Orkuveitan og almenningur (2. hluti)

Orkuveitan og almenningur (2. hluti)

August 29th, 2010 // 12:03 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 22 athugasemdir

Ég ætla að halda áfram að fjalla um Orkuveituna og sérstaklega þann tíma sem ég sat þar í stjórn – enda hef ég eðli málsins samkvæmt mestar upplýsingar um þann tíma.

Ég er að lesa í fundargerðir OR og einnig fundargerðir borgarráðs en þar varð umræðan um OR stöðugt að þyngjast frá miðju ári 2009, eftir rólegri tíma að afloknu REI málinu. Það er mín skoðun að afneitun, leyndarhyggja og takmarkalaust traust á stjórnendum OR hafi komið í veg fyrir raunsætt mat og fyrirbyggjandi ráðstafanir. Þriðja júní síðastliðinn bókaði þáverandi meirihluti borgarráðs, fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks meðal annars þetta:

“Við þetta má bæta að svar stjórnenda Orkuveitunnar miðast við afkomu samkvæmt árinu 2009 en fjárhagslegur styrkur og greiðsluhæfi Orkuveitunnar hefur vaxið verulega síðan samkvæmt þriggja mánaða uppgjöri ársins 2010″ og “Stjórn og stjórnendur Orkuveitunnar hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár við að leita leiða til að hagræða í rekstri og skera niður þrátt fyrir miklar fjárfestingar. Mikill árangur hefur náðst af þessum aðgerðum sem hefur þegar skilað sér og mun skila sér enn frekari til lengri tíma og treystir borgarráð stjórnendum Orkuveitunnar til að halda áfram á sömu braut í stað þess að leggja fram hugmyndir um að velta allri fjárþörfinni yfir á almenning.”

Skömmu áður eða 6. maí bókaði ég meðal annars í borgarráði þegar lagður var fram ársreikningur OR, um leið og ég minnti enn og aftur á varnaðarorð fjármálaskrifstofu og innri endurskoðun borgarinnar varðandi það að eftirlit og eftirfylgni borgaryfirvalda hefur stöðugt verið að minnka á sama tíma og skuldir fyrirtækjanna og þá sérstaklega OR hafa aukist.:

“Það vekur athygli að í endurskoðunarskýrslu KPMG kemur fram að í miðju bankahruni á árinu 2008 var framkvæmt sérstakt endurmat á eignum OR sem jók eigið fé fyrirtækisins um rúma 40 milljarða. Upphæð sem nemur nánast öllu eigin fé fyrirtækisins í árslok 2009. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að stjórnendur bankanna hafi hækkað bókfærðar eignir, þannig að staðan sem sýnd var í bókhaldinu hafi ekki verið raunveruleg. Þar koma m.a. við sögu endurskoðendur OR, KPMG.”

Orkuverð til stóriðju
Að mínu mati á almenningur ekki að sætta sig við það að orkuverði til stóriðju, sem er langstærsti þáttur rafmagnsframleiðslunnar, sé haldið leyndu.
11. maí sl. lagði ég fram svohljóðandi tillögu í borgarráði sem tekin var til afgreiðslu 29. maí:

„Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá 11. f.m.:
Borgarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að allt orkuverð verði opinberað.“

Það er ekki hægt að segja annað en að skilaboðin hafi verið skýr:

“Borgarráð vísar tillögunni til meðferðar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur með ósk um að leitað verði eftir samþykki Norðuráls um að orkuverð verði gert opinbert.”

Það urðu tímamót í stjórn OR þegar eftirfarandi tillaga var samþykkt þar einróma 12 maí sl.:

“Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur beinir því til forstjóra að leita eftir samþykki Norðuráls fyrir því að orkuverð verði gert opinbert.”

Síðan eru liðnir rúmir þrír og hálfur mánuður og í millitíðinni hefur meirihluti OR hækkað orkuverð til almennings um 28% en engin verðhækkun nær til stóriðjunnar sem þó fær megnið af rafmagninu.

Þessi staða er óþolandi og mín skoðun er sú að hafi Norðurál ekki svarað erindinu eða neitað að verða við því átti Orkuveitan að gera það opinbert og bíða með allar verðhækkanir þar til málið yrði leyst. Það er í það minnsta ekki seinna vænna en að bregðast við tilmælum borgarráðs.

Uppskipting OR
26. október í fyrra lagði ég fram eftirfarandi tillögu í borgarráði:

“Borgarráð samþykkir að fara þess á leit við ríkisstjórn og iðnaðarráðherra að gefinn verði þriggja ára frestur á áformaðri uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt verði lagaákvæði hvað þetta vaðar endurskoðuð.”

Tillögunni var vísað til umsagnar stjórnar OR og var þar tekin á dagsskrá 4. desember. Formaður stjórnarinnar, Guðlaugur Sverrisson lagði fram eftirfarandi tillögu að umsögn stjórnar:

“Sameiginleg nefnd eigenda Orkuveitu Reykjavíkur hefur skilað eigendum tillögum um uppskiptingu fyrirtækisins. Samstaða var um tillögurnar. Við gerð þeirra var haft að leiðarljósi að kostnaði við uppskiptinguna yrði haldið í lágmarki og samþykkt þeirra mun ekki hafa áhrif á eiginfjárstöðu Orkuveitu Reykjavíkur né stöðu fyrirtækisins gagnvart lánadrottnum. Því telur stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ekki ástæðu til að fresta því að til uppskiptingar komi um áramót.”

Á hinn bóginn lagði ég fram þessa tillögu að umsögn stjórnar:

“Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur telur brýnt að eigendur OR fari þess á leit við ríkisstjórnina og iðnaðarráðherra að gefinn verði þriggja ára frestur á áformaðri uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur og lagaákvæði hvað þetta varðar verði endurskoðuð. Fjárhagsleg staða Orkuveitunnar er þessa stundina veik og eiginfjárstaðan komin niður fyrir 14%. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður en fordæmalausar aðstæður Íslands og gríðarleg veiking krónunnar vega þungt. Uppskiptingin er ekki aðeins kostnaðarsöm heldur mun hún setja lánasamninga við erlenda lánadrottna í uppnám.”

Þegar raforkutilskipun ESB var innleidd á evrópska efnahagssvæðinu árið 1997 (sem öðlaðist gildi á Íslandi með raforkulögunum 2003) voru forsvarsmenn flestra raforkufyrirtækja landsins því andvígir og á alþingi var tilskipuninni andæft af fjölmörgum þingmönnum. Síðar viðurkenndu ýmsir þingmenn úr stjórnarmeirihluta að misráðið hefði verið að sækja ekki um undanþágu fyrir Ísland, enda ljóst að Ísland er ekki hluti af sameiginlegum innri raforkumarkaði Evrópu vegna legu landsins.

Uppskiptingu orkufyrirtækja hefur verið frestað í öðrum löndum án vandræða og því eðlilegt að hérlendis endurskoðum við málið í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem nú dynja á þjóðinni. 

Röksemdir fulltrúa raforkugeirans gegn uppskiptingu orkufyrirtækjanna samkvæmt tilskipun ESB komu opinberlega fram, meðal annars í fjölmiðlum í febrúar 2006. Þær voru af tvennum toga.

Breytingarnar eru óhagkvæmar. Samlegðaráhrif margvísleg glötuðust með skipulagsbreytingunum
Breytingarnar eru dýrar og myndu leiða til aukins kostnaðar fyrir raforkukaupendur.
Menn höfðu með öðrum orðum miklar efasemdir um meint hagræði af uppskiptingunni og þeim ávinningi sem markaðsvæðing raforkugeirans átti að leiða til. Að þessu sögðu er ljóst að kjörnir fulltrúar og starfsfólk OR þurfa fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins í núverandi mynd í stað þess að fara út í umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem koma til með að verða dýrar og óhagkvæmar til lengri og skemmri tíma.

Eins og við mátti búast var tillaga formanns samþykkt gegns mínu atkvæði en fulltrúi Samfylkingar sat hjá. 

Þá bókaði ég :

“Þegar borgarráð fór þess á leit við stjórn OR að hún veitti umsögn um fram komna tillögu um frestun á uppskiptingu OR var það gert til þess að fá álit stjórnarinnar á kostum þessa eða göllum”.

Í umsögn sinni segir meirihlutinn það ljóst að “frestun á uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur sé fyrirtækinu ekki til hagsbóta,”

Þetta er rökstutt með því að aðrir aðilar á orkumarkaði geti mótmælt frestuninni, kostnaðurinn við hana sé óverulegur og “bærilega hafi til tekist” í samningagerð í nýlegum samningum við evrópska fjárfestingarbankann.

Að öðru leyti fjallar umsögn meirihlutans ekki um beiðni borgarráðs heldur er miklu púðri eitt í vinnu á vegum OR sem farið hefur fram til að framfylgja ákvæði laganna um uppskiptingu orkufyrirtækja. Vangaveltur um andstöðu annarra orkufyrirtækja eru undarlegar frá fólki sem fyrst og fremst á að gæta hagsmuna OR.

Enn undarlegri er fullyrðing meirihlutans um að kostnaðurinn við uppskiptinguna verði óverulegur á sama tíma og það er talið geta orðið kostnaðarsamt, verði henni frestað. Þá vakna upp spurningar um hvað meirihlutanum gengur til þegar ekki er minnst á augljósan kostnaðarauka sem hlýtur að myndast vegna nýrrar stjórnar dótturfyrirtækis og sérstakrar uppbyggingar vegna þess.

Mér til mikillar ánægju tók ríkisstjórnin síðan af skarið á ögurstundu og frestaði uppskiptingu Orkuveitunnar um eitt ár en það var svo sannarlega ekki meirihluta stjórnar OR að þakka.

15. febrúar var málið svo á dagsskrá að undangengnu þrasi á stjórnarfundinum áður, en þá fór meirihlutinn að skýra breytinguna með skorti á skattalegu hagræði, nokkuð sem aldrei hafði verið rætt áður eins og sést hér að framan.

Ég kaus að líta fram hjá því en við sameinuðumst um eftirfarandi bókun.

“Lögð fram á ný tillaga formanns, dags. 21.01.2010, ásamt tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar, lagðri fram á fundi stjórnar 12.02. 2010. 
Tillögurnar sameinaðar með svohljóðandi bókun, sem stjórn samþykkti einróma: 
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þ. 15. maí 2009 að fara þess á leit við eigendur að þeir skipuðu starfshóp til að undirbúa uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við kröfur 14. gr. raforkulaga.

Eigendur skipuðu í framhaldinu fulltrúa í hópinn, t.a.m. borgarráð á fundi sínum þ. 4. júní. Stýrihópurinn skilaði tillögum sínum um uppskiptingu með skýrslu í október 2009. Með lögum nr. 142/2009 var frestur til að ganga frá uppskiptingu fyrirtækisins framlengdur um eitt ár, til 1. janúar 2011, þar sem ekki hafði verið gengið frá nauðsynlegum lagabreytingum til að koma í veg fyrir skattalegt óhagræði af uppskiptingunni innan upphaflegs frests.

Fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs í stjórn OR hefur flutt tillögu í stjórninni þess efnis að eigendur OR fari þess á leit við ríkisstjórnina og iðnaðarráðherra að sótt verði um undanþágu fyrir Ísland hvað varðar raforkutilskipun ESB. 
Nauðsynlegt er, áður en uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur fer fram, að lögum um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 139/2001 verði breytt svo forðast megi skattalegt óhagræði OR við uppskiptingu. 
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggur áherslu á að:

1. eigendur kanni vilja stjórnvalda til þeirra breytinga á raforkulögum, sem tillaga fulltrúa VG felur í sér.

2. eigendur taki afstöðu til fyrirkomulags uppskiptingar þegar ný lög um Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið afgreidd frá Alþingi.

3. sá ársfrestur sem Alþingi veitti til uppskiptingarinnar verði nýttur til að vanda sem best til alls undirbúnings aðskilnaðar sérleyfis- og samkeppnisrekstursins.

4. undirbúningi uppskiptingar Orkuveitu Reykjavíkur verði haldið áfram.”

Að mínu mati var undirbúningi að uppskiptingu OR að mestu lokið um síðustu áramót (í það minnsta að mati eigendanefndarinnar) og það sem skipti máli væri það að stjórnin hvetti eigendur til þess að “fara þess á leit við ríkisstjórnina og iðnaðarráðherra að sótt verði um undanþágu fyrir Ísland hvað varðar raforkutilskipun ESB.”

Nú er liðið á haust og aðeins 4 mánuðir eftir af frestinum sem ríkisstjórnin gaf. Reyndar hefur ríkisstjórnin gefið út í tengslum við Magmadeiluna að undið skuli ofan af einkavæðingarferlinum. Mikilvægur þáttur í einkavæðingarferli orkugeirans var einmitt stiginn þegar raforkutilskipun ESB um uppskiptingu orkufyrirtækja öðlaðist gildi á Íslandi með raforkulögunum 2003 og markaðsvæðing þessara almannafyrirtækja hófst.

Eigendum Orkuveitunnar er það skylt, nú þegar haustþingið er að hefjast að óska eftir því að lögunum verði breytt, þó ekki væri nema vegna þess að uppskiptingin er ekki aðeins kostnaðarsöm heldur mun hún setja lánasamninga við erlenda lánadrottna í uppnám á versta tíma.


Category : Greinar

22 athugasemdir → “Orkuveitan og almenningur (2. hluti)”


 1. willard

  5 árum síðan

  polemics@roaring.foal” rel=”nofollow”>.…

  thank you!!…


 2. Dan

  5 árum síðan

  sympathizing@stag.dog” rel=”nofollow”>.…

  спс….


 3. jeremy

  5 árum síðan

  heeled@breathtaking.quakes” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 4. virgil

  5 árum síðan

  animation@stood.awhile” rel=”nofollow”>.…

  good info….


 5. oscar

  5 árum síðan

  competitive@punic.routines” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 6. Karl

  5 árum síðan

  vegetarian@ordinator.conflicts” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 7. Henry

  5 árum síðan

  meats@tyrosine.galvanism” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!!…


 8. Paul

  5 árum síðan

  bucky@owes.besieging” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 9. Angel

  5 árum síðan

  farmwifes@leakage.ferreted” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


 10. Mario

  5 árum síðan

  polytechnic@shrill.hail” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 11. Matt

  5 árum síðan

  oxide@approvingly.paw” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!!…


 12. lynn

  5 árum síðan

  striving@creature.untch” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 13. donald

  5 árum síðan

  nodded@westinghouse.hyperbole” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 14. Kenneth

  5 árum síðan

  legislator@anyones.etv” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 15. felix

  5 árum síðan

  armide@modern.poly” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 16. warren

  5 árum síðan

  ramming@thework.students” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 17. marion

  5 árum síðan

  concept@ormoc.inks” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 18. Anthony

  5 árum síðan

  cause@theodosian.assumptions” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ….


 19. Guy

  5 árum síðan

  disciplining@inwardness.danish” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information!…


 20. edward

  5 árum síðan

  plays@sporadic.aventino” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!!…


 21. lynn

  5 árum síðan

  physician@installations.tallow” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


 22. richard

  5 árum síðan

  suvorovs@correlations.occupancy” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi