Flokkur : Úr fjölmiðlum

Yfirlýsing frá borgarfulltrúa vegna tillögu VG um sölu bilastæðahúsa

September 9th, 2009 // 10:22 pm @ admin // 32 athugasemdir

VG.is 4.9.2009

Tillaga Borgarráðsfulltrúa  Vinstri grænna um að borgarráð feli Umhverfis og samgöngusviði að kanna kosti þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld hefur vakið athygli en hún var samþykkt í borgarráði í dag. Af þessu tilefni vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri.

1. Ekki var lagt annað til en að kostir þessa yrðu kannaðir.

2. Það blasir við að mikill rekstrarvandi er fyrirsjáanlegur hjá borginni eins og örðum sveitarfélögum. Í fjárhagsáætlun þessa árs og 3ja ára áætlun er gert ráð fyrir því að gengisvístala myndi lækka meira en orðið hefur og atvinnuleysi er mun meira en gert var ráð fyrir. Allar spár eru í þessa átt og því er það ljóst að mikill niðurskurður vegna aukins kostnaðar og mynni tekna er yfirvofandi á næsta ári, komi ríkið ekki myndarlega til aðstoðar. Vinstri græn í borginni telja það ábyrgt að forgangsraðað verði í þágu velferðarmála og menntunar barna. Því þarf að líta til þess sem hugsanlega má selja.

3. Það er einlægur ásetningur VG í Reykjavík að efla almenningssamgöngur. Verði söluverðmæti bílastæðahúsa verulegt er hugsunin sú að almenningssamgöngur njóti góðs af. Þannig verði náð umhverfislegum markmiðum sem og þeim að þjóna ört vaxandi fjölda fólks sem ekki hefur lengur efni á því að eiga bíl.

4. Í greinagerð með tillögunni er það tekið fram að ef af þessu verði,  þurfi að gæta að hafsmunum bíleigenda hvað varðar verðlag og aðgengi. Að sögðu mun VG hér eftir sem hingað til, verja hagsmuni starfsfólks.

Category : Úr fjölmiðlum

Yfirlýsing frá fulltrúum VG í Reykjavík í stjórn OR vegna tilboðs Magma Energy í hlut OR í Hitaveitu Suðurnesja

August 16th, 2009 // 10:25 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 20 athugasemdir

VG.is 16.8.2009

Fulltrúi VG í Reykjavík í Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur greiddi atkvæði gegn því að haldið yrði áfram viðræðum við Magma Energy um kaup þess á hlut OR í HS Orku.

Það var ljóst á sínum tíma að með ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á hlutafé Grindavíkurkaupstaðar og Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja var Orkuveita Reykjavíkur að gæta samfélagslegra hagsmuna. Kaupin áttu sér stað að frumkvæði umræddra sveitarstjórna sem töldu„veitustarfsemi á Suðurnesjum betur komna á vegum Orkuveitunnar en annarra sem gert hafa tilboð í hlutafé félagsins.“  eins og segir í bókun stjórnar OR 2. Júlí 2007.

Þegar meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti síðan að selja eignarhlut fyrirtækisins í Hitaveitu Suðurnesja hf.  greiddi  Reykjavíkurfulltrúi VG atkvæði gegn tillögunni og bókaði að „Ljóst er ef marka má bókun stjórnar frá fundinum 2. júlí 2007 þá voru kaupin í Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma samþykkt með það að leiðarljósi að halda veitunni í eigu almennings eins og nokkurs er kostur. Hér er lagt til að undirbúa sölu á hlutnum án þess að nokkuð fari fyrir áherslum um samfélagslega hagsmuni og vilja til að halda auðlindum í eigu almennings. Fulltrúi Vinstri grænna getur ekki staðið að samþykkt slíkrar tillögu.“

Nú þegar Reykjanesbær hefur selt hlut sinn í HS Orku til Geysis Green Energy mun fyrirhuguð sala á hlut OR og Hafnarfjarðar bæjar til Kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy færa HS orku í hendur einkaaðila.  Þar með yrði stigið afdrifaríkt skref í átt til einkavæðingar orkugeirans hér á landi.  Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær segir að verðmæti 32 % hlutarins sé allt að 12. milljarðar króna. Þar með eru miklar líkur því að tap OR á sölunni yrði umtalsvert.

Einkavæðing HS orku yrði lýsandi dæmi um hættuna sem skapast þegar einkaaðilar ásælast opinber fyrirtæki með það í huga að nýta sér takmarkað aðgengi þeirri að fjármagni eftir hrun bankanna. Slíkar fordæmalausar aðstæður skapa jarðveg fyrir brunaútsölu á fyrirtækjum í almannaeigu.  Einkavæðing orkufyrirtækja mun ekki tryggja að hagsmunir almennings séu hafðir í fyrirrúmi.

Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi VGR í stjórn OR
Lilja Mósesdóttir varafulltrúi VGR í stjórn OR

Category : Úr fjölmiðlum

Bera engan kala til Þorleifs

December 14th, 2008 // 4:44 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 47 athugasemdir

DV Sunnudagur 14. desember 2008 kl 16:17

„Í ljósi umræðunnar sjáum við ástæðu til þess að taka það skýrt fram að umrætt bréf var sent fjölmiðlum með samþykki dóttur okkar og með samþykki og vitund okkar einnig. Þannig var í engu við borgarfulltrúann að sakast,” segja foreldrar stúlkunnar sem skrifaði Þorleifi Gunnlaugssyni bréf um þjónustu unlingaheimilisins Stígs.

Borgarfulltrúinn Þorleifur Gunnlaugsson sendi, fyrir mistök, bréfið til fjölmiðla án þess að fjarlægja nafn stúlkunnar.
Foreldrarnir, sem óska nafnleyndar, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau taka skýrt fram að Þorleifur hafi á öllum stigum málsins haft samband við fjölskylduna og að honum hafi verið umhugað um að ekkert væri gert í óþökk stúlkunnar.

„Við álösum borgarfulltrúanum ekki fyrir eitt eða neitt í hans framgöngu. Þvert á móti þökkum við fyrir einarðan stuðning hans við brýnt málefni.

Umræða um nafnbirtingu má ekki verða til að fólk missi sjónar af mikilvægi málefnisins sjálfs, mikilvægri umræðu um úrræði fyrir unglinga sem lenda í tímabundnum erfiðleikum. Við skorum á fjölmiðla að taka þetta málefni föstum tökum og fjalla um kjarna málsins, hvernig standa á að unglingastarfi í borginni,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Í bréfinu sem stúlkan ritaði kom fram andúð stúlkunnar á því að skerða eigi þjónustu Stígs og Traðar, „þar sem Stígur hefur verið mér lífsnauðsynlegur eftir áfall sem ég lenti í. Ég er 16 ára og búin að vera á Stíg frá því í byrjun síðasta árs og hefur það hjálpað mér meira en orð fá lýst,“ skrifaði hún meðal annars.

Viðbót: Hér að neðan birti ég yfirlýsingu foreldranna í heild sinni.

Yfirlýsing

Reynt hefur verið að drepa á dreif umræðu um niðurskurð borgaryfirvalda á fjárframlagi til unglingastarfs í borginni. Hæst hefur borið bréf sem Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi sendi til fjölmiðla um þetta málefni þar sem fram kom nafn einstaklings án þess að nafnbirting væri sérstaklega heimiluð. Viðkomandi borgarfulltrúi hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni en augljóst er að þar var um mistök að ræða sem hann kom á framfæri við fjölmiðla.

Þetta mál er okkur skylt því bréfritarinn er dóttir okkar. Í ljósi umræðunnar sjáum við ástæðu til þess að taka það skýrt fram að umrætt bréf var sent fjölmiðlum með samþykki dóttur okkar og með samþykki og vitund okkar einnig. Þannig var í engu við borgarfulltrúann að sakast. Á öllum stigum máls hafði hann samband við fjölskylduna og var umhugað um að ekkert væri gert í hennar óþökk.

Við álösum borgarfulltrúanum ekki fyrir eitt eða neitt í hans framgöngu. Þvert á móti þökkum við fyrir einarðan stuðning hans við brýnt málefni.

Umræða um nafnbirtingu má ekki verða til að fólk missi sjónar af mikilvægi málefnisins sjálfs, mikilvægri umræðu um úrræði fyrir unglinga sem lenda í tímabundnum erfiðleikum. Við skorum á fjölmiðla að taka þetta málefni föstum tökum og fjalla um kjarna málsins, hvernig standa á að unglingastarfi í borginni.

Í umræddu bréfi dóttir okkar segir m.a. : “…Ég sendi þér þetta bréf til að sýna þér andúð mína á því máli að skerða niður Stíg og Tröð þar sem að Stígur hefur verð mér lífsnauðsynlegur eftir áfall sem ég lenti í.

Ég er 16 ára og búin að vera á Stíg frá því í byrjun síðasta árs og hefur það hjálpað mér meira en orð fá lýst. Núna þjáist ég af áfallaröskun og félagskvíða og hef gert það lengi en aldrei hefur mér liðið svona vel þar sem að í fyrsta skiptið á ég trausta vini og að mínu mati er það Stíg að þakka.

Þessvegna bið ég þig um að hugsa, ef ekki bara smá, um þetta mál og vonandi koma í veg fyrir að hætt verður með Stíg og Tröð því að svona staðir eru ómetanlegir fyrir unglinga sem eiga erfitt með að fóta sig í raunveruleikanum.”

Foreldri stúlku sem notið hefur stuðnings unglingasmiðju í Reykjavík –xxxxxxdóttir og xxxxxxxson og stúlkan sjálf

PS. Af virðingarskini birtið ekki nöfn okkar né dóttir okkar

Category : Úr fjölmiðlum

Lítið og sætt kunningaþjóðfélag

June 12th, 2008 // 12:35 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 26 athugasemdir

Jóhann Hauksson, dv.is 12. júní 2008

Einkum er um að ræða fyrirtækin Liðsheild og Liðsinni sem keypti á sínum tíma Doktor.is af af Jórunni og fleirum árið 2006. Inpro ehf keypti síðar Liðsinni, en Inpro er í eigu Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. Um tíma sátu Ásta Möller og Jón Þór Sturluson bæði í stjórn Liðsinnis.

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, er ósáttur við að Reykjavíkurborg hafi gengið til samninga við Heilsuverndarstöðina ehf um rekstur félagslegra íbúða fyrir fyrrverandi áfengis- og vímuefnafíkla. Í frétt dv.is segir hann óumdeilda staðreynd að tilboð SÁÁ hafi verið um fjórðungi lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar.

Fleiri fyrirtæki í eigu borgarinnar og nágrannasveitarfélaga eru í viðskiptum við Heilsuverndarstöðina. Má þar nefna Strætó bs. en stjórnarformaður Strætó bs er Ármann Kr. Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum meðeigandi í Inpro og Heilsuverndarstöðinni. Ármann segir sjálfur að Strætó bs. hafi verið meðal viðskiptavina Heilsuverndarstöðvarinnar áður en hann gerðist þar hluthafi. Hann mun hafa yfirgefið hluthafahópinn í Heilsuverndarstöðinni þegar ljóst var að hann yrði þingmaður Sjálfstæðisflokksins vegna mögulegra hagsmunaárekstra.

Núverandi hluthafar í Heilsuverndarstöðinni ehf eru sem hér segir: Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir 11,58 prósent, Ágústa Guðmarsdóttir, sjúkraþjálfari 0,32 prósent, Ásta Dís Óladóttir viðskiptafræðingur og sjúkraliði 1,12 prósent,  Bjarney María Hallmannsdóttir hjúkrunarfræðingur 28,71 prósent,  Gestur Pétursson öryggis-, heilsu- og brunaverkfræðingur 37,86 prósent,  Gísli Nils Einarsson hjúkrunarfræðingur  1,23 prósent,  Heilsuverndarstöðin (eigin bréf)  6,38 prósent, Teitur Guðmundsson læknir 11,58 prósent og  VSÓ 1,22 prósent.

Category : Úr fjölmiðlum

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi