Ræða í borgarstjórn

Ræða í borgarstjórn

December 18th, 2010 // 11:40 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // 23 athugasemdir

Ræða í borgarstjórn v/seinni umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011.

Forseti borgarfulltrúar

Þetta er fimmta árið sem ég tek þátt í umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Þetta hafa verið langir fundir og þegar ræðum oddvitanna lýkur eru ekki margir að hlusta. Hvorki úr röðum kjörinna fulltrúa né almennings. Hinn árlegi maraþonræðufundur borgarstjórnar er í algleymingi og stendur langt fram á kvöld og jafnvel fram á nótt. Við erum föst í viðjum vanans. Fólk kemur og fer þar til menn halda heim í nóttina eða halda á vit glaums og gleði á næsta bar.

Hinni raunverulegu vinnu er að mestu lokið. Hún hefur farið fram í nefndum og ráðum en ekki síður í bakherbergjum stjórnmálanna. Örlög fjölmargra borgarbúa eru ráðin hvað nánust framíð varðar en þegar upp er staðið er um alvörumál að ræða. Hér erum við að höndla með atvinnumál þúsunda starfsmanna, framfærslu fátækustu Reykvíkinganna, og velferð barnanna í mestu kreppu sem riðið hefur yfir landið í 70 ár.

En það er ekki til einskis farið. Nú gerir minnihlutinn lokatilraun til að hafa áhrif á fjárhagsáætlun. Hér gefst okkur tækifæri til að koma með breytingartillögur vegna áætlunar meirihlutans og satt best að segja höfum við vinstri græn, sjaldan farið bónlaus til búðar þó svo að stóru línurnar hafi kannski ekki breyst.

Ég þreytist ekki að segja frá því að þegar aðgerðarhópur borgarráðs var í Helsinki í fyrra, sagði borgarstjórinn í þeirri fögru borg sem er nú að upplifa sína þriðju kreppu á stuttum tíma, við okkur : „Þið skuluð muna það, þegar að kreppir að eru það oft þeir með lægstu röddina sem hafa mestu þörfina“

Sé mark takandi á orðum þessa manns, sem ég geri þó að hann sé íhaldsmaður, þá er hin hliðin á þessum peningi væntanlega sú að stundum og jafnvel ofar en ekki er það þannig að þeir sem hafa minnstu þörfina hafa oft hæstu röddina. Hvorir eru til að mynda duglegri að tala sínu máli, utangarðsfólk og börn eða fólk úr menningar- eða íþróttageiranum?

Þeir fjármunir sem ráðstafað hefur verið á einn stað nýtast ekki á öðrum. Að forgangsraða á erfiðum tímum, krefst hugrekkis.

Forseti borgarfulltrúar

Meirihlutinn sem nú situr hefur látið það frá sér fara að hann vilji forgangsraða í þágu velferðarmála með áherslu á börn og ungmenni. Þetta eru mikilvægar áherslur á erfiðum tímum og ég vona svo sannarlega að þær verði í heiðri hafðar á komandi ári og að meirihlutinn verði tilbúinn til að leiðrétta kúrsinn ef alvarleg hætta steðjar að þessum hópum.

Í mínum huga á forgangsröðun fjármuna sveitarfélags að vera sú að fyrst verði séð til þess að allir hafi í sig og á, börn og ungmenni fái að menntast og þroskast á eðlilegan hátt og sjúkum og öldruðum sé sómasamlega sinnt. Annað verður að mæta afgangi þegar tekjurnar minka og kostnaður eykst.

Borgarfulltrúar eru nú að skera niður í rekstri borgarinnar í 3ja árið í röð og það er gengið nærri ýmsu sem talið var að ekki mætti skerða undir nokkrum kringumstæðum. Við þessar aðstæður þarf að hugsa allt upp á nýtt, komast úr viðjum gamalla ákvarðana sem ríma við hagsæld en ekki kreppu.

Flatur niðurskurður á ramma sem engin man lengur hvernig voru ákveðnir heftir raunverulega forgangsröðun. Fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar auðvelda uppbrot rammanna og hjálpa til við að færa áherslur í forgargsröðun fjármuna að markmiðum sínum.

Sameingin sviða, samfara auknu vægi þjónustumiðstöðva, minni miðstýring samfara stóraukinni dreifstýringu. Þennan leiðangur sem hófst árið 2005 þarf að klára.

Það var reynsla Oslóborgarar að breytingar í þessa veru, efling nærþjónustu og nándarlýðræðis, höfðu í för með sér um 10% sparnað og það var ekki síst rakið til þess að kraftmiklar þjónustumiðstöðvar og öflug hverfisráð með sjálfsákvörðunarrétt í mikilvægum málum fara betur með fé í nærumhverfinu.

Í samstarfssáttmála núverandi meirihluta er það alveg skýrt að þessa leið á að fara og í því tek ég þátt af heilum hug. Að mínu mati er það mikilvægt að fljótlega á næsta ári verði tekin ákveðin skref með það í huga að verkefninu verði að miklu leiti lokið um næstu áramót.

Það skiptir þó megin máli að starfsfólk borgarinnar og ekki síður borgarbúar sjálfir, verði þátttakendur í þessum ferli.

Forseti borgarbúar

Sveitarstjórnir víða um land mótmæla niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Það eru haldnir fundir þar sem stór hluti íbúanna mætir. Það logar allt á landsbyggðinni og menn sjá árangur baráttunnar en hvað gerist hér? Er ekki verið að skera niður heilbrigðisþjónustuna í Reykjavík? Jú, það er verið að gera það. Á þessu ári og því næsta er verið að segja upp fleiri hundruð manns á Landspítalanum.

Þar eru stórir hópar starfsmanna að fá uppsagnarbréfið í annað sinn. Er sveitarfélagið Reykjavik að verja þetta fólk? Ég hef ekki orðið var við það. Stærstur hluti þeirra sem verið er að reka eru láglaunakonur. Erum við að hafa áhyggjur af því að þjónustustigið á Landspítalanum sé að minnka samfara auknu álagi vegna niðurskurðar á landsbyggðinni?

Er ekki kominn tími til að mótmæla því að stöðugt er verið að senda sjúklinga fyrr heim af sjúkrahúsum og rukka þá síðan fyrir hverja komu á spítalann? Að því fyrr sem fólk er sent heim og því fleiri sem þurfa að bíða eftir plássi, eykst álagið á félagslega heimaþjónustu í Reykjavík. Það er verið að taka ákvörðun þessa dagana. Mótmælin á landsbyggðinni hafa haft sín áhrif. Er ekki komin tími til að borgárráð láti í sér heyra?

Og við eigum að hafa skoðanir á fleiru og vera ekki hrædd við að opinbera þær. Eigum við ekki að fara fram á það að svo verði um hnútana búið að sveitarfélögin fái auknar tekjur?

Að vegna tekjumissis og kostnaðarauka séu auknar tekjur forsendur þess að okkur takist að halda í horfinu hvað varðar velferð íbúanna og menntun og þroskamöguleika barnanna okkar? Að það þurfi að jafna í samfélaginu þegar kreppir að?

En við erum kannski ekki vel í stakk búin. Það má kannski álykta sem svo að sveitarfélag sem ekki fullnýtir útsvarsheimildina skorti varla fé. Ég hef sagt það áður hér í sölum borgarstjórnar að ég furða mig á afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til skattamála. Flokkurinn barðist gegn því að R- listinn hækkaði útsvarið upp í 13,03% en lækkaði það þó ekki þegar hann komst í aðstöðu til þess.

Þó komust þau til valda á miklum uppgangsárum í borgarsögunni, árið 2006 þar sem skattheimtan var góð, mikil lóðasala, fólksfjölgun, lítið atvinnuleysi og hagstætt gengi. Ef einhvertíma hefur verið grundvöllur fyrir lækkun útsvars þá var það við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 en valdaflokkurinn stóð ekki við stóru orðin þá.

Þegar allt hrundi svo í haustið 2008 og ljóst var að um mikinn tekjumissir og gríðarlega útgjaldaaukningu yrði að ræða hjá sveitarfélögunum heimilaði ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins, þeim að hækka hámarks útsvarið um 0,25%. Langflest sveitarfélög á landinu þáðu boðið en ekki Reykjavík íhaldsins. Frekar en að hækka útsvarið var niðurskurðurinn aukin. Þegar VG lagði til, við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að útsvarið yrði hækkað um 0,25% sagði þáverandi borgarstjóri, borgarfulltrúi Hanna Birna Kristjánsdóttir að það myndi hún ekki gera því að slíkt væri leið hins lata. Þessi afstaða hefur kostað borgina á 1 – 1 1/2 milljarð.

Það er gott að núverandi meirihluti skuli hækka útsvarsprósentuna en undarlegt að hann taki ekki skrefið til fulls. Nú er reyndar ekki talað um leið hins lata, nú er talað um blandaða leið, að fara bils beggja. Borgarfulltrúi Sóley Tómasdóttir hefur skýrt það mjög vel og meðal annars í ræðu sinni hér áðan að skattaleiðin er mun sanngjarnari en sú gjaldskrárhækkunarleið sem verið er að fara ef um valkosti er að ræða. Að fullnýting útsvarsheimildar við þessar aðstæður er merki um ábyrga fjármálastjórn og félagslega hugsun. Það yrði náttúrulega hjáróma að sveitarfélag sem telur sig ekki þurfa að fullnýta útsvarið færi fram á meiri skattheimtu. En það er einmitt það sem þarf.

Við sem erum kjörin af borgarbúum eigum að verja þeirra hag. Það er okkar skylda. Við eigum að þora að beina spjótum okkar að ríkisvaldinu, hvar í flokki sem við stöndum. Við eigum ekki að leggja til skerðingu á námi barna eða, fjarhagsaðstoð undir fátækramörkum nema engar aðrar leiðir séu færar. Tillaga Lilju Mósesdóttur um að skattleggja valfrjálsan séreignasparnað strax myndi færa sveitarfélögunum um 10 milljarða.

Flokksráð Vinstri græna sem haldin var í Reykjavík 19.-20. nóvember síðastliðinn ályktaði svona með leyfi forseta: „Flokksráðið leggur áherslu á að sveitarfélögum verði gert auðveldara að verja grunnþjónustu sína á tímum tekjumissis og útgjaldaauka. Ráðherrar og þingmenn flokksins eru hvattir til að beita sér fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts sem renni til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.“ Tilvitnun lýkur.

Ég vona að þingmenn okkar séu að vinna í þessu máli á milli umræðna um fjárlög því þarna er að mínu mati um sjálfsagt réttlætismál að ræða. Við erum að tala um að skattleggja dágóðan hóp hátekjufólks sem leggur ekkert að mörkum til sveitarfélaganna sem það býr í.

Í fyrra þegar ég fékk það reiknað út hverju 5% skattheimta á fjármagnstekjuskatti með sanngjörnu gólfi, skilaði varð útkoman yfir 7 milljarðar. Nokkuð sem myndi skipta sköpum í rekstri sveitarfélaganna.

Forseti borgarfulltrúar

Að mínu mati verður skorið úr því í fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga þessa árs hvort verið sé að sigla úr því sem við höfum metið hingað til sem velferðarsamfélag yfir í ölmususamfélag súpueldhúsa og matarbiðraða. Því miður virðist mér að hið síðara hafi orðið fyrir valinu. Í fjárlögum er ekki að sjá að ríkið ætli að hækka bætur en við skulum þó spyrja að leikslokum því nú á milli umræðna eru þingmenn VG að reyna að framfylgja annarri flokksráðsályktun frá því um daginn, en þar segir meðal annars, með leyfi forseta:

„ Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs, haldinn í Reykjavík 19.-20. nóvember 2010, lýsir yfir áhyggjum sínum af því ef íslenskt samfélag breytist úr því sem kalla má velferðarsamfélag í ölmususamfélag. Við svo búið má ekki standa. Það er brýnasta verkefni vinstri ríkisstjórnar, þingmanna og sveitarstjórnarfulltrúa VG að snúa þessari þróun við. Félagshyggjufólk getur ekki sætt sig við fátækt enda eru það sjálfsögð mannréttindi að allir íbúar landsins fái lifað með reisn, hafi í sig og á og þak yfir höfuðið.

Flokksráðið beinir því til sveitarstjórnarfólks og þingflokks að beita sér fyrir því að öll laun, hvort sem um er að ræða lágmarkslaun, lífeyri, framfærslustyrki eða bætur, verði færð upp fyrir lágtekjumark Hagstofu Íslands sem nú er 160.800 kr. í ráðstöfunartekjur fyrir einstakling á mánuði. Upphæðin verði endurskoðuð þegar lágmarksframfærsluviðmið liggur fyrir, en ekki er lengur hægt að láta þá sem hafa lægri tekjur gjalda þess að viðmiðið skuli ekki tilbúið. „ Tilvitnun lýkur.

Viðmið sem flokksráðið vísar til. Nokkuð sem verið hefur til umræðu í mörg ár og stjórnmálafólk lofað en alltaf heykst á, átti að liggja fyrie í desember eða svo sagði ráðherra okkur sem sóttum ráðstefnu um fátækt í Grandhótel í haust. Nú er okkur sagt að þessi útreikningur, það er að segja lágmarksframfærsluviðmið, verði ekki tilbúið fyrir áramót því verið sé að reikna eitthvað annað út.

Eigum við ekki, ágætu borgarfulltrúar að ýta á það að það komist á hreint hversu mikið fólk þarf að hafa í tekjur til þess að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Staðreyndin er sú að yfir 10% þjóðarinnar lifir á tekjum undir fátækramörkum og hlutfallið fer hækkandi á meðan tekjumunur í samfélaginu vex stöðugt eins og sjá má Gini stuðlinum. Þeir ríkustu verða ríkari á meðan fátækum fjölgar.

Forseti borgarfulltrúar

Samvinna og samráð við gerð fjárhagsáætlunar var óvenju erfið þetta haustið og vel má sjá það í bókunum minnihlutans að það var ekki til að auðvelda vinnuna að tímaáætlanir meirihlutans reyndust orðin tóm, skilaboðin óljós og ómarkviss og gögn bárust seint og illa.
Satt best að segja hef ég ekki kynnst eins slæmum vinnubörðum við gerð fjárhagsáætlunar velferðarsviðs og nú. Mér finnst þó bót í máli að borgfarstjóri skuli viðurkenna þetta, í ræðu sinni hér áðan og lofa betri vinnubrögðum á næsta ári.

Þá, hvet ég til þess að það verði skoðað sérstaklega að nú sem og á síðustu árum hefur skort yfirsýn meðal fulltrúa í fagráðum af heildarmynd fjárhagsáætlunar. Þetta heftir það sem mestu máli skiptir, umræðu um forgangsröðun á milli sviða. Í leiðarljósi meirihlutans sem kom seint og um síðir segir að það sé „forgangsverkefni að verja velferðarkerfið og þjónustu við börn og unglinga“. Þetta rímar ekki að mínu mati við áherslu borgarstjóra í gjaldskrármálum en þar eru öll sviðin, nánast með jafnmikla gjaldskrárhækkunarkröfu hvort sem um er að ræða byggingar eða börn. Þetta er eitt af því sem endurskoðun á stjórnsýslunni gæti hjálpa við að leysa.

Það liggur ekki fyrir hvort um verði að ræða fækkun starfsfólks á velferðarsviði en spurningum mínum þar um hefur ekki verið svarað. Það er hinsvegar ljóst að miðað við þann þrönga ramma sem gefin er má búast við því að á árinu 2011 verði ekki, í öllum tilvikum staðinn vörður um störfin eða ráðið inn í störf sem losna þó að þörf sé á ráðningu. Fjármagn til þess verður einfaldlega ekki til staðar.

Forseti, borgarfulltrúar

Í tillögum meirihlutans að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir talsverðum niðurskurði og samsvarandi skerðingu á þjónustu. Þetta er þá þriðja árið í röð sem skorið er niður í málaflokknum. Það má því segja að verið sé að skera inn í bein, með auknu álagi á starfsfólk sem, þar að auki hefur orðið að taka á sig launalækkanir.
Það að ekki sé verið að verðbæta á milli ára er náttúrulega niðurskurður. Á árinu er því spáð að neysluvísitalan hækki um 3% en allir vita að verðbólgan hefur verið meiri. Lækkandi húsnæðisverð hefur haft þessi áhrif á vísitöluna. Þar fyrir utan þarf velferðarsvið að mæta hækkunum á útgjöldum. Um er að ræða fjölgun stöðugilda Barnaverndar Reykjavíkur, smáhýsi á Granda, skammtímaheimili fyrir unglinga, Foldabæ, búsetuúrræði SÁÁ, ofl.

Þegar tekið er tillit til fjármuna sem, í einhverjum tilfellum hefur verið ónýttir vegna annarra þátta er fjárþörf sviðsins til að mæta þessum breytingum um 117 milljónir, samkvæmt sviðstjóra.

Á meðal tillagna til hagræðingar vegna þessa er: Lækkun almennra styrkja og þjónustusamninga, aukið hópastarf í liðveislu í stað einstaklingsliðveislu, sjálfbærara félagsstarf fyrir aldraða sem hefur í för með sér verulega fækkun stöðugilda í félagsstarfi aldraðra, lækkun á niðurgreiðslu í strætó og í sund fyrir aldraða og öryrkja, breytingar á reglum og uppbyggingu gjaldskrár í akstursþjónustu aldraðra, til sparnaðar og samþættingu næturþjónustu fyrir fatlaða á sólarhringsstarfstöðvum.

Engar beinar tillögur hafa verið lagðar fram um þetta en þær hljóta að koma í velferðarráð og þá verður náttúrulega krafan sú að haft verði samráð við hagsmunasamtök aldraðra og fatlaðra því það sér það hver sá sem skoðar þessar tillögur að þær geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar einangrun einstaklinga úr þessum hópum.

Þar að auki er það verulega varhugavert að verðbæta ekki samninga við sjúklingasamtök og áfangaheimili þriðja árið í röð og ætla nú, að skera niður fjármuni til þeirra í ofanálag. Þetta gæti, í einstökum tilfellum og hugsanlega nokkrum, riðið starfseminni að fullu. Á þessum stöðum flestum er unnið mikilvægt sjálfboðaliðastarf og það er næsta víst að kostnaður borgarinnar myndi stóraukast auk þeirra hörmunga sem af slíku gæti hlotist ef starfsemin lognaðist útaf.

Núverandi varaformaður velferðarráðs skrifaði stoltur í Fréttablaðið 24 nóvember sl grein sem ber yfirskriftina „Gleðiefnið hækkun framfærslu í Reykjavík“ Í greininni segir með leifi forseta: „Vinstri grænir aftur á móti eru afar ósáttir við að við hækkum ekki meira, við athuguðum það og urðum að hverfa frá því í bili“. Tilvitnun lýkur. Ástæðuna fyrir þessu fráhvarfi má sjá í bókun meirihlutans í velferðarráði frá 17 nóvember sl., með leifi forseta „Eins og fram kemur í greinargerð með tillögu okkar er ekki hægt að hækka ráðstöfunartekjur fólks upp að lágtekjumörkum þar sem borgin verður þá komin með á framfæri þúsundir atvinnulausra Reykvíkinga sem eru undir þessum mörkum.“ Tilvitnun lýkur

Á þessu byggja meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn það að þeir þurfi að ganga á bak kosningaloforða, samstarfsyfirlýsinga og ekki síst loforða sem finna má í bókunum frá fundum velferðarráðs í vor og sumar. Það er ekki hægt að skilja fréttatilkynningu Besta flokksins og Samfylkingarinnar um málið öðru vísi en svo að verið sé að hækka í tekjum alla notendur fjárhagsaðstoðar. Þannig hefur fréttaflutningurinn verið. Það er ekki hægt að lesa annað úr grein varaformannsins og formaður velferðarráðs segir í viðtali sem birtist á visir.is, 22 nóvember sl. með leyfi forseta: „ Við sem unnum að þessum tillögum vorum sammála um að hún (þe fjárhagsaðstoðin) var of lág og að ekki sé hægt að lifa af 125.500 krónum og ákváðum að fara upp að atvinnuleysis bótum sem nú eru 149.500. ”

Besta flokknum og Samfylkingunni hefur tekist að spinna þetta mál, vel gagnvart fjölmiðlum sem ekki hafa spurt meirihlutann í Reykjavík að því, hvers vegna auka eigi á hlutfallslega skerðingu hjóna og sambúðarfólks og hver sé yfir höfuð ástæðan fyrir skerðingunni. Rökstuðningurinn um að ekki megi fara yfir atvinnuleysisbætur dugar ekki þarna. Þeir sem eru á atvinnuleysisbótum fá ekki á sig skerðingu fyrir það að vera gift eða í sambúð. Hver er ástæðan fyrir því að ekki aðeins er verið að viðhalda þeirri skerðingu sem umræddir einstaklingar fá á sig í dag heldur á að lækka þá hlutfallslega í tekjum?

Núna er það þannig að hlutfall hjóna og sambúðafólks af grunnfjárhæðinni er 1,6. Með ákvörðun sinni er meirihlutinn, frá og með áramótum að lækka hlutfallið í 1,5. Þegar grunnfjárhæðin verður hækkuð í 149.000 kr og ef fyrri ákvörðun um skerðingu gilti ættu hjón og sambúðarfólk að vera með 238.400 kr. Eftir breytinguna verða þau með 223.500 kr. Mismunurinn er 14.900 kr. á mánuði. Meðan að hjónin á fjárhagsaðstoð fá 223.500 kr. fá atvinnulaus hjón 299 000 kr.

Og hver er ástæðan fyrir því að fjölmiðlar hafa ekki spurt meirihlutann í Reykjavík að því, hvers vegna tveir hópar sem þiggja fjárhagsaðstoð fá enga hækkun á tekjum sínum? Fólk fær ekki skertar atvinnuleysisbætur með þeim rökum að það búi hjá öðrum, beri ekki kostnað vegna húsnæðis eða búi hjá foreldri. Hver er ástæðan fyrir því að meirihlutinn ætlar ekki aðeins að viðhalda þeirri skerðingu sem umræddir hópar hafa mátt þola heldur stendur til að verðbæta ekki á milli ára eins og alltaf hefur verið gert?

Samkvæmt meirihlutanum verður „grunnfjárhæð þeirra sem búa með öðrum eða bera ekki kostnað vegna húsnæðis áfram óbreytt 125..540 kr. á mánuði.“ út næsta ár og „grunnfjárhæð fyrir einstakling sem býr hjá foreldrum verður 74.500 kr. á mánuði“ óbeitt, út næsta ár. Þessir tveir hópar telja um 280 manns samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði.Hvers vegna hafa fjölmiðlar ekki spurt meirihlutann í Reykjavík að því, hvort hann sé tilbúinn að færa fjárhagsaðstoðina að lágtekjumörkum ef ríkið hækkar atvinnuleysisbætur en það er einmitt verið að skoða núna í á milli umræðna um fjárlög?

Forseti borgarfulltrúar

Ég heyrði ekki betur en að borgarstjóri væri með breytingartillögu sem miðar að því að sinna fátækum börnum. Ekki veit ég hvort hann hafi í huga tillögu sem ég hef lengi barist fyrir og var loks samþykkt í velferðarráði um daginn en hún fjallar um greiningu á stöðu barna í fjölskyldum sem eiga í alvarlegum fjárhagsvanda og að sérstaklega verði brugðist við þeim. Ég hvet eindregið til þess að borgarstjóri og borgarfulltrúar taki þessa samþykkt alvarlega því að það var þetta sem ég upplifði í ferð minni til Helsinki að borgarfulltrúar og embættismenn þar hefðu mesta samviskubitið yfir.

Að hafa brugðist fátækum börnum í kreppunum sem riðu yfir með stuttu millibili og að þessi börn fylltu nú hóp undirmálsfólks í borgarsamfélagi Helsinki. Barnaverndarmál voru mikið til umræðu í borgarráði og borgarstjórn, síðastliðið haust eins og sjá má í fundargerðum. Þær umræður enduðu með því að fjölgað var í barnavernd Reykjavíkur um 3 stöðugildi að frumkvæði VG. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ári lögðum við til breytingartillögu um að 27 milljónum yrði varið í umrædda fjölgun starfsfólks. Sú tillaga var sett fram vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun en hún var felld. Núna er verið að hagræða fyrir þessu á sviðinu.

Þegar þetta var gert var það rætt við Barnaverndarstofu að gerð yrði óháð úttekt á barnavernd Reykjavíkur. Þegar hinsvegar var búið að fjölga um 3 stöðugildi þótti ráðlegra að bíða með að taka ákvörðun um úttektina til hausts en ég hef ekki heyrt af málinu síðan.

Við vinstri græn leggjum sérstaka áherslu á að tekið verði á málefnum barnaverndar af festu. Í bókun velferðaráðs sem lögð var fram 9. desember í fyrra segir meðal annars með leyfi forseta: „Sérstakt aðgerðateymi á Velferðarsviði fylgist náið með barnaverndartilkynningum og stöðu mála almennt hjá Barnavernd Reykjavíkur. Nú liggur fyrir að tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur hefur fjölgað um 15,7% milli janúar til október samanborið við janúar til október 2008 og tilkynnt hefur verið um 12,1% fleiri börn á sama tímabili.

Brugðist var við auknu álagi í vor með viðbótarstöðugildi. Nú er ljóst að álagið er ennþá mikið og því þykir rétt að styrkja starfsemina enn frekar. Líklegt er að á næstu árum muni tilkynningum um börn sem þurfa aðstoð barnaverndar, halda áfram að fjölga og að álag muni aukast á þennan hluta velferðarþjónustu samfélagsins.“ Tilvitnun lýkur. Það dró úr fjölguninni um tíma en nú er mér tjáð að fjölgun sé í barnaverndarmálum og sem dæmi séu fleiri börn í neyslu og aðsókn í unglingadeild SÁÁ hafi aukast seinnipartinn á þessu ári.

Ég get ekki farið frá velferðarmálunum án þess að minnast á málefni utangarðsfólks. Þar hefur margt gott verið gert á undanförnum árum en betur má ef duga skal.

Ég er ekki endilega viss um að mikið meira fjármagn þurfi í málafaflokkinn en að mínu mati er nauðsynlegt að endurskipuleggja og bjóða faglegri og nútímalegri úrræði. Meirihlutinn hælir sér af því að búið sé að opna úrræði fyrri konur í neyslu en á það er bent að þetta var þegar í fjarhagsáætlun þessa árs og ákveðið fyrir 3. Árum. Ég geri mér vonir um að þessi mál verði tekin föstum tökum á komandi ári og mun leggja mitt að mörkum.

Forseti, borgarfulltrúar

Umhverfis- og samgöngumál hafa alla jafna verið í nokkuð góðri sátt í Reykjavík á undanförnum árum. Stefna R- listans, Reykjavík í mótun og stefna Meirihlutans, sem réði megnið af síðasta kjörtímabili, Græn skref, eru nokkuð samhljóma um metnaðarfullri umhverfisstefnu í borg. Starfsfólk umhverfissviðsins og samgöngusviðs er að mínu mati afburðagott fagfólk og þetta samanlagt hefur skapað sátt um málaflokkinn. Það er þó ekki svo að fulltrúar í ráðinu séu alltaf sammála og ég gerði sérstaklega athugasemd við lokun vinnuskólans fyrir 13 ára nemendur og fækkun sumarstarfsfólks. Borgarfulltrúi Sóley tómasdóttir hefur gert starfsmannamálum ágæt skil og ég ætla ekki að endurtaka það hér.

Megin deiluefnið í ráðinu á nýju kjörtímabili hefur verið úrlausnarefni í úrgangsmálum þar sem ég tel að verið sé að skaða Sorpu. Fyrirtæki sem við eigum meiripartinn í og um leið sé verið að hygla eikaaðilum. Þessa umræðu má sjá í bókunum ráðsins en ég mun biðja um að þetta mál verði sérstaklega tekið á dagsskrá borgarstjórnar fljótlega á næsta ári.

Forseti, borgarfulltrúar

Við Vinstri græn leggjum fram nokkrar breytingartillögur sem að okkar mati eru byggðar á sanngirni sjónarmiðum. Félagar mínir, borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Líf Magneudóttir hafa talað fyrir nokkrum þeirra en ég æta nú að fjalla fyrir fjórum. Þrjár þeirra varða fjárhagsaðstoð. Þar af eru tvær lagðar fram vegna þess að um er að ræða hópa sem eru skildir eftir, það er að segja, þeir hækka ekki í tekjum á milli ára og síðan er tillaga um að hætt verði við aukna hlutfallslega skerðingu á fjárhagsaðstoð til hjóna og sambúðarfólks.

Samkvæmt tillögum sem samþykktar voru í borgarráði um daginn verður stærsti hluti þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð hækkaður verulega í tekjum um áramótin. Þó verður nokkur hópur skilinn eftir með sömu fjárhæð og ákveðin var um síðustu áramót það er að segja, sömu krónutölu. Fari sem horfir mun þetta gilda út næsta ár þrátt fyrir verulega kaupmáttarskerðingu á tímabilinu.

Og tillögurnar eru þá þessar, með leyfi forseta:
V-2 Fjárhagsaðstoð

Lagt er til að 54.milljónir kr. verði færðar á liðinn framfærslustyrk (VÞ1020) þannig að hægt verði að:

Hækka stuðul hjóna/sambúðarfólks úr 1,5 í 1,6 vegna grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar (5.5 milljónir.).

Hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklinga sem búa með öðrum og bera ekki kostnað vegna húsnæðis um 10% (42.milljónir.kr.).

Hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklinga sem búa hjá foreldrum um 10% (6.500 milljónir kr.).

Útgjaldaauki vegna þessa verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.

Ég vil síðan mæla fyrir einni breytingartillögu til. Þar er um að ræða málaflokk sem ég hef talað fyrir frá því að ég fór að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar og ég man ekki betur en að við höfum fengið samþykkta hækkun á hverju ári. Um er að ræða ferlimál fatlaðra en þangað voru samþykktar 50 miljónir í fjárhagsáætlun þessa árs eftir að breytingartillaga VG um 15 milljónir var samþykkt . Samkvæmt þeim upplýsingum sem eru í fjárhagsáætluninni verða aðeins notaðar tæpar 30 milljónir af því fé í málaflokkinn. Þetta er sennilega skýringin á því að lagt er til að fyrri árið 2011 fari að aðeins 30 milljónir í ferlimálin.

Ferlimál fatlaðra hafa verið mér hugleikin síðan ég fór að taka þátt í borgarpólitíkinni og raunar ein af meginástæðum fyrir því að ég flæktist í þetta net í upphafi. Ég gagnrýndi R-listann hart fyrir það sem ég vildi meina að væri getuleysi á þessu sviði og síðan ég komst í borgarstjórn hef ég flutt tillögur um málið í framkvæmdaráði, borgarráði og borgarstjórn.

Staðreyndin er sú að margar byggingar borgarinnar af öllu tagi eru óðaðgengilegar fötluðum. Undir þetta falla grunnskólar, leikskólar, sundlaugar, bókasöfn og svo mætti lengi telja. Þegar 100 daga meirihlutinn gerði fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 voru sett til ferlimála, utan hefðbundinna framkvæmda, 10 milljónir sem nýta skyldi til úttektar á byggingum í eigu Reykjavíkurborgar með tilliti til aðgengis. Meiningin var sú að í kjölfar úttektar og kostnaðargreiningar yrði hrint í framkvæmd áætlun til nokkurra ára, með það að markmiði að gera allt gamalt húnsæði í eigu borgarinnar aðgengilegt en nokkur ár eru síðan þessar kröfur voru gerðar til níbygginga.

Ráðnir voru til starfa sérfræðingar á sviði aðgengismála og þeir hófu vinnu sem lofaði góðu en síðan tóku nýir herrar við valdataumunum og ekki bólar á áætluninni En ég geri mér ríkar vonir um að ný ferlinefnd undir forystu borgarfulltrúa Páls Hjaltasonar taki upp þráðinn. Eftir sem áður er það ljóst að of litlu fé er varið til aðgengismála og því leggjum við til a


Category : Úr borginni

23 athugasemdir → “Ræða í borgarstjórn”


 1. charles

  5 árum síðan

  slightest@sleepless.moored” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 2. Manuel

  5 árum síðan

  polynomials@belvidere.provision” rel=”nofollow”>.…

  сэнкс за инфу!…


 3. gerard

  5 árum síðan

  yo@treece.thorn” rel=”nofollow”>.…

  спасибо….


 4. Guy

  5 árum síðan

  wasted@tualatin.customers” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!…


 5. Leo

  5 árum síðan

  merger@urethanes.trackless” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!…


 6. edwin

  5 árum síðan

  diplomat@hyperplasia.straws” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 7. micheal

  5 árum síðan

  wheezing@tapdance.chases” rel=”nofollow”>.…

  good!…


 8. lance

  5 árum síðan

  latest@truculent.fer” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî….


 9. Alexander

  5 árum síðan

  presentational@slitter.recondite” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 10. Kyle

  5 árum síðan

  territorial@miscellaneous.miffed” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 11. juan

  5 árum síðan

  mediterranean@lantern.ladder” rel=”nofollow”>.…

  thank you!!…


 12. Bob

  5 árum síðan

  footer@moving.serloin” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!!…


 13. James

  5 árum síðan

  rioters@plymouth.require” rel=”nofollow”>.…

  tnx!!…


 14. Dave

  5 árum síðan

  got@romano.photochemical” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


 15. jason

  5 árum síðan

  sir@brightly.pectoralis” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 16. ivan

  5 árum síðan

  junkers@geographically.palindromes” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 17. Barry

  5 árum síðan

  anyway@outfitted.hamiltons” rel=”nofollow”>.…

  hello!…


 18. Everett

  5 árum síðan

  alexandria@cranston.follows” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 19. gary

  5 árum síðan

  bugeyed@explosively.woodruffs” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!!…


 20. Wayne

  5 árum síðan

  buys@stretching.hiram” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 21. tony

  4 árum síðan

  laundering@combinations.concentrate” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 22. Clinton

  4 árum síðan

  oceanography@maurine.dubovskoi” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 23. Harry

  4 árum síðan

  suicides@potions.tray” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi