Breytingar á stjórnkerfinu

Breytingar á stjórnkerfinu

April 19th, 2011 // 9:12 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // 39 athugasemdir

Ræða flutt í borgarstjórn 19.apríl 2007

Forseti, borgarfulltrúar

Það er athyglisvert að hlusta á þær umræður sem hér hafa farið fram, og fylgjast með þeim umræðum sem verið hafa í samfélaginu að undanförnu um skóla, leikskóla og frístundamál í Reykjavík.

Ég hef svo sem ekki stillt mér upp í fremstu röð í þessari umræðu en það hefur borgarfulltrúinn okkar, Sóley Tómasdóttir og fulltrúi VG í menntaráði, Líf Magneudóttir svo sannarlega gert og höndlað vel að mínu mati.

Við höfum skipt með okkur verkum og ég mun í minni ræðu fyrst og fremst beina augum að stjórnkerfisbreytingum og lýðræðislega nálgun við breytingarnar almennt.

En nú virðist vera komið að kaflaskilum í þessum málum sem verið hafa meirihlutanum til verulegra vandræða og starfsfólki og foreldrum mikils ama.

Tillögurnar, sem nú verða vafalaust samþykktar með fyrirfram ákveðinni samþykkt meirihluta borgarstjórnar eru þá þessar: (en ég vil biðja ykkur um að taka sérstaklega eftir því við hverja á að hafa samráð)

Þær breytingar sem munu eiga sér stað um næstu áramót verða þær, ef ég skil þetta rétt

Að í Árbænum verður sameining Ártúnsskóla, Kvarnaborgar og Skólasels – grunnskóla, leikskóla og frístundheimilis sem tilraunaverkefni

Þar á að fara fram samstaf við menntasvið Háskólans og samráð við foreldra nemendur og starfsfólk.

Í Grafarvogi verða yfirstjórnir Korpu og Víkurskóla annars vegar og Borgar og Engjaskóla hinsvegar sameinaðar, jafnframt því sem Foldaskóli verður heilstæður safnskóli á unglingastigi fyrir Húsa og Hamraskóla. Samráð verður haft við foreldra nemendur og starfsfólk.

Og í Háaleitinu á að sameina yfirstjórn Álftamýrar og Hvassaleitisskóla og þar verður samráð við foreldra, nemendur og starfsfólk.

Í Fossvoginum á að fresta sameiningum til ársins 2013 en þá á að sameina Fossvogsskóla, Kvistaborg og frístundaheimilið Neðstaland, grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili. Í tillögunni er ekki talað um neitt samrá.

Í Breiðholti og í Vesturbæ er allar breytingartillögur lagðar til hliðar en stofnaðir starfshópar.

Í Breiðholtinu er hópurinn myndaður af fulltrúum foreldra, starfsfólks leikskóla, grunnskóla og ÍTR, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Leiknis, Gerðubergs og annarra hagsmunaaðila. Og sá hópur á að skila af sér 1.apríl 2012

Og í Vesturbænum á samráðshópur að skila af sér í des nk. en í tillögunni segir að „menntasviði verði falið að koma á samráði við stjórnendur og starfsmenn grunnskólanna í Vesturbæ auk skólaráða og foreldraráða (skólasamfélagið)

Í einu tilfellinu (Fossvogi) er ekki lagt til neitt samráð, í hinum á að hafa samráð við foreldra og starfsfólk
og allstaðar er talað um samráð við nemendur nema í Breiðholti.

Í eina skiptið sem talað er um samráð við þjónustumiðstöð er í tillögunni um Breiðholt en í engu tilfelli er í þessum tillögum talað um að hafa samráð við Hverfisráð borgarinnar.

Til viðbótar þessu á að sameina yfirstjórn 2ja – 3ja leikskóla í 25 leikskólum þannig að yfirstjórnareiningarnar fari í 11 og þarna er ekki talað um neitt samráð.

Það á að samþætta skóla- og frístundastarf 6-9 ára í einu þjónustuhverfi haustið 2011 og undirbúa sameiningu yfirstjórnar skóla og frístundastarfa í borginni allri og jafnframt því undirbúa sameining yfirstjórnar skóla og frístundastarfs í Reykjavík. Í þessu tilfelli er heldur ekki talað um samráð.

Rúsínan í pylsuendanum eru svo grundvallarstjórnkerfisbreytingar.

Sameining Mennta og Leikskólasviðs og tómsundahluta Íþrótta- og tómstundasviðs og þetta á að gerast hratt því nýr sviðstjóri á að taka til starfa eftir rúma 2. mánuði eða 1. Júlí nk.

Í þessu tilfelli á borgarstjóri að leita eftir umsögn stjórnkerfisnefndar eftir að breytingin hefur verð samþykkt en ekki er talað um neitt annað samráð.

Forseti borgarfulltrúar

Meirihlutinn í Reykjavík hefur verið gagnrýndur fyrir skort á samráði í sameiningarmálunum almennt og maður skildi halda að lærdómurinn værs sá, eftir öll þessi læti, að það er ekki vænlegt að fara af stað með viðamiklar breytingar í almannaþjónustu án þess að gætt sé að góðu samráði

Og í öllum tilfellum sem við ræðum hér þarf að hafa þrenns lags hagsmuni í huga: Hagsmuni þeirra sem þjónustunnar njóta, hagsmuni starfsfólks og hagsmuni skattborgara. Velheppnaðar breytingar byggja á sátt við þau sjónarmið sem þessir hópar túlka.

Að mínu mati eru þær tillögur sem hér eru lagðar fram ekki til að bæta um betur og í þeim virðist vera tilviljanakennt við hverja á að hafa samráð eða hvort yfirhöfuð stendur til að hafa það.

Það er reyndar með ólíkindum að hvergi er að finna tillögur um samráð við Hverfisráð borgarinnar.

Reyndar tel ég að verið sé að byrja á vitlausum enda í málinu öllu.

Hér er verið að leggja til gríðarlegar breytingar og það einfaldlega gengur ekki að gera slíkt án þess að til staðar sé heildarmynd sem öllum er ljós.

Og það er til að æra óstöðugan að skella allt í einu inn tillögu um grundvallar stjórnkerfisbreytingar, sameiningu sviða, án þess að nokkur umræða hafi farið fram um þær nema bara stuttlega í borgarráði og engin formleg tillaga hafi verið lögð fram í stjórnkerfisnefnd.

Forseti, borgarfulltrúar

Hér hafa verið teknar tilvitnanir í kosningastefnuskrár og ég vil bæta um betur.

Meirihlutinn í Reykjavík gaf ákveðin fyrirheit um þá vegferð sem fara átti við stjórnkerfisbreytingarnar :

Hana má lesa í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar og samstarfsyfirlýsingu hennar og Besta flokksins.

Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, kaflanum „ Þorpin í borginni“ segir með leifi forseta:
„Samfylkingin vill dreifa valdi og verkefnum og efla sjálfstæði hverfanna, í þeim tilgangi að auka íbúalýðræði og bæta þjónustu borgarinnar við íbúa hennar.“

Og

„Samfylkingin ætlar að….Fella múra milli stofnanna og ná fram hagræðingu og markvissari þjónustu með flutningi verkefna til þjónustumiðstöðva.“

Tilvitnunum lýkur

Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir með leyfi forseta
- Hverfaráð verði efld.
- Aukin verkefni og fjárráð flytjist til hverfaráðanna.
- Í samráði við íbúa og starfsfólk verði útfærðar tillögur um hvernig best sé að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði hverfanna með eflingu hverfaráða, hverfatengdrar þjónustu og forgangsröðun í rekstri innan hverfis.

Tilvitnunum líkur

Það sem greinilega stóð til var að ljúka þeirri vegferð sem hófst fyrir rúmum 6 árum síðan, lýðræðisvæðingu borgarinnar sem er væntanlega það sem borgarstjóri átti við með „stóru stjórnkerfisbreytingunum“.

Árið 2005 var grundvallarstjórnkerfisbreytingum hrint af stað í Reykjavík og fyrirmyndin var einna helst stjórnkerfið í Ósló. Þar var að mig minnir, borginni skipt í 21 hverfi sem höfðu mikla sjálfstjórn og fengu um helming útsvars úthlutað úr jöfnunarsjóði.

Hvert hverfi hafði hverfisráð skipað 15 fulltrúum sem höfðu mikið um málefni þess að segja og þjónustumiðstöð sem virkaði sem einskonar undir ráðhús.

Þegar hægrimenn tóku svo við í Osló var hverfunum fækkað í 15 en dreifstýringin var látin standa og engu breytt grundvallarlega svo ég viti.

Ég fylgdist svo sem ekki grannt með stjórnkerfisbreytingum 2005 en það er ljóst að megingalli þeirra var sá stutti tími sem var til kosninga.

Nýr meirihluti tók völdin eftir þær, meirihluti sem var andstæður breytingunum og vann gegn þeim með ýmsum hætti.

Þegar hann tók við var nýstofnað þjónustu- og rekstrarsvið lagt niður, þjónustumiðstöðvarnar settar undir velferðarráð og óburðug hverfisráð voru veikt enn frekar og fjármagn til þeirra minnkað.

Þegar breytingarnar 2005 áttu sér stað var greinilegt að samráð við starfsfólk var af skornum skammti og það var áberandi að starfsfólki fannst að verið væri að tala niður til sín.

Það var svo núverandi stjórnkerfisnefnd sem átti að klára málið eða í þeirri meiningu stóð ég að minnsta kosti.

Hún starfaði af nokkrum krafti að framundir síðustu jól og hélt tíu fundi frá því í júlí og fram í desember og kallaði meðal annars, sviðstjóra, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðva og stjórnsýslusérfræðinga á sinn fund.

Eftir áramót var eins og áhugann vantaði og formaður nefndarinnar, borgarfulltrúi Dagur Eggertsson, hefur aðeins boðað tvisvar eða þrisvar fundi í stjórnkerfisnefnd á þessu ári og þann síðasta í febrúar.

Fyrir áramót ríkti nokkuð góð sátt og samvinna í nefndinni um það hvaða tökum ætti að taka málið og að mínu mati var það almennur skilningur að sú staðreynd að á sama tíma og við erum með útbólgna miðstýringu eru starfræktar 6 þjónustumiðstöðvar, að sú staða væri óásættanleg og alltof kostnaðarsöm.

Eftir stjórnkerfisbreytingarnar 2005 og andstöðu meirihlutans sem tók við 2006 værum við eins og út í miðri á og nauðsynlegt væri að taka bakkann öðru hvoru megin. Taka ákvörðun um ákveðna miðstýringu eða dreifstýringu.

Samþykkt borgarráðs frá því í gær um að sameina mennta-, leikskóla- og frístundasvið hlýtur að koma eins og blaut tuska framan í flesta fulltrúa í stjórnkerfisnefnd því nefndin hefur ekki fengið tækifæri til að gefa umsögn um þessar tillögur.

Að mínu mati er þetta það alvarlegt, að líta má svo á að meirihluti borgarráðs hafi sett stjórnkerfisnefnd af, því eigi nefndin ekki að fjalla um svo róttækar breytingar í stjórnkerfinu, hvað á hún þá að gera?

Reiknar meirihlutinn með því að fulltrúar í stjórnkerfisnefnd komi til með að veita umsögn um grundvallarbreytingar sem teknar voru án nokkurs samráði við nefndina?

Að setja þetta mikilvæga mál, sem ég hélt að ætti að fjalla um lýðræðisbreytingar í borginni, í þennan átakafarveg er sorglegt og meirihlutanum í borginni til skammar og það er reyndar ömurlegt ef þetta verður það starfsumhverfi sem minnihlutanum og þá ekki síður borgarbúum verður boðið uppá næstu þrjú árin

Að hlusta síðan á borgarstjóra tala um, í ræðu sinni það sem hann kallaði „ stóru stjórnkerfisbreytingarnar“ sem hann sagði að þeir hefðu haft áhuga á en að vandlega íhuguðu máli hafi niðurstaðan orðið sú að betra sé að gera slíkar breytingar í smærri skrefum eins og borgarstjóri orðaði þetta.

Að hlusta á þessi orð í ræðu þar sem ekki er minnst á nándarlýðræði, þjónustumiðstöðvar eða hverfisráð, heldur tíundaðar sameiningar sem virðast eiga að efla miðstýringuna og næsta er í mínum huga staðfesting á því að ekki stendur til að hafa samráð um þessi mál.

Ég er sammála borgarstjóra um það að gott geti verið að framkvæma breytingar í áföngum en til þess að vel takist til, þarf að vera ákveðin heildarsýn.

Og hana vantar hér, nema að meirihlutinn lúri á strategíunni og það er ekki sanngjarnt gagnvart borgarbúum.

Að mínu mati er pólitísku línurnar þegar fjallað er um stjórnkerfisbreytingarnar, í raun þær að VG vill ganga lengst í íbúalýðræði og gagnvirkri nærþjónustu og Sjálfstæðisflokkurinn lengst til öflugrar miðstýringar.

Að í okkar fámennu en dreifðu borg verði að taka af skarið varðandi það hvort viljinn sé fyrir miðstýringu eða dreifstýringu með mikilli sjálfstjórn hverfa.

Forseti, borgartjóri

Í stefnuyfirlýsingu meirihlutans segir að, með leyfi forseta: “Stjórnsýsla í ráðhúsi verði endurskipulögð og einfölduð.“ Tilvitnun lýkur

Þetta hefur verið gert varðandi eigna og framkvæmdamálin sem og heilbrigðisnefnd en sú ákvörðun reyndist síðan tóm endaleysa og hefur verið afturkölluð.

Ennfremur stendur til að færa samgöngumálin til skipulagssviðs, nokkuð sem ég hef aldrei fengið útskýrt og eitthvað fleira var í bígerð sem ákveðið var síðan í stjórnkerfisnefnd að bíða með, þar til heildarmyndin lægi fyrir eða þannig skildi ég þetta.

Á þeim tíma sem ég sat í stjórnkerfisnefnd hamraði ég á því að þær stjórnkerfisbreytingar sem hófust árið 2005 verði ekki kláraðar án þess að þær verði í samráði við borgarbúa og frumkvæði þeirra virkjað ekki seinna en strax.

Af hálfu stjórnkerfisnefndar undir stjórn borgarfulltrúa Dags B Eggertssonar hefur enn ekki verið gerð tilraun til að gera lýðræðislegan farveg fyrir borgarbúar til að geti verið með í þessu mikilvæga máli.

Formaðurinn hefur líka stollað tillögu mína um að formenn hverfisráðanna fundi með nefndinni en það gerir mig hugsi yfir stöðu minni og tilgangi sem formaður Hverfisráðs Árbæjar.

Ég var mjög mótfallin því í upphafi að taka embættið að mér þar sem ég bý ekki í hverfinu en það varð til að sannfæra mig um að taka þetta að mér tímabundið að formennirnir áttu að gegna mikilvægu hlutverki í stjórnkerfisbreytingunum og þetta var eina formennskan sem VG bauðst.

Ég er mjög hugsi yfir stöðunni ogverði ekki breyting á mun ég endurskoða þessa ákvörðun.

Forseti, borgarfulltrúar

Vandamálið virðist vera að þrátt fyrir tiltölulega góðan ásetning meirihlutans er allt að fara í handaskolum.

Fyrirheit um aukið íbúalýðræði, þorpin í borginni og Þjónustumiðstöðvarnar sem vera áttu að verða eins konar þorpsráðhús, þessi fyrriheit virðast hafa gleymst einfaldlega vegna þess að meirihlutinn byrjaði á vitlausum stað og tók ekki samtalið við íbúana.

Íbúar Reykjavíkur hafa lýst því yfir, á opnum borgarafundum að þeir vilji byggja upp hverfi borgarinnar með aukið umboð til beinna áhrifa á ákvarðanir sem snerta líf þeirra.

Á það hefur verið bent að þetta megi gera með því að færa stóraukin áhrif til hverfisráða að skandinavískri fyrirmynd.

Borgarstjórn afhendi hverfisráðum umboð til athafna þannig að þau verði raunhæfur samráðsvettvangur.

Hverfisráðin stýri allri grenndarþjónustu í nánu samstarfi við íbúa. Börn, ungmenni, foreldra, aldraða, innflytjendur og íbúar almennt, að íbúarnir fái vissu fyrri því að þjónusta borgarinnar sé þeirra, fyrir þá og á þeirra forsendum.

Horfið verði frá stofnanalausnum, til lausna sem á vettvangi og út frá þörfum einstaklinganna sem þær þurfa.

Þannig náum við að nýta best þá fjármuni sem til eru og þess má geta að lýðræðisbreytingarnar sem framkvæmdar voru í Osló höfðu í för með sér um sparnað. Sparnað sem fyrst og fremst var tilkominn vegna þess að nærumhverfið fer betur með fé.

Forseti, borgarfulltrúar

Ef verkefni dagsins hefðu þessa nálgun og hafin væri lýðræðisleg umræða um það stjórnkerfi sem við, íbúarnir viljumer ég ekki í vafa um að hverfalýðræðisnálgunin yrði fyrir valinu.

Og þá væru það Þjónustumiðstöðvarnar og lýðræðislega kosin hverfisráð sem færu með mikilvægan þátt þeirra málefna sem við fjöllum um hér og niðurstaðan yrði samkvæmt vilja íbúa nærumhverfisins.


Category : Úr borginni

39 athugasemdir → “Breytingar á stjórnkerfinu”


 1. luke

  5 árum síðan

  unsinkable@physics.required” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 2. angelo

  5 árum síðan

  touchstones@restrict.impunity” rel=”nofollow”>.…

  спс за инфу!!…


 3. max

  5 árum síðan

  trusted@pillspot.com” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 4. darren

  5 árum síðan

  cruising@wreak.credulous” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!!…


 5. leo

  5 árum síðan

  roost@belowground.edisons” rel=”nofollow”>.…

  hello….


 6. Keith

  5 árum síðan

  starred@pillar.bordeau” rel=”nofollow”>.…

  tnx….


 7. louis

  5 árum síðan

  expressing@traveler.matured” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information!!…


 8. Stuart

  5 árum síðan

  boats@jacobean.incepting” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!…


 9. Johnny

  5 árum síðan

  attrition@cashed.circumscriptions” rel=”nofollow”>.…

  good….


 10. Dustin

  5 árum síðan

  huxleys@cunard.subduing” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 11. Carlton

  5 árum síðan

  maybe@cockroaches.verloop” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!…


 12. ivan

  5 árum síðan

  installment@agnes.mortons” rel=”nofollow”>.…

  thank you….


 13. Orlando

  5 árum síðan

  bereavement@bomber.distinctions” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 14. rafael

  5 árum síðan

  copywriter@estherson.scenes” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 15. allen

  5 árum síðan

  severely@subic.isaacs” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 16. zachary

  5 árum síðan

  julius@belaboring.coughing” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 17. Chris

  5 árum síðan

  unasked@jilted.grinders” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!…


 18. Darren

  5 árum síðan

  signposts@emption.buildin” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 19. Daryl

  5 árum síðan

  apologetically@canvassing.dreamer” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 20. Matthew

  5 árum síðan

  interpretations@died.staging” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!…


 21. Lynn

  5 árum síðan

  chemists@offended.retort” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 22. rafael

  5 árum síðan

  fadeout@sander.coudn” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 23. daniel

  5 árum síðan

  appraisingly@representatives.startlingly” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 24. wendell

  5 árum síðan

  wand@beatrice.athleticism” rel=”nofollow”>.…

  thanks!!…


 25. angel

  5 árum síðan

  slickers@mantles.haughtons” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 26. Brandon

  5 árum síðan

  necrotic@englands.agamemnons” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


 27. Fredrick

  5 árum síðan

  briefing@muscle.disbelieves” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 28. Johnnie

  5 árum síðan

  unreleased@injured.roys” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!…


 29. Lee

  5 árum síðan

  sided@patmore.doubte” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!…


 30. Christian

  5 árum síðan

  appearin@tuxedoed.microscope” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ….


 31. corey

  5 árum síðan

  nanook@demi.dealt” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 32. Jeremy

  5 árum síðan

  protein@stropped.tchalo” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 33. ian

  5 árum síðan

  appropriated@niece.acknowledged” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!…


 34. alfonso

  5 árum síðan

  exegete@natal.presentness” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 35. eric

  5 árum síðan

  carryover@thinned.residences” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


 36. Kevin

  5 árum síðan

  sombre@infinite.zamiatins” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ….


 37. Mark

  5 árum síðan

  screwed@bypass.particularistic” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 38. Dwight

  5 árum síðan

  tentatively@stampede.openly” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 39. Homer

  5 árum síðan

  beginning@salesman.sweathruna” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi