref=mf).

Mér þætti vænt um það ef þið ykkar sem eruð á Facebook mynduð skrá ykkur og ekki væri nú verra ef þið gætuð hvatt aðra félaga til að gera slíkt hið sama. Baráttukveðjur.

Category : Vefgreinar

Velkomin á vefinn

January 21st, 2010 // 1:15 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Þessi vefur var opnaður aðfararnótt fimmtudagsins 21. janúar 2010. Tímasetningin er að sjálfsögðu engin tilviljun enda hef ég gefið kost á mér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram 6. febrúar næstkomandi.

En þrátt fyrir að vefurinn opni nú í þessum forvalsspretti er ætlunin að hann muni lifa mun lengur en bara þessar komandi vikur. Ég mun nota þennan vettvang í framtíðinni til að birta upplýsingar um mín störf og störf borgarstjórnarflokks Vinstri grænna. Allar ályktanir verða settar hér inn jafnóðum sem og fréttir af störfum borgarstjórnarflokksins.

Lýðræðið felst ekki í kosningu á fjögurra ára fresti. Kjörnir fulltrúar eru starfsmenn borgarbúa og þurfa sem slíkir virkt aðhald. Notendur eru þessvegna sérstaklega hvattir til að gera athugasemdir ef þeir telja að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja.

Á næstu dögum munum við halda áfram að setja inn meira efni og dýpka vefinn. Góðir menn vinna líka að því að laga ýmis smáatriði sem við viljum bæta og ég bið ykkur endilega um að senda inn athugasemdir ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða viljið koma einhverju á framfæri.

Í samræmi við stefnu mína um að allt eigi að vera uppi á borðum vil ég að lokum fara yfir kostnað minn vegna þessa vefs:
- ljósmyndun 10.000 kr
- kaup á léni og hýsing í eitt ár u.þ.b. 12.000 kr
- kaup á WordPress þema: u.þ.b. 7.000 kr
- sonur minn Haraldur Ingi sá síðan um alla uppsetningu með hjálp félaga síns, Jónasar Tryggva Jóhannssonar. Vil ég þakka þeim sérstaklega.

Category : Vefgreinar

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi