Flokkur : Úr borginni

Grunnskólar

September 17th, 2009 // 4:04 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 33 athugasemdir

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Borgarráðsfulltrúi VG áréttar þá stefnu flokksins að grunnskólar borgarinnar eigi að vera reknir á samfélagslegum grunni svo öll börn fái notið sem bestrar menntunar óháð efnahag foreldra. Í ljósi núverandi aðstæðna í efnahagslífinu, þar sem grunnskólar borgarinnar hafa fengið fyrirmæli um að skera niður ýmsa þætti í rekstri sínum og gæta ítrasta aðhalds, er óhugsandi og raunar óréttlætanlegt að borgaryfirvöld ætli að leggja fé til rekstrar nýs einkaskóla. Það fé sem fer úr borgarsjóði til skólans mun skerða fjárframlög til grunnskóla borgarinnar. Við þessar kringumstæður, og einnig í ljósi þess að börnum fer fækkandi í grunnskólum borgarinnar, er það vond nýting á skattfé almennings að greiða fyrir stofnun nýs skóla fyrir börn fólks sem hefur fé aflögu til að greiða skólagjöld. Nýr sjálfstætt starfandi skóli er ekki það sem fjölskyldurnar í borginni þurfa mest á að halda í dag.

Category : Úr borginni

Skólastarf

September 10th, 2009 // 4:05 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 28 athugasemdir

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Mikill niðurskurður hefur átt sér stað í grunnskólum borgarinnar með þátttöku starfsmanna. Samþykkt menntaráðs um stofnun Menntaskólans ehf. og nú staðfesting borgarráðs veldur óróa og óánægju innan almennu grunnskólanna sem ekki verður séð fyrir endann á. Þessi samþykkt kemur algerlega í bakið á starfsmönnum grunnskóla Reykjavíkurborgar, sem þátt tóku í hugmyndavinnu um sparnað á menntasviði, og gerir lítið úr þeirra vinnu. Segja má að það fé sem tókst að spara í almennum grunnskólum fari nú í starfsemi skóla fyrir börn fólks sem hefur efni á að greiða skólagjöld. Ekki verður betur séð en að þessi ráðstöfun með almannafé sé illa ígrunduð á tímum mikils niðurskurðar. Nýr skóli verður til þess að nemendum fækkar í þeim skólum sem fyrir eru, til viðbótar við þá miklu nemendafækkun sem er í grunnskólum borgarinnar á þessu hausti. Gera má ráð fyrir að með því að fjölga grunnskólum í borginni nýtist skattfé verr og það muni veikja enn frekar starfið í þeim skólum sem fyrir eru. Það vekur upp spurningar um atvinnuöryggi í skólum. Borgarstjórn hefur haft uppi yfirlýsingar um að standa saman og vinna að því að fara vel með fjármuni borgarinnar. Þessi ráðstöfun er ekki í þeim anda, ekki ríkir samhugur um hana og ekkert samráð hefur verið haft við minnihluta borgarstjórnar um ráðstöfunina.

Category : Úr borginni

HS Orka

September 9th, 2009 // 4:09 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að hafa nú þegar frumkvæði að viðræðum við ríkisvaldið með það að markmiði að HS Orka verði alfarið í opinberri eigu.

Vísað frá Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Með frávísun meirihlutans er það ljóst að hann ætlar að fría sig af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Orkuveitan axlaði þegar hún keypti hlut í HS Orku. Frávísunartillagan lýsir ábyrgðarleysi meirihlutans í þessum efnum þar sem svo virðist að honum sé alveg sama hverjir eigi orkufyrirtækin nema þá að um sé að ræða raunverulegan vilja til einkavæðingar í orkugeiranum. Þar með glatar borgarráð dýrmætu tækifæri til að vinna að málinu með framtíðarhagsmuni borgarinnar og alls samfélagsins í huga.

Category : Úr borginni

Bílastæðahús

September 9th, 2009 // 4:08 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 40 athugasemdir

8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna:

Borgarráð felur umhverfis- og samgöngusviði að kanna kosti þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld.

Category : Úr borginni

Landsvirkjun

September 9th, 2009 // 4:08 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 33 athugasemdir

. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:

Borgarráð beinir því til fjármálaskrifstofu að gera mat á áhættu borgarinnar af fjárhagslegum ábyrgðum vegna Landsvirkjunar.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09070017

Samþykkt.

Category : Úr borginni

HS Orks

September 9th, 2009 // 4:06 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 26 athugasemdir

13. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 1. þ.m. þar sem óskað er staðfestingar Borgarstjórnar Reykjavíkur á samþykki stjórnar Orkuveitunnar frá 31. f.m., annars vegar á samkomulagi við Hafnarfjarðarbæ, dags. s.d., um uppgjör á samkomulagi aðila frá 2. júlí 2007 og hins vegar á kaupsamningi við Magma Energy Sweden A.B., dags. 30. s.m., um sölu á hlutum í HS Orku hf. Jafnframt lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um málið, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. s.m. Þá er lagt fram minnisblað KPMG á Íslandi frá 8. s.m. varðandi fyrirspurnina. R09080037

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Það er alveg ljóst að hér er á ferðinni einkavinavæðing í þeim gjafmilda anda sem réði ríkjum við úthlutun gjafakvótans í sjávarútvegi og þegar einkavinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru afhentir ríkisbankarnir á silfurfati og í raun borgað með ósómanum. Ennfremur er ljóst að á meðan einkavina- og bankagjafaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, geta myndað meirihluta í sveitarstjórnum landsins hafa þeir öll tök á því að svipta almenning auðlindum sínum og sameiginlegum eigum. Sá samningur sem nú virðist því miður ætla að ná fram að ganga er augljóslega mjög óhagkvæmur fyrir almenning og felur í raun í sér aðför gegn almannahagsmunum. Reiknikúnstir Samfylkingar þarf ekki til að leiða það í ljós en á þeim bænum virðist a.m.k. takmörkuð andstaða við einkavæðingu orkugeirans. Stefna óháðra borgarfulltrúa F-listans er hins vegar alveg skýr: Ekki kemur til greina og ekki á að vera heimilt að selja hlut almennings í orkulindum og orkuveitum til einkaaðila. Ég mótmæli því harðlega að meirihlutinn hafi í raun ýtt út af borðinu tillögu minni í borgarstjórn frá í vor um að óheimilt sé að selja hlut almennings í orkulindum og orkuveitum til einkaaðila. Tillögunni var vísað til borgarráðs og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur ekki fengið neina umfjöllun í borgarráði sem vísaði henni alfarið til nefndar á vegum Orkuveitunnar. Stjórn Orkuveitunnar hefur aldrei fjallað um tillöguna! Öll vinnubrögð í þessu máli og almannahagsmunir kalla á það að núverandi meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sé komið frá sem allra fyrst.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Þakkað er fyrir svör við spurningum sem beint var til KPMG, KPMG eru endurskoðendur OR og framkvæma því ekki sjálfstætt mat á verðmæti skuldabréfsins sem lagt er fram fyrir 70#PR af greiðslu Magma. KPMG yfirfer því aðeins mat OR á skuldabréfinu varðandi þá þætti sem fram koma í spurningum minnihlutans. Svörin frá KPMG staðfesta fullyrðingar fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um að forsendur meirihlutans við núvirðingu tilboðsins séu óeðlilegar. Meðal þess sem kemur fram í minnisblaði KPMG um áhættuálag: Hvorki Magma Energy, Magma Energy Sweden né HS Orka eru með skráð lánshæfismat. Magma Energy er ungt félag (stofnað 2008) og starfar á tiltölulega ungum markaði sem byggir á nýlegri tækni. Samanburður við sambærileg félög er erfiður. Horfur á fjármálmörkuðum eru ennþá óljósar sem endurspeglast meðal annars í háu áhættuálagi skuldabréfa í sögulegu samhengi. Það er því niðurstaða KPMG að það hefði verið „viðeigandi að notast við nokkuð hærra áhættuálag við núvirðingu skuldabréfsins en OR notast við í sínum útreikningum“. KPMG staðfestir að „eðlilegt sé að notast við áhættuálag ofan á ríkistryggða vexti við mat á ávöxtunarkröfu til núvirðingar bréfsins“. Varðandi áhrif þess að síðustu staðgreiddu viðskipti í HS Orku voru á genginu 4,7 segir í minnisblaði KPMG: „að sé gengið út frá þeirri forsendu að gengið 4,7 endurspegli gangvirði hlutabréfa HS Orku hafi það að öðru óbreyttu áhrif til hækkunar ávöxtunarkröfu“. Ámælisvert er að stjórnarformaður OR hefur á opinberum vettvangi vísað til staðfestingar KPMG á útreikningum meirihlutans. Nú þegar svör KPMG liggja fyrir er þvert á móti ljóst að í þeim felst áfellisdómur yfir forsendum sem gengið er út frá við mat meirihlutans á tilboði Magma.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Varðandi „svör“ borgarstjóra við spurningum sem beint var til borgarinnar hafa fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fjölmargt að athuga og vilja gefa borgarstjóra kost á að draga þau til baka og svara því sem spurt er um í stað þess að snúa út úr. Það er einnig með algerum ólíkindum að borgarstjóri skuli neita að bera saman kjör Magma og kjörin í samningunum við Hafnarfjörð. Augljóst er að borgarstjóri á í miklum vandræðum með að rökstyðja málstað sinn og langt er seilst til að breiða yfir þá dapurlegu vankanta sem eru á fyrirliggjandi samningi.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi tillögur:

1. Lagt er til að óskað verði eftir áhættugreiningu óháðra aðila vegna sölu OR á bréfum í HS Orku og hún verði lögð fram. Áhættugreiningin taki til útgefanda skuldabréfs (Magma Energy Sweden) og þeirra veða sem standa að baki skuldabréfinu (bréf í HS Orku). Hafi áhættugreining óháðs aðila ekki farið fram verði hún framkvæmd tafarlaust.

2. Lagt er til að á grundvelli áhættugreiningar framkvæmi óháðir aðilar núvirðingu á fyrirliggjandi tilboði þar sem alvarlegir ágallar hafa komið fram á núvirðisreikningum meirihlutans.

3. Lagt er til að óháður aðili verið fenginn til að gera upp viðskipti OR með bréf í HS Orku frá kaupum á hlutunum til sölu þeirra, þannig að fram komi hvert tap OR af viðskiptunum er og hvert það tap gæti orðið. Lagt er til að umrætt mat verði unnið af aðila sem er vanur að fást við mat tilboða og núvirðisreikninga með það að markmiði að allar lykilupplýsingar liggi fyrir í þessu máli og sameiginlegur skilningur verði á því hvert sé raunverulegt tap af viðskiptunum. Við framkvæmd tillagnanna er lagt til að minnihluti og meirihluti borgarráðs komi sér saman um óháðan aðila til að leggja mat á viðskipti OR með hluti í HS Orku.

4. Þar sem tilboðið sem fyrir liggur er ekki eins hagstætt og haldið hefur verið fram er ennfremur lagt til að í samráði við aðra eigendur OR beini borgarráð því til forstjóra OR að óskað verði eftir því við samkeppnisyfirvöld að Orkuveitunni verði veittur aukinn frestur til að ráðstafa hlut sínum í HS Orku. Jafnframt verði óskað eftir samstarfi við samkeppnisyfirvöld um það hvernig best er að fara með hlutinn í HS Orku með almannahag í huga, hvort nauðsynlegt sé að stofna um hann sérstakt félag eða hvaða aðrar leiðir séu færar sem samræmast samkeppnislögum.

Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:

Tillögum Samfylkingar og Vinstri grænna er vísað frá, enda tilgangur þeirra sá einn að drepa málinu á dreif og fresta ákvarðanatöku. OR er í þeirri stöðu að verða að selja umræddan hlut í HS Orku og öll þau svör sem lögð hafa verið fram á fundinum staðfesta að sú sala er ásættanleg fyrir fyrirtækið og mikilvæg fyrir eigendur þess. Að því er varðar svör KPMG þá benda þau réttilega á að kjöraðstæður eru ekki í íslensku samfélagi nú, sem eðlilega hefur áhrif á öll viðskipti. Sú niðurstaða er í samræmi við það sem forsvarsmenn félagsins og eigenda hafa sagt um að salan sé vel ásættanleg í því efnahagsástandi sem nú ríkir.

Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 og er því tillögum borgarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna vísað frá.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:

Ljóst er að Orkuveitan hefur vanmetið áhættu vegna kúlulánsins (skuldabréfsins) sem fyrirtækið tekur við sem greiðslu fyrir 70#PR kaupsverðs frá Magma, samkvæmt svörum KPMG. Vegna stöðu fyrirtækisins sem endurskoðenda var það ekki í aðstöðu til að framkvæma það mat. Á grundvelli þessara upplýsinga er með ólíkindum að meirihlutinn vísi frá tillögu um að sjálfstætt mat fari fram á verðgildi og tapi OR vegna kúlulánsins og áreiðanleika Magma og þeirra veða sem lögð eru fram í bréfum HS Orku. Sýnir það betur en flest annað hversu döpur málefnastaða meirihlutans er í því að þvinga fram þetta ólánlega mál.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

1. Aðilum utan EES er bannað að eignast hluta í íslenskum orkufyrirtækjum enda var dótturfélagið Magma Energy Sweden AB stofnað til að komast framhjá íslenskum lögum. Kemur sú staðreynd í veg fyrir það að móðurfélagið Magma, sem er kanadískt félag, geti veitt móðurfélagsábyrgð?

2. Er yfir allan vafa hafið að þessi viðskipti séu lögum samkvæm?

3. Er eðlilegt að OR taki bréf í HS Orku sem veð fyrir skuldabréfinu, þar sem ljóst er að vandkvæðum er háð fyrir OR að taka við veðinu ef illa fer vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins? Væru önnur veð ekki heppilegri?

4. Ítrekuð er sú ósk að öll undirgögn, samningar við Artica finance og aðrir samningar og álit verði lögð fyrir borgarráð. Einnig er óskað eftir öllum upplýsingum varðandi úrskurð Samkeppniseftirlitsins, þ.m.t úrskurði Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunarnefndar samkeppnismála, lögfræðileg álit og aðrar forsendur málsins.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Um leið og borgarráðsfulltrúi VG tekur undir gagnrýni á vinnubrögð meirihlutans er áréttuð sú grundvallarafstaða Vinstri grænna að orkufyrirtæki og orkuauðlindir eigi undantekningalaust að vera í almanneigu. Þetta hefur aldrei skipt meira máli en nú vegna mikilvægis orkufyrirtækjanna í uppbyggingu Íslands. Stjórnmálafólk sem er kaþólskara en páfinn þegar um óréttlát samkeppnislög er að ræða en hikar ekki við að fara á svig við lög um eignarhald útlendinga í orkufyrirtækjum er ótrúverðugt. Það er með ólíkindum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík sé á góðri leið með að klára það sem fulltrúar þessara sömu flokka hófu í ríkisstjórn í upphafi árs 2007. Sú vegferð var farin af fólki sem einskis sveifst í græðgi sinni og skildi samfélagið eftir í rjúkandi rúst. Það er því ólíðandi að frjálshyggjuöflunum skuli takast að nýta sér þá eymd sem þau sköpuðu til áframhaldandi eignaupptöku á almannaeigum. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna höfðar þó enn og aftur til samvisku meirihlutans í Reykjavík og hvetur borgarstjóra til að hafa frumkvæði að viðræðum við ríkisvaldið og önnur sveitarfélög um samfélagslega lausn þessa máls.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Það er öllum orðið ljóst að íslensk lög ná ekki að verja hagsmuni almennings hvað varðar eignarhald á orkuauðlindum þegar leigan er rúmlega 30 milljónir á ári og leigutími í 65 til 130 ár.

Category : Úr borginni

Frístundaheimili / Launamunur kynja

January 18th, 2009 // 4:01 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 25 athugasemdir

34. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi borgarráðs þann 27. ágúst sl. var niðurstöðum starfshóps um samstarf íþrótta- og tómstundasviðs og menntasviðs um rekstur frístundaheimila vísað til ÍTR og menntasviðs og áttu tillögur að útfærslum að liggja fyrir þann 1. október. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um hvernig vinnunni miði og hvenær niðurstaðna sé að vænta, nú þegar vika er liðin frá uppgefnum fresti. R09060117

35. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Tillaga um að gerð yrði óháð úttekt á launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg var samþykkt í borgarstjórn þann 16. september 2008. Ítrekaðar fyrirspurnir hafa leitt í ljós að nú rúmu ári seinna er úttektin ekki enn hafin og óljóst hvernig málum verði háttað. Um leið og borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna furðar sig á framtaksleysinu óskar hann eftir tímasettri áætlun um hvernig verkið verði unnið, af hverjum og hvernig greitt verði fyrir þá vinnu. R08020040

Category : Úr borginni

Velferð barna

January 18th, 2009 // 4:00 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 39 athugasemdir

33. Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi tillögu:

Á borgarstjórnarfundi 19. maí sl. lögðu fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fram tillögu um að skipa aðgerðahóp sem hafi það hlutverk að gera aðgerðaáætlun sem tryggi velferð barna í borginni eins og kostur er. Tillögunni var vísað til borgarráðs sem tók hana til afgreiðslu tæpum 2 mánuðum síðar eða 2. júlí en þar var hún samþykkt og tilnefndur hópur borgarfulltrúa undir forsæti Jórunnar Frímannsdóttur. Aðgerðahópur um velferð barna hefur aðeins haldið 1 fund fyrir einum og hálfum mánuði síðan og ekki hefur verið boðaður annar fundur. Þegar litið er til mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar hafi yfirlit yfir aukinn vanda barna í vaxandi kreppu og geti lagt gott til þegar á bjátar er hægagangur í starfi hópsins skaðlegur sem rekja má til þess að enginn starfsmaður er til staðar. Því leggja fulltrúar VG og Samfylkingar til að aðgerðahópur um málefni barna fái til liðs við sig starfsmann. R08100231

Frestað.

Category : Úr borginni

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi