Flokkur : Helstu baráttumál

Velferð

January 20th, 2010 // 11:45 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Nú þegar tekjur borgarinnar minnka með minna útsvari samfara auknu atvinnuleysi og kostnaður eykst vegna fjölgunar fólks á  fjárhagsaðstoð og þeirra sem þiggja húsaleigubætur, á að forgangsraða rétt. Megin áherslan þarf að vera á velferð með sérstaka áherslu á börn. Þegar tekjurnar minnka þarf að leggja sérstaka áherslu á að allir hafa rétt á því að lifa með reisn.

Category : Helstu baráttumál

Jöfnuður

January 20th, 2010 // 11:07 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Félagshyggjan byggir fyrst á jafnrétti. Jafnrétti á milli kynja, kynþátta, kynhneigða, trúarbragða, fatlaðra og ófatlaðra, og ekki síst efnahagslegu jafnrétti.

Category : Helstu baráttumál

Lýðræði í borg

January 20th, 2010 // 9:14 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Aðkoma borgarbúa að umfjöllun og ákvörðunum sem varða þeirra nærumhverfi hefur í raun stöðugt farið minnkandi. Kerfið hefur lítið breyst frá því fyrir stríð þegar borgarmörkin mótuðust af hafinu á aðra hönd og Hringbraut og Snorrabraut á hina. Þá voru borgarfulltrúar flestir í annarri vinnu og allir þekktu alla. Tilraunir R-listans til hverfavæðingar með raunverulegu íbúalýðræði voru stöðvaðar af Sjálfstæðismönnum og því er einbúið að ljúka verkinu fljótlega á næsta kjörtímabili.

Jafnframt þessu er nauðsynlegt að hverfa frá ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem minnihlutinn  hefur takmarkaðan aðgang að embættismönnum, litlar upplýsingar og samráð um ákvarðanatöku er ekki lausnamiðað.

Category : Helstu baráttumál

Rekstur borgarinnar

January 20th, 2010 // 8:17 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Mikil óhagkvæmni er í rekstri borgarinnar í dag. Borgin hefur nýverið flutt í stórt leiguhúsnæði á meðan  fjölmargar byggingar á okkar vegum standa auðar. Sú vegferð sem hafin var á síðasta kjörtímabili með stofnun sex þjónustumiðstöðva var ekki kláruð og eftir sem áður er miðlæg yfirbygging að vaxa. Segja má að hvað þetta varðar sé borgin út í miðri á en það er ákaflega kostnaðarsöm staða.

Category : Helstu baráttumál

Einkavæðing

January 20th, 2010 // 8:16 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Comments Off

Í dag þegar sveitarfélög,þar á meðal Reykjavíkurborg, standa fjárhagslega illa er hætta á því að mikilvæg almannafyrirtæki verði seld. Hákarlarnir sveima um og á þeirra lista eru orkufyrirtæki, fyrirtæki sem reka félagslegt húsnæði, ýmiskonar rekstur velferðarþjónustu, sorphirðan og svo mætti lengi telja. Fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins um sölu og útboð á rekstri voru truflaðar á kjörtímabilinu en það er ljóst að þeim verður framfylgt fái flokkurinn til þess umboð á næsta kjörtímabili.

Category : Helstu baráttumál

Orkuveitan og önnur fyrirtæki borgarinnar

January 20th, 2010 // 8:16 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Síðan mikilvæg fyrirtæki borgarinnar voru færð frá A-hluta borgarsjóðs og þeim fengið ákveðið sjálfstæði  (í B-hluta) hefur sigið á ógæfuhliðina hjá þeim flestum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar sem og Innri endurskoðun hafa ítrekað sagt að B-hluta fyrirtækin séu stöðugt að fjarlægjast borgina en hún standi hins vegar í miklum fjárhagslegum ábyrgðum fyrir þau. Heppilegast væri ef hægt væri að snúa þessu við að mestu eða öllu leyti. Ekki síst nú þegar mikilvæg fyrirtæki á borð við Orkuveituna standa illa, að því virðist vegna offjárfestinga. Þegar upp staðið er fjárhagslegt öryggi borgarinnar að veði.

Category : Helstu baráttumál

Allt á að vera upp á borðum

January 20th, 2010 // 8:12 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Borgarfulltrúar eru vel launaðir og engin þeirra er með tekjur undir 500.000 á mánuði. Þrátt fyrir þetta hafa myndast hefðir þar sem borgarfulltrúum og æðstu embættismönnum bjóðast ákveðin forréttindi, sér að kostnaðarlausu en á kostnað borgarinnar. Má þar nefna sumarbústað, laxveiðar í Elliðaánum og boð á frumsýningar Borgarleikhússins. Þessu þarf að breyta og er ástæðan augljós, ekki síst nú í miklum niðurskurði þar sem verið er að þrengja að starfsmönnum borgarinnar sem flestir teljast til láglaunafólks.

Á sama tíma þarf að koma á vinnuskyldu borgarfulltrúa með ákvæðum um skerðingu launa mæti þeir illa til vinnu án viðunandi skýringa.

Category : Helstu baráttumál

Umhverfisvernd

January 20th, 2010 // 8:11 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Comments Off

Umhverfisvernd í borg er jafnréttismál. Það hafa allir rétt á  hreinu lofti, góðu vatni og opnum svæðum í næsta nágrenni. Bættar almenningssamgöngur fækka einkabílum sem minnkar koltvísýring og svifryk.  Flokkun og jarðgerð minnka sorpmagn, gefa metangas og góða gróðurmold. Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál og gæta þarf að vatnstökusvæðunum og helgunarsvæðum áa og vatna í borgarlandinu. Jafnframt þessu þarf að stuðla að sjálfbærri  borg þar sem flestir búa, vinna, versla og sinna börnum sínum á sama svæði.

Category : Helstu baráttumál

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi