Erindi um fátækt

Erindi um fátækt

April 30th, 2011 // 9:31 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // 31 athugasemdir

Ræða flutt á málefnaþingi VG um félagslegt réttlæti 30 apríl 2011

Félagar

Á morgun er 1. maí, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Ég ætla að byrja daginn, eins og ég hef gert undanfarin ár með því að fara í morgunkaffi hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga og fara síðan í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar.

Þar verða ábyggilega kröfur á lofti enda samningar lausir og verkföll í farvatninu, eða svo er okkur sagt. Mér hefur ekki reynst auðvelt að fá upplýsingar um það hvað er í spilunum varðandi samninga ASÍ og Vinnuveitenda en eftir krókaleiðum sem ég tel nokkuð áreiðanlegar var þetta komið nokkurn veginn svona áður en allt fór upp í loft en hér eru ráðherrar úr Ríkisstjórninni og þeir leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál.

Verið var að undirbúa þriggja ára samning og átti launahækkunin á tímabilinu að nema 12%. Launahækkun við samning 4%, og eingreiðsla uppá 50.000 kr. Samkvæmt mínum heimildum var rætt um að bætur myndu hækka samsvarandi en óvíst um eingreiðsluna á þær. Opinberlega hefur verið talað um að lægstu laun hækki í 200.000 á þremur árum. Við undirritun samninga í 180.000kr síðan í 19.000 kr ( væntanlega ári síðar) og á endanum í 200.000 kr.

Samkvæmt þessu myndu fullar atvinnuleysisbætur nema við undirskrift ríflega 155.000 kr á mánuði og fara í rúmar 167.000 kr. á þremur árum. Fullar örorkubætur til einstaklings sem hefur ekki aðrar tekjur myndu hækka við undirskrift í um það bil 190.000 og á þremur árum í rúmar 200.000. Þetta eru náttúrulega ekki laun í vasann því af þessu á eftir að draga skatta og önnur gjöld en ég kem að því síðar.

Nýlega komu langþráð neysluviðmið Velferðarráðuneytisins. Þar eru kynnt til leiks þrjú viðmið: Dæmigerð viðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið. Í skýrslu ráðuneytisins kemur fram að skammtímaviðmið byggja á sömu forsendum og dæmigerð viðmið nema hvað niðurskurði er beitt til lækkunar mánaðarlegra útgjalda, öllum þeim sem hægt er að fresta í 9 mánuði. Ráðuneytið talar um dæmigerð viðmið sem hófleg viðmið þar sem hvorki eru talin lúxus né lágmarksneysla. Dæmigerð viðmið fyrir einstakling eru tæpar 292.000 kr á mánuði og sú neysla er skorin niður um þriðjung samkvæmt skammtímaviðmiði og gerir 201.132 kr á mánuði. Þarna er talið algerlega óraunhæft að ætla fólki lægri eða minni neyslu til framfærslu árið 2011.

Harpa Njálsdóttir félagsfræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið 23 apríl sl. Þar sem hún tíundar þetta og er nokkuð gagnrýnin. Þar birtir hún töflu sem upplýsir það að jafnt bætur sem lágmarkslaunakrafa ASÍ dugi ekki til lágmarksframfærslu og reyndar langt því frá. Ég vitna í töflu Hörpu en þar segir:

Óskertar örorku og ellilífeyristekjur eru í dag, 184.140 kr á mánuði brúttó eða 159.642 nettó – þar vantar 41.490 kr. til að ná skammtímaviðmiðum.

Atvinnuleysisbætur eru í dag 149.523 brúttó eða 136.446 nettó þar vantar 64.686 kr á mánuði til að ná skammtímaviðmiðum.

Hæsta fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er 149.000 kr brúttó á mánuði eða 132.240kr nettó – þar vantar 62.892 kr á mánuði ( mismunur á atvinnuleysisbótum og fjárhagsaðstoð – stéttarfélagsgjöld)

Lágmarkslaunakrafa ASÍ er 200.000 kr brúttó árið 2014 það gerir 162.570 nettó og þar vantar 38.562 kr ef skammtímaviðmiðin yrðu þau sömu árið 2014 sem verður að teljast ómögulegt.

Þarna fór ég með talnasúpu sem erfitt var að fylgja en þetta er semsagt þannig að sé mark takandi á skammtímaviðmiðum velferðarráðuneytisins (margir gagnrýna þau fyrir að vera alltof lág), vantar ekki 12 % hækkun á 3 árum heldur 20 – 30 % hækkun strax á ofantalin laun til þess að lágmarksfærsla sé möguleg.

Það getur verið erfitt að fóta sig í umræðunni um fátækt. Notkun á stöðlum og reikningsaðferðum getur einnig verið vafasöm. Núverandi meirihluti í Reykjavík þóttist til að mynda hafa séð ljósið þegar hann setti það fram í stefnuyfirlýsingu sinni að enginn Reykvíkingur ætti að vera undir lágtekjumörkum Hagstofunnar. Þetta reiknar hún út, ár hvert og byggir á reikniaðferð Evrópusambandsins. Sem er á þá lund að fundið er miðgildi launa í viðkomandi landi og lágtekjumörkin eru þá 60% af þeim.

Þannig setti Besti flokkurinn og Samfylkingin fram loforð sem byggði á útreikninum hagstofunnar í fyrra en þá voru lágtekjumörk á Íslandi 160.900 kr. í ráðstöfunartekjur fyrir einstakling á mánuði. En það er galli á gjöf Njarðar. Núna er Hagstofan búin að gefa út ný lágtekjumörk, byggð á sömu aðferðum en allar upplýsingar koma eðlilega, ári seinna og þá kemur í ljós að lágtekjumörkin hafa lækkað í krónutölu og í stað þess að einstaklingnum er reiknað 160.900 kr í ráðstöfunartekjur á mánuði er mörkin niður í 156.900 kr.

Lágtekjumörk eða (e. at risk of poverty) hafa með öðrum orðum lækkað í krónutölu um 4000 kr á mánuði eða 48.000 kr. á milli ára. Hvernig stendur á því? Jú, skýringin er í Hagtíðindum en þar segir „Lágtekjuhlutfallið er hins vegar stöðugt og eru áhrif efnahagshruns á það ekki merkjanleg. Þetta bendir til þess að ráðstöfunartekjur hinna tekjuhærri hafi við hrunið lækkað hlutfallslega meira en þeirra sem höfðu lægri tekjur“ tilvitnun lýkur.

Lágtekjumörkin lækka einfaldlega vegna þess að þeir ríkustu, þeir sem sýndu hæstu tekjurnar hafa lækkað í tekjum (eða í það minnsta uppgefnum tekjum) á milli ára. Lágtekjumörkin eru aðeins reikningsaðferð sem sýnir að einhverju leyti tekjumuninn í hverju landi fyrir sig. Þau geta ekki gefið raunsanna mynd af því, hvað fólk þarf að hafa miklar tekjur til að teljast ekki fátækt. Það sama á við um Gini stuðulinn sem oft er nefndur til leiks. En hann sýnir dreifingu ráðstöfunartekna meðal landsmanna á einkaheimilum og er þannig að ef allir væru með sömu tekjur væri stuðullinn 0, en ef einn aðili hefði allar væri stuðullin 100.

Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar 2010 var Gini-stuðullinn á Íslandi 25,7. Hann fór hækkandi frá 2005 til 2009 og fór þá í 29,6 en lækkar árið 2010. Það er kannski til marks um ofurtrú á reikniskúnstum sem þessum að ríkistjórnin setti sé það mark til tekjujöfnunar að ná Gini stuðlinum niður í 25 árið 2020, nánast það sem hann er núna en þrátt fyrir það hefur fátæktin aukist. Að sama skapi lækkar fimmtungastuðullinn en með honum eru bornar saman tekjur þeirra 20% tekjuhæstu og þeirra 20% tekjulægstu.

Ég vill taka það fram að þrátt fyrir þá annmarka sem ég hef rakið vaðandi þessa útreikninga Hagstofunnar eru þeir til margs nýtanlegir, fólk verður bara að vita hvaða takmörkunum þeir eru háðir.

Það kemur til að mynda í ljós að:
- af 29 Evrópuþjóðum var Ísland í 17. sæti í samanburði á Gini-stuðlinum, langt fyrir ofan hinar norðurlandaþjóðirnar sem eru í 2 til 10 sæti.
- hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum árið 2010 var hæst í aldurshópnum 18 til 24 ára, eða 16,1%
- konur stóðu verr að vígi en karlar því 19% kvenna í þessum aldurshópi voru fyrir neðan lágtekjumörk en 13,4% karla.
- þeir sem búa einir eða voru og einstæðir foreldrar voru í mun meiri hættu á að lenda fyrir neðan lágtekjumörk en þeir sem búa á annars konar heimilum.

Útreikningar Hagstofunnar hafa gefið ákveðið sóknarfæri í baráttunni fyrir hækkun bóta og lægstu launa, jafnt sem neysluviðmið velferðarráðuneytisins.

En oft er engu líkara en meðvitað sé verið að beita klækjum til að flækja umræðuna um fátækt. Að mínu mati eru úrlausn loforða Besta flokksins og Samfylkingarinnar um hækkun fjárhagsaðstoðar, loforð sem byggð voru á lágtekjumörkum Hagstofunnar í fyrra gott dæmi um það. Þegar þessir aðilar voru búnir að ákveða það að standa ekki við loforðið var sagt að ekki væri hægt að far yfir atvinnuleysisbætur vegna þess að annars yrði borgin að borga atvinnulausum mismuninn. Þess vegna var staðnæmst við 149.000 kr á mánuði. Eða hvað?

Fjölmiðlar hafa sagt að fjárhagsaðstoðin í Reykjavik sé 149.000 kr á mánuði en í raun gildir það fyrir minnihluta skjólstæðinga borgarinnar sem þó hafa engar aðrar tekjur. Ég hef ekki kynnt mér það, hvernig þetta er hjá öðrum sveitarfélögum í dag, en borgin hefur flækt málin duglega og jók við flækjuna um áramót með því að búa til nýja flokka. Yfirflokkurinn er (nú kemur talnaruna og fjöldatölur eru frá því í febrúar sl):

Einstaklingur, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili en hann fær 149.000 kr brúttó á mánuði. Þarna um að ræða 736 einstaklinga. Síðan er búið að flokka þá sem búa með öðrum niður í 4 flokka með sitt hvora en í öllum tilfelum, lægri upphæðir. Undirflokkarnir eru :

- Hjón/sambúðarfólk sem reka eigið heimili en þau fá samanlagt 223 500 kr eða eina og hálfa aðstoð. Þarna eru 90 einstaklingar

- Einstaklingur sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði. Hann fær 125.540 kr brúttó á mánuði og þarna er um að ræða 657 einstaklinga

- Einstaklingur sem býr hjá foreldrum en hann fær, 74 500 kr á mánuði. Og þarna eru 145 einstaklingar.

Og að lokum er það einstaklingur sem býr hjá foreldrum og hefur forsjá barns en hann hafði áður hæstu bætur en bætur til viðkomandi voru lækkaðar nú í febrúar úr 149.000 kr. í 125.540 kr. Ég hef ekki fengið uppgefið fjölda þessa hóps.

Ég veit að það er erfitt að grípa svona margar tölur á stuttum tíma en aðalatriðið er það að, með því að fjölga hópunum sem þiggja fjárhagsaðstoð og lækka fjárhagsaðstoðina til fjögurra þeirra tókst meirihlutanum í Reykjavík að snúa dæminu þannig að í stað þess að langflestir væru með hæstu upphæðina eru það nú minnihlutinn.

Samkvæmt nýjustu tölum eru semsagt 736 með fjárhagsaðstoð uppá 149.000 kr á mánuði en 892 með fjárhagsaðstoð frá 74.500 til 125.540 kr og þessu er sérstaklega náð með því að búa til nýjan hóp, „ þá sem búa hjá öðrum“ en þeir sem tilheyra honum voru áður í hæsta flokki og þeir töldu 657 einstaklinga nú í febrúar.

Félagi Katrín Jakobsdóttir sagði hér áðan að ég myndi hér, tala um fátækt og nefna það hvað væri til ráða. Svar mitt er einfalt, það þarf að hækka laun og bætur yfir raunveruleg fátækramörk. Erindi mitt byggir að miklu leyti á tölfræði og ég hef reynt að sýna fram á það, að þrátt fyrir að margt hafi verið gert til að lina fátæktina eins og félagi Katrín Jakobsdóttir kom inná áðan þá er fátæktin að aukast og ástæðan er auðséð. Til viðbótar við það sem ég hef sagt eru hér örfáar staðreyndir

- Húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist,
- Húsnæði á einkamarkaði hefur hækkað
- Húsaleigubætur hafa staðið í stað síðan í maí 2008. Á meðan hefur leigan hækkað og sé litið til leigu Félagsbústaða hefur hún hækkað um meira en 25% á þessum tíma sem er þá hækkun á húsnæðiskostnaði leigjenda Félagsbústaða, fátækasta fólksins í Reykjavík.
- Það kom fram í fréttum stöðvar tvö um daginn að matarkostnaður hefði hækkað um 40% á þremur árum.
- Samgöngukostnaður hefur líka stóraukist.
- Á sama tíma hafa atvinnuleysisbætur ekki hækkað í tvö ár, lífeyrir óverulega og það sama á við um lægstu laun.

Félagar
Ég stúderaði aðeins marxisma í leshringjum hér á árum áður og ég er alveg jafn sannfærður um það núna og ég var þá, að kapítalisminn er óréttlát samfélagsgerð þar sem móthverfurnar birtast í kreppum, styrjöldum og fátækt. Fátæktin er skilgetið afkvæmi stéttarsamfélagsins. Barátta félagshyggjufólks í auðvaldssamfélaginu er oftar en ekki varnarbarátta, barátta við voldugan óvin sem notfærir sér stöðu sína til að slá ryki í augu fólks og þar eru fræðingar og fjölmiðlar fengnir til að flækja umræðuna og afvegaleiða.

Nýlega voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðstæðum og afkomu öryrkja á Íslandi. Rannsóknin var framkvæmd af Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Í rannsókninni var lögð áhersla á að fá fram sjónarhorn og reynslu fólks sem fær örorkulífeyri og hún var unnin í tilefni af „Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun“ sem var eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk í tilefni af Evrópuárinu. Skýrslan er stórmerkileg og ætti í raun að vera skyldulesning félagshyggjufólks á Íslandi en ég hef því miður ekki tíma til að fjalla um hana núna en ég vil ljúka orðum mínum með einni tilvitnun í skýrsluna.

„Greining okkar á umfjöllun um öryrkja og aðstæður þeirra í prentmiðlum og netheimum leiddi í ljós nokkur síendurtekin þemu eða þrástef sem staðfestu og ítrekuðu rótgrónar staðalmyndir um öryrkja sem samfélagslega byrði, letingja eða svindlara sem lifðu lúxuslífi á kostnað skattborgaranna. Flest þrástefin voru neikvæð, hluti af orðræðunni jaðraði við að vera hatursfullur, og sumt virtist skrifað í gremju og reiði gagnvart öryrkjum. Ef sú mynd sem birtist í fjölmiðlum er borin saman við raunverulegar aðstæður öryrkja (t.d. eins og þær birtast í niðurstöðum þessarar og fleiri rannsókna) er ljóst að myndin er mjög afbökuð og villandi og umfjöllunin langt frá daglegum veruleika öryrkja.“


Category : Ræður

31 athugasemdir → “Erindi um fátækt”


 1. Bobby

  5 árum síðan

  gotten@thermostat.inquisition” rel=”nofollow”>.…

  благодарствую!!…


 2. philip

  5 árum síðan

  peach@rivulets.fayette” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 3. doug

  5 árum síðan

  fluent@predictors.pivotal” rel=”nofollow”>.…

  сэнкс за инфу….


 4. brandon

  5 árum síðan

  fernery@shareholder.efforts” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 5. Milton

  5 árum síðan

  sparrows@senility.sadness” rel=”nofollow”>.…

  спасибо за инфу….


 6. virgil

  5 árum síðan

  quetzal@abandon.leclair” rel=”nofollow”>.…

  спасибо за инфу….


 7. louis

  4 árum síðan

  faze@ineligible.sicurella” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!!…


 8. Lee

  4 árum síðan

  drum@narration.interrogator” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 9. todd

  4 árum síðan

  thinner@wicked.overhauling” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


 10. Lonnie

  4 árum síðan

  acey@vicky.teamster” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 11. jordan

  4 árum síðan

  nobleman@african.diaphragmic” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 12. alexander

  4 árum síðan

  thesis@taxpayers.economic” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 13. gene

  4 árum síðan

  overreaches@dungeon.hobbes” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 14. Jonathan

  4 árum síðan

  irreconcilable@dilution.wergeland” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!!…


 15. Eugene

  4 árum síðan

  pondered@sed.reverted” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 16. Austin

  4 árum síðan

  twinkling@auberge.titans” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ….


 17. james

  4 árum síðan

  noise@immediate.tarry” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 18. Fernando

  4 árum síðan

  adamss@itoiz.substances” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!…


 19. clinton

  4 árum síðan

  choral@projection.stubs” rel=”nofollow”>.…

  good!…


 20. craig

  4 árum síðan

  baseball@aristocracy.gorgeous” rel=”nofollow”>.…

  tnx!!…


 21. edward

  4 árum síðan

  hydrolyzed@brisbane.prettiness” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 22. Herman

  4 árum síðan

  interglacial@guinea.veldt” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!!…


 23. Matt

  4 árum síðan

  diagonalizable@fide.cranelike” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!…


 24. Jordan

  4 árum síðan

  beautify@inglorious.types” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 25. jesse

  4 árum síðan

  sentimentality@car.kay” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 26. Nelson

  4 árum síðan

  scepticism@kizzie.rome” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 27. jessie

  4 árum síðan

  sarcasms@convocation.inroads” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!…


 28. Salvador

  4 árum síðan

  didentite@whatd.orphanage” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 29. Brett

  4 árum síðan

  conspiratorial@spares.generated” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!…


 30. Ronnie

  4 árum síðan

  compulsion@confide.adlai” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 31. Mark

  4 árum síðan

  gloom@forbes.surround” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!…


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi