Flokkur : Forval

Kjörstaður

February 3rd, 2010 // 9:14 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Töluvert hefur borið á því að fólk eigi erfitt með að átta sig á því hvar kosið verður á laugardaginn. Ég set inn þessa mynd hér að ofan til glöggvunar.

  • Tími : laugardagurinn 6.febrúar, frá klukkan 10 – 18
  • Staður : Uppsalir Kvennaskólans (gamli verslunarskólinn)
  • við þingholtsstræti 37 (sjá kort)
  • Þetta er á móti þýsk/breska sendiráðinu
  • Menn þurfa að muna að hafa með sér skilríki.

Category : Forval

Forvalsbæklingur

February 1st, 2010 // 12:07 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Forvalsbæklingur Vinstri grænna er kominn á netið (sjá hér). Þarna er stuttur inngangur um hvern og einn af þeim 18 góðu frambjóðendum sem félagar hafa úr að velja. Það má einnig nálgast sömu upplýsingar settar fram á netinu hér. Þar eru einnig tenglar beint á heimasíður og facebook síður frambjóðenda.

Undanfarna daga og vikur hef ég verið svo heppinn að fá að kynnast þeim sem koma ný inn. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur úr öllum þjóðfélagshópum. Það gleður mig að sjá hvað VG er með breiða skírskotun.

Ég mæli með því að allir þeir sem ætla sér að taka þátt í forvalinu lesi bæklinginn spjaldana á milli svo að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Auk þess sem hann er aðgengilegur á netinu, verður hann sendur til allra félagsmanna í Reykjavík á næstu dögum.

Category : Forval

Kjörfundur

January 31st, 2010 // 11:24 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 39 athugasemdir

Kjörfundur mun fara fram í húsnæði Kvennaskólans við Þingholtsstræti, laugardaginn 6. febrúar milli kl. 10 og 18. Kosningarétt í forvali VG í Reykjavík hafa allir þeir sem skráðir voru í VG fyrir 27. janúar 2009 og hafa lögheimili í Reykjavík óháð aldri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður haldin í skrifstofu VG við Suðurgötu miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. febrúar milli 17 og 19.

Á kjörstað mun kjósandi fá seðil með nöfnum frambjóðenda í stafrófsröð ásamt leiðbeiningum. Kjósa skal sex frambjóðendur og gefa þeim númer frá 1-6. Talan 1 merkir fyrsta sæti, 2 merkir annað sæti o.s.frv. Kjörseðill telst þó gildur ef einungis er raðað í fjögur efstu sætin.

Kjörstjórn stillir upp framboðslista eftir niðurstöðu forvals og er bundin af henni varðandi sex efstu sætin. Í anda kvenfrelsisstefnu VG verður þó gripið til paraðs fléttulistafyrirkomulags ef hallar á konur.

Póstkosning

Félagsmenn geta fengið sendan kjörseðil í tölvupósti ef þeir óska þess. Hann skal lagður í ómerkt umslag sem aftur er lagt í annað umslag merkt:

Vinstrihreyfingin grænt framboð b.t. kjörstjórnar Pósthólf 175, 121 Reykjavík

Kjósandi skal rita nafn sitt og kennitölu utan á umslagið. Til að atkvæði teljist gilt þarf það að hafa borist í pósthólf kjörstjórnar fyrir lokun afgreiðslu föstudaginn 5. febrúar eða beint til kjörstjórnar fyrir kl. 18 á kjördag.

Category : Forval

Frambjóðendabæklingur

January 23rd, 2010 // 12:46 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Hér fyrir neðan er texti sem verður í sameiginlegum frambjóðendabæklingi sem VG í Reykjavík mun gefa út á næstu dögum.

——

Þorleifur hefur m.a. setið í forsætisnefnd, borgarráði, stjórnkerfisnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, íþrótta- og tómstundarráði og í stjórn Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, hjúkrunarheimilanna Eir og Skógarbæjar, Gagnaveitu Reykjavíkur, Neytendasamtakanna og Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins. Hann er einnig varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Næsta kjörtímabil verður sérstaklega vandasamt fyrir stjórnendur Reykjavíkurborgar. Því er spáð að gengið haldist áfram mjög lágt og atvinnuleysi aukist til muna. Við þessar aðstæður er mikilvægt að þeir sem taka við rekstri borgarinnar, forgangsraði með jöfnuð í huga og tryggi að enginn líði skort.

Við höfum sýnt það á kjörtímabilinu að við erum full fær um að taka þátt í stjórn borgarinnar. Af eljusemi og dugnaði hafa fjölmargir fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum skilað miklum árangri til hagsbóta fyrir borgarbúa – þrátt fyrir að flokkurinn hafi verið í minnihluta.

Á erfiðum tímum þar sem tekjur borgarinnar fara minnkandi og útgjöld aukast er engum betur treystandi en Vinstri hreyfingunni grænu framboði til að forgangsraða rétt. Við munum tryggja velferð allra borgarbúa með sérstakri áherslu á börn. Á sama tíma ætlum við beita okkur fyrir því að atvinnulífið komist aftur í gang.

Vinstri græn standa fyrir jafnrétti, velferð, lýðræði og heiðarleika. Við viljum umhverfisvæna borg þar sem allir geta lifað með reisn. Við viljum halda fyrirtækjum sem veita okkur nauðsynlega grunnþjónustu í almannaeigu. Við viljum réttlátt samfélag.

Category : Forval

19 [18] gefa kost á sér í forvali VG

January 17th, 2010 // 11:01 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 30 athugasemdir

Vísir, 17. jan. 2010 12:47

Nítján [Leiðrétting síðueiganda. Einn frambjóðandi hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka] gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar  græns framboðs í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, 7 konur 12 [11] karlar.

Forvalið fer fram laugardaginn 6. febrúar. Valið verður í sex efstu sæti framboðslistans og er kjörið opið öllum félagsmönnum í VG í Reykjavík, en kjörskrá verður lokað þann 27. janúar.

Á næstu dögum mun flokksfélag Vinstri grænna í Reykjavík standa fyrir kynningu á frambjóðendunum, en þeir eru í stafrófsröð:

Birna Magnúsdóttir
Davíð Stefánsson (Facebook)
Einar Gunnarsson
Elín Sigurðardóttir (Facebook)
Friðrik Dagur Arnarson (Facebook)
Heimir Janusarson (Facebook)
Hermann Valsson (Facebook)
Ingimar Oddsson (Facebook)
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir (Facebook)
Jóhann Björnsson
Kristján Hreinsson (Facebook)
Líf Magneudóttir (Facebook)
Margrét Jónsdóttir (Facebook)
Snærós Sindradóttir (Facebook)
Sóley Tómasdóttir (Facebook)
Vésteinn Valgarðsson (Facebook)
Þorleifur Gunnlaugsson (Facebook)
Þór Steinarsson (Facebook)

Viðbót : ég hef sett inn tengla á vefsíður þeirra sem ég hef fundið. Vinsamlegast sendið mér athugasemdir ef þið vitið um vefslóð einhvers sem vantar.

Category : Forval & Úr fjölmiðlum

Fréttatilkynning frá Þorleifi Gunnlaugssyni borgarfulltrúa

January 2nd, 2010 // 11:52 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 35 athugasemdir

Sæl og gleðilegt ár.

Ég hef ákveðið að  gefa kost á mér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en  forvalið fer fram 6. febrúar næstkomandi. Ég legg áherslu á jafnrétti og velferð í umhverfisvænni og lýðræðislegri borg þar sem allir fá lifað með reisn.

Ég er fæddur 1955, giftur Hjálmdísi Hafsteinsdóttur , félagsliða og hef lengst af starfað sem dúklagningameistari í Reykjavík. Ég hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg frá 2006 og sinnt starfi borgarfulltrúa frá 2007.

Ég á sæti í borgarráði, forsætisnefnd og stjórnkerfisnefnd borgarinnar, stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og er varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á kjörtímabilinu sat ég til skamms tíma í velferðarráði, um hríð í Íþrótta- og tómstundarráði, umhverfis- og samgönguráði (formaður) og stjórn Faxaflóahafna.

Þar til síðastliðið vor þegar ég tók við sem oddviti VG í borgarstjórn sinnti ég starfi formanns borgarstjórnarflokks VG sem telur tæplega 40 manns og fundar vikulega. Á þeim vettvangi fer fram lausnamiðuð, lýðræðisleg umræða og ákvörðunartaka byggð á breiddinni. Þannig sé ég fyrir mér framboð VG í borginni og starfið á næsta kjörtímabili sem ég er tilbúinn að leiða.

Category : Forval

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi