Flokkur : Greinar og ályktanir

Félagsþjónusta sveitarfélaga

December 10th, 2009 // 11:16 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 23 athugasemdir

31. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, og lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, 273. mál. R09120011

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu að umsögn borgarráðs:

Borgarráð leggst eindregið gegn breytingum á lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga sem heimilar sveitarstjórnum að setja reglur sem binda fjárhagsaðstoð viðkomandi sveitarfélags skilyrðum. Varla er hægt að skilja 28. gr. frumvarpsins öðruvísi en svo, að heimilað verði að taka fjárhagsaðstoðina af viðkomandi að nokkru leyti eða öllu, verði ákveðin skilyrði ekki uppfyllt. Fjárhagsaðstoð veita sveitarfélög þeim sem ekki eiga í önnur hús að venda og full fjárhagsaðstoð er ekki veitt nema viðkomandi hafi engar aðrar tekjur. Aðstoðin hefur alla tíð verið mjög lág í krónum talið, þannig að fæstir gætu hugsað sér að lifa á henni einni saman. Velferðarráð Reykjavíkur hefur nýverið samþykkt að setja í gang virkniáætlun fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð en eftir sem áður verða alltaf til þeir sem heilsu sinnar vegna geta ekki uppfyllt sett skilyrði. Íslendingar hafa allt frá Grágásarlögum haft á því reglu að skylda sé til að færa fram þá sem ekki geta sjálfir: „Svo er mælt að sína ómaga á hver maður fram að færa á landi hér. Móður sína á maður fyrst fram að færa, en ef hann orkar betur, þá skal hann færa fram föður sinn. Nú má hann betur, þá skal hann börn sín. Nú má hann betur, þá skal hann systkin sín fram færa. Nú má hann betur, þá skal hann færa fram þá menn er hann á arf að taka eftir og þá menn er hann hefir arftaki tekna. Nú má hann betur og þá skal hann framfæra leysing sinn þann er hann gaf frelsi. Ef nokkur þeirra manna gengur að hans ráði er nú var taldur enda eigi hann fé til að færa þá fram þá verður hann útlagur gerr of það ef þeir ganga.“ – Vísað frá

Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að fela borgarlögmanni að ganga frá umsögn um frumvarpið.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Félagsmálaráðherra hefur, að áeggjan meirihluta velferðarráðs Reykjavíkurborgar, lagt fram frumvarp sem inniber heimild til sveitarfélaga til að svipta fátækustu íbúa sína lífsviðurværinu. Með því að vísa frá tillögu VG þar sem 28 gr. frumvarpsins er hafnað, heldur meirihluti borgarráðs áfram vegferð fulltrúa sinna í velferðarráði þar sem ráðherra er hvattur til að heimila alvarlega aðför að þeim sem verst standa.

Category : Úr borginni

Ýmislegt

December 10th, 2009 // 11:15 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 29 athugasemdir

22. Lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þm. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um hugmyndaþing, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. f.m. R09090017

23. Lagt fram svar borgarstjóra frá 9. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um gjaldskrárhækkanir o.fl., sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. f.m. R09050032

24. Lagt fram svar borgarstjóra frá 11. f.m. og innri endurskoðanda frá 9. s.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um víxil gefinn út af eignarhaldsfélaginu Fasteign, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júní sl. R09050103

Category : Úr borginni

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar

December 10th, 2009 // 11:12 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 32 athugasemdir

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram eftirfarandi breytingatillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010, merktar Vg1-Vg6:

Vg1. Að útsvar verði hækkað upp í 13,2#PR og þeim 500 milljónum sem af því leiða verði varið með eftirfarandi hætti:

a. Kr. 240.000.000 verði varið í hækkun á fjárhagsaðstoð og heimildargreiðslum (VÞ1020-VÞ1021).

b. Kr. 5.000.000 verði varið í sérstakan lið á velferðarsviði að nafni desemberuppbót, þannig að fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð með börn á framfæri fái uppbót sem nemur kr. 12.500 á hvert barn í desember.

c. Kr. 119.000.000 verði varið í framlag til grunnskólanna (M2101-M2170 og M282-M2187) og veittur verði frekari systkinaafsláttur á skólamáltíðir. Þannig verði aðeins tekið gjald fyrir eitt barn í heimili en önnur börn með sama lögheimili fái gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

d. Kr. 20.000.000 verði varið í framlög til grunnskólanna (M2101-M2170 og M282-M2187) og þannig verði tryggðar vettvangsferðir á þeirra vegum, þó þannig að kostnaður falli ekki á heimilin.

e. Kr. 11.500.000 verði varið í að hækka styrki til fræðslumála og þróunarsjóð (M5001).

f. Kr. 27.000.000 verði varið í fjölgun starfsfólks hjá Barnavernd Reykjavíkur (09205)

g. Kr. 20.000.000 verði varið í að efla markaðsstarf Höfuðborgarstofu (07400) og sinna landvörslu í Reykjavík í sumar.

Vg2. Að liðurinn atvinnumál ungs fólks (0750) verði felldur út en þeim 150 milljónum sem þar er gert ráð fyrir verði varið með eftirfarandi hætti:

a. Kr. 40.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði (I2050).

b. Kr. 80.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannauðsskrifstofu.

c. Kr. 15.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannréttindaskrifstofu (01271).

d. Kr. 15.000.000 verði færðar yfir á framlag til Námsflokka Reykjavíkur (M4001).

Vg3. Að af liðnum ófyrirséð (09205) verði teknar kr. 160.636.947 og þeim varið með eftirfarandi hætti:

a. Kr. 42.632.288 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila (I71) svo áfram verði hægt að bjóða upp á þjónustu fyrir hádegi á þeim dögum sem hefðbundið skólastarf fellur niður.

b. Kr. 33.004.659 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila (I71) svo áfram verði hægt að miða við óbreytta útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann.

c. Kr. 35.000.000 verði færðar yfir á framlag til frístundamiðstöðva (I301-I309) svo hægt verði að efla frístundastarf með börnum í 5.-7. bekk grunnskólanna á árinu 2010.

d. Kr. 50.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði (I2050).

Vg4. Að kr. 15.000.000 verði færðar af liðnum sérfræðiaðstoð fyrir borgarstjórnarflokka (09522) yfir á ferlimál fatlaðra (I400-I408).

Vg5. Að kr. 127.000.000 verði færðar af liðnum þjónustutrygging (D610) og þeim varið með eftirfarandi hætti:

a. Kr. 90.000.000 verði færðar á framlag til leikskóla Reykjavíkur (D100-D182) til að tryggja að áfram geti börn hafið leikskólagöngu þegar pláss losna yfir sumartímann og til að draga úr hagræðingarkröfu á hvern leikskóla.

b. Kr. 10.000.000 verði færðar yfir á námsstyrki ( D654)

c. Kr. 27.000.000 verði færðar yfir á liðinn sameiginleg starfsmannaþjónusta til að tryggja afleysingu vegna undirbúningstíma leikskólakennara.

Vg6. Að lántaka vegna framkvæmda verði hækkuð sem nemur kr. 300.000.000 og þeirri upphæð verði varið í uppbyggingu íþróttahúsa við Norðlinga- og Sæmundarskóla.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna mun einnig leggja fram tillögu um verðbætur á samningum við sjúklingasamtök, mannréttindasamtök og líknarfélög og áskilur sér rétt til að leggja fram frekari breytingatillögur að fundi loknum.

Breytingatillögum borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna vísað til borgarstjórnar.


Category : Úr borginni

Ítarlegar tillögur Vinstri grænna til að bæta aðbúnað barna og tekjulágra í Reykjavíkurborg

December 10th, 2009 // 10:29 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 39 athugasemdir

VG.is 10.12.2009

Þessar tillögur lagði Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi fram í borgarráði í dag. Þeirra á meðal eru tillögur um að nýta hækkun útsvars til hækkunar fjárhagsaðstoðar og fræðslumála, systkynaafslátt á skólamáltíðir og svo mætti áfram telja. Hér að neðan má sjá hvernig VG vill forgangsraða upp á nýtt í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2010

Tillögur að breytingum:

Að útsvar verði hækkað upp í 13,2% og þeim 500 milljónum sem af því leiða verði varið með eftirfarandi hætti:

a.         Kr. 240.000.000 verði varið í hækkun á fjárhagsaðstoð og heimildargreiðslum

b.         Kr. 5.000.000 verði varið í sérstakan lið á Velferðarsviði að nafni desemberuppbót, þannig að fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð með börn á framfæri fái uppbót sem nemur kr. 12.500 á hvert barn í desember.

c.         Kr. 119.000.000 verði verði varið í framlag til grunnskólanna og veittur verði frekari systkinaafsláttur á skólamáltíðir. Þannig verði aðeins tekið gjald fyrir eitt barn í heimili en önnur börn með sama lögheimili fái gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

d.         Kr. 20.000.000 verði varið í framlög til grunnskólanna  og þannig verði tryggðar vettvangsferðir á þeirra vegum, þó þannig að kostnaður falli ekki á heimilin.

e.         Kr. 11.500.000 verði varið í að hækka styrki til fræðslumála og þróunarsjóð.

f.          Kr. 27.000.000 verði varið í fjölgun starfsfólks hjá Barnavernd Reykjavíkur

g.         Kr. 20.000.000 verði varið í að efla markaðsstarf Höfuðborgarstofu og sinna landvörslu í Reykjavík í sumar.

2.      Að liðurinn atvinnumál ungs fólks verði felldur út en þeim 150 milljónum sem þar er gert ráð fyrir verði varið með eftirfarandi hætti:

a.         Kr. 40.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði.

b.         Kr. 80.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannauðsskrifstofu.

c.         Kr. 15.000.000 verði færðar á sérstakan lið atvinnuátaksverkefna hjá mannréttindaskrifstofu.

d.         Kr. 15.000.000 verði færðar yfir á framlag til námsflokka Reykjavíkur.

3.      Að af liðnum ófyrirséð verði teknar kr. 160.636.947 og þeim varið með eftirfarandi hætti:

a.         Kr. 42.632.288 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila svo áfram verði hægt að bjóða upp á þjónustu fyrir hádegi á þeim dögum sem hefðbundið skólastarf fellur niður.

b.         Kr. 33.004.659 verði færðar yfir á framlag til frístundaheimila svo áfram verði hægt að miða við óbreytta útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann.

c.         Kr. 35.000.000 verði færðar yfir á framlag til frístundamiðstöðva svo hægt verði að efla frístundastarf með börnum í 5.-7. bekkjum grunnskólanna á árinu 2010.

d.         Kr. 50.000.000 verði færðar yfir á framlag til atvinnumála á íþrótta- og tómstundasviði.

4.      Að kr. 15.000.000 verði færðar af liðnum sérfræðiaðstoð fyrir borgarstjórnarflokka yfir á ferlimál fatlaðra.

5.      Að kr. 127.000.000 verði færðar af liðnum þjónustutrygging og þeim varið með eftirfarandi hætti:

a.         Kr. 90.000.000 verði færðar á framlag til leikskóla Reykjavíkur til að tryggja að áfram geti börn hafið leikskólagöngu þegar pláss losna yfir sumartímann og til að draga úr hagræðingarkröfu á hvern leikskóla.

b.         Kr. 10.000.000 verði færðar yfir á námsstyrki

c.         Kr. 27.000.000 verði færðar yfir á liðinn sameiginleg starfsmannaþjónusta til að tryggja afleysinu vegna undirbúningstíma leikskólakennara.

6.      Að lántaka vegna framkvæmda verði hækkuð sem nemur kr. 300.000.000 og þeirri upphæð verði varið í uppbyggingu íþróttahúsa við Norðlinga- og Sæmundarskóla.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna mun einnig leggja fram tillögu um verðbætur á samningum við sjúklingasamtök, mannréttindasamtök og líknarfélög og áskilur sér rétt til að leggja fram frekari breytingatillögur að fundi loknum.

Category : Úr fjölmiðlum

Heiðmörk

December 10th, 2009 // 3:43 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 23 athugasemdir

32. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð felur borgarstjóra að leita leiða til að endurheimta þann hluta Heiðmerkur sem færður var til Orkuveitu Reykjavíkur á sínum tíma.

Greinargerð fylgir tillögunni. R09120039

Frestað.

Category : Úr borginni

Starfsfólk borgarinnar

December 3rd, 2009 // 11:01 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 28 athugasemdir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2010 (Borgarstjórn 3. desember 2009)

Forseti, borgarfulltrúar. Að lokum vil ég tjá mig um það að undanfarið ár hefur reynt mjög á starfsfólk borgarinnar. Aukið álag, launalækkanir og niðurskurður á starfsaðstöðu og hlunnindum, allt þetta hefur reynt á, ekki síst þá fjölmörgu sem fylla hóp láglaunastarfsfólks sveitarfélaganna. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólkinu okkar sérstaklega fyrir sína vinnu við krappari kjör og erfiðari aðstæður.

Category : Úr borginni

Sveiflur á spám og forsendum vekja óöryggi og valda áhyggjum

December 3rd, 2009 // 11:00 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 29 athugasemdir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2010 (Borgarstjórn 3. desember 2009)

Forseti, borgarfulltrúar. Að sjálfsögðu er það gleðiefni að tekjurnar séu meiri og kostnaðurinn minni en áætlað var fyrir stuttu. Síðan á borgarráðsfundi 17 september hafa forsendur breyst og það ekki lítið. Ef mér skjátlast ekki er hagræðingarkrafa upp á 6,1 milljarð komin ofan í 3,2. Það munar um minna. Hagræðingarkrafan sem okkur var kynnt í borgarráði 17. september var 6,1 milljarður. Í nóvember voru lagðar fyrir ráðin áætlanir sem gerðu ráð fyrir miklum niðurskurði sem að þó nokkru leyti var tekinn til baka á þriðjudaginn var.

Þessar sveiflur á spám og forsendum vekja óöryggi og valda áhyggjum. Þetta segir okkur það, hlýtur að segja okkur það, að við verðum að vera dugleg við að endurskoða áætlunina oft og endurskoða hana í alvöru. Það á að koma á mánaðarlegu uppgjöri með almennilegri greiningu og verði verulegt tekjufall á fyrstu þremur mánuðum ársins þarf að grípa til rótækra ráðstafana og þar verður að horfa til forgangsröðunar í þágu velferðar með sérstaka áherslu á börn. Örlætisgerningar sem fyrirhugað er að leysi að hluta til með 160 milljónum í ófyrirséðu þurfa að bíða á meðan við áttum okkur betur á stöðunni. Þeir þurfa að bíða á meðan við áttum okkur betur á stöðunni. Sveiflurnar eru svo miklar.

Category : Úr borginni

Atvinnumál ungs fólks

December 3rd, 2009 // 10:59 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 22 athugasemdir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2010 (Borgarstjórn 3. desember 2009)

Forseti, borgarfulltrúar. Það hefur margoft komið fram og var rætt hér á síðasta fundi borgarstjórnar að atvinnumál ungs fólks er sérstakt áhyggjuefni í vaxandi kreppu. Í ferð aðgerðahópsins til Helsinki sögðu embættismenn okkur frá því að ein mestu mistök og hugsanlega mestu mistök, sem gerð voru í kreppunum þar, var að huga ekki betur að atvinnumálum ungs fólks og þeir hörmuðu það að hafa misst fjöldann allan inn í langtíma atvinnuleysi. Þó leiðbeinandi viðmið atvinnuhóps liggi nú fyrir og fulltrúar meirihlutans hafi farið fögrum orðum um plaggið, þá ber fjárhagsáætlun borgarinnar þess lítil merki. Raunar er það svo að enginn veit með vissu hvaða áhrif niðurskurðurinn kemur til með að hafa á atvinnumál á næsta ári. Ekki liggur fyrir hversu mikið stöðugildum kemur til með að fækka næsta sumar, þó ljóst sé að þar muni töluvert vanta upp á til að haldið verði í horfinu. Umhverfis- og samgöngusvið, framkvæmdasvið, leikskólasvið og íþrótta- og tómstundasvið eru öll að hagræða á kostnað sumarstarfa og þrátt fyrir það hefur ekki verið hækkað framlagið til atvinnumála ungs fólks á íþrótta- og tómstundasviði. Það er ljóst að atvinnuleysi kemur ekki til með að verða minna á næsta ári en það er nú í ár og samkvæmt áætlunum á það að verða mun meira. Og það er því með öllu óskiljanlegt að ekki séu meira atvinnuskapandi áherslur í þessari fjárhagsáætlun. Að vísu eru 150 milljónir settar í miðlægan pott í Ráðhúsi sem merktur er atvinnumálum ungs fólks en það liggur ekki fyrir hvernig það fjármagn verður nýtt og það liggur heldur ekki fyrir af hverju þessi fjárhæð var valin og mönnum finnst það óskiljanlegt af hverju hún er hýst hér í Ráðhúsinu en ekki hjá íþrótta- og tómstundaráði eins og venjan er og eðlilegt þætti.

Fyrir nokkru lagði ég fram ósk í borgarráði um það að yfirlit yfir ýmsa þætti yrði lagt fram samhliða fjárhagsáætluninni. Þannig átti að vera hægt að sjá hvernig fjöldi stöðugilda myndi þróast, hver staða gjaldskráa yrði og hvaða áhrif fjárhagsáætlun hefði á grunnþjónustu. Þessar upplýsingar hafa enn ekki verið lagðar fram og ítreka ég því þessa beiðni og mikilvægi þess hér að borgarfulltrúar fái þessar upplýsingar í hendur hið fyrsta.

Category : Úr borginni

Frístundamál

December 3rd, 2009 // 10:58 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 33 athugasemdir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2010 (Borgarstjórn 3. desember 2009)

Forseti, borgarfulltrúar. Niðurskurðurinn á frístundaheimilunum verður verulegur ef fer sem horfir. Þeim á að loka í 16 daga sem hefðbundið skólastarf fellur niður fyrir hádegi í frístundaheimilum. Það á að fjölga börnum á hvern starfsmann úr 12 í 14. Það á að skerða á heilsársfrístundaheimilum, sem verður til þess að fækka starfsfólki yfir sumartímann og fækka þeim sem eiga möguleika á fastráðningu. Heildarniðurskurður til frístundaheimila er 94 milljónir þó það líti út hugsanlega að um aukningu sé að ræða. Aukningin er nefnilega til komin vegna þess að loksins verða tekin upp þau sjálfsögðu vinnubrögð að gert er ráð fyrir raunhæfum fjölda barna í frístundaheimilum eða 2.600 alls sem er þó engin nýlunda, enda hefur alltaf verið tekið á móti öllum þeim börnum sem sótt hefur verið um, fyrir.

Það verður engin aukning á framlögum til 10-12 ára starfs. Þar eru sömu 35 milljónirnar og samþykktar voru í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Svonefndur pottur vegna atvinnumála ungs fólks er óbreyttur, 96 milljónir, þó að það sé ljóst að atvinnuleysi meðal ungs fólks verði meira á næsta ári en þessu. Upphæðin hefur sjaldan verið lægri. Vegna niðurskurðar hjá Vinnuskólanum, þar sem ekki er gert ráð fyrir samstarfi við ÍTR um félagsmiðstöðvarhópa að sumarlagi, fæst ekki séð að hægt verði að halda í allt fastráðið starfsfólk félagsmiðstöðva, en fastráðningin byggir á sumarstarfi í samstarfi við Vinnuskólann. Það er sumsé þannig að ef fer sem horfir mun fastráðnu starfsfólki verða sagt upp störfum og grunnþjónustan er tvímælalaust skert með lokunum á heilum dögum.

Category : Úr borginni

Grunnskólar

December 3rd, 2009 // 10:57 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 30 athugasemdir

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2010 (Borgarstjórn 3. desember 2009)

Forseti, borgarfulltrúar. Skólamálin hafa verið mikið til umræðu og ekki að furða að fólk yrði áhyggjufullt miðað vegna fregnir af niðurskurðarhugmyndum sem miðað hafa að skerðingu á kennslu. Sem betur fer hafa þessar hugmyndir ekki ráðið ferðinni hjá meirihlutanum og það er vel. Það er vel. Við í VG höfum alltaf talað fyrir því að Reykjavíkurborg reki metnaðarfullt og fjölbreytt skólastarf þar sem allir eigi kost á námi við hæfi. Við viljum að þúsund blóm fái að blómstra og þrátt fyrir andstöðu okkar við einkaskóla sem reknir eru fyrir skattfé, styðjum við góðar hugmyndir, eins og t.d. hugmyndafræði Tæknigrunnskólans. Við viljum ræða um slíka útfærslu innan borgarkerfisins þannig að allir hafi jafnan aðgang án tillits til efnahags. Að mati þeirra sem best þekkja er ein stærsta áskorunin í skólastarfi í nútímanum að minnka brottfall úr framhaldsskólum sem vart verður gert nema með aukinni samvinnu grunn- og framhaldsskóla.

Samvinnu, bæði um innihald námsins samkvæmt aðalnámskrám sem nú eru í endurskoðun, og um námsmat. Kennarar í grunnskólum Reykjavíkur verða að fá tækifæri til að taka þátt í þessari mikilvægu umræðu því þannig nýtum við mannauðinn í skólunum á skynsamlegan hátt. Börnum fer fækkandi í grunnskólum borgarinnar eins og er og erfitt er að segja fyrir um hvernig nemendafjöldinn þróast í nánustu framtíð. Það hefur verið nefnt að nemendur sem hófu nám í grunnskólum Reykjavíkur haustið 2009 voru 211 færri en upphafleg var gert ráð fyrir. Mögulega mun nemendafjöldinn þróast í samræmi við starfsmannafjöldann sem hættir á eðlilegan hátt. En faglegi þátturinn og utanumhaldið skiptir meira máli en nokkru sinni. Það er okkar skylda, okkar borgarfulltrúa, að skila kreppukynslóðinni ekki síður menntaðri inn í framtíðina en kynslóðinni á undan.

Í fjárhagáætluninni er hvergi er talað um faglegt samráð við kennara og annað fagfólk í skólum um lausn á hagræðingarkröfu. En það er einmitt mikilvægt að draga fagmennskuna fram svo að það sem við viljum halda í komi vel í ljós á hverjum stað. Í áætluninni er talað um, með leyfi forseta „hugmyndafræði um fyrirmyndarrekstur og samrekstur til að ná sem bestum rekstrarárangri.“ Tilvitnun lýkur. Þetta er gott og blessað, svo langt sem það nær, en það á að nýta hugmyndir kennara og fagfólks á hverjum stað, nýta mannauðinn sem við eigum í skólunum. Í miklum niðurskurði þar sem hnífnum er beitt til hins ýtrasta er það óásættanlegt að einkaaðilar geti stofnað skóla að vild og sótt fjármagn til borgarinnar til rekstrar. Það sem gerir þetta enn ankannanlegra er það að þessir aðilar fá greitt miðað við kostnað við hvern nemanda á landsvísu. Þar með fá einkaskólar í Reykjavík hærri upphæð en réttlátt er miðað við meðaltalskostnað við hvern nemanda í Reykjavík.

Stjórnmálafólk sem segist forgangraða í þágu barna ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það sker niður vegna forfalla og félagsstarfa. Verður þá tryggt að börnin séu í skólanum á þeim tíma sem stundataflan segir til um? Er í lagi að skera niður í félagsstörfum í yngstu aldursflokkunum annað árið í röð? Er að ábyrgt að skera meira niður í Námsflokkum Reykjavíkur? Starfsemi sem er mikilvæg fyrir þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þar eru rekin eru tvö ungmennaverkefni, kvennasmiðja fyrir einstæðar mæður, karlasmiðja fyrir karla sem hafa verið atvinnulausir í mörg ár og átak fyrir óvirka fíkla. Er ekki ástæða til að bæta í frekar en að skera niður þetta mikilvæga starf, þar sem húsnæðismálin eru í ólestri, aðeins fjórar bóknámsstofur til afnota og engar list- og verkgreinastofur? Eigum við ekki, einmitt nú að halda þessari starfsemi á lofti einfaldlega vegna þess að hér er á ferðinni mikilvægt starf fyrir þá sem missa af lestinni í almenna skólakerfinu? Fyrir þá sem við segjumst ætla að sinna í aðgerðaáætlun velferðarsviðs, fyrir þá sem þurfa fjárhagsaðstoð til dæmis.

Category : Úr borginni

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi