Orkuveitan og almenningur (1.hluti)

Orkuveitan og almenningur (1.hluti)

August 27th, 2010 // 9:40 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 34 athugasemdir

Meirihlutinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og þar með meirihlutinn í Reykjavík hafa tekið af skarið – 28% hækkun að jafnaði til notenda sinna. Jafnframt á að fara í miklar hagræðingaraðgerðir en hinsvegar er óljóst í hverju þær muni felast. Einnig er rætt um sölu eigna og þar á meðal hlut OR í Landsneti og HS veitum. Þrátt fyrir þetta er látið í það skína  að meira þurfi til, til að bjarga fyrirtækinu frá greiðsluþroti. Nú ríður á að almenningur verði á vaktinni því í þessum efnum er ekki allt sem sýnist og hætta er á því að nú sjái þeir sem af því hafa hag spunatækifæri til þess að koma almenningi á þá skoðun að nauðsynlegt sé að selja þann virkjanarétt sem eftir er á Hellisheiði til einkaaðila.Hvernig var hægt að setja veitufyrirtæki borgarinnar  í 240 milljarða skuld?  Veitufyrirtæki borgarinnar voru vel stödd fjárhagslega áður en þau voru sameinuð. Sumir töluðu um gullmola. Um aldamótin var þeim dembt saman í eitt og úr varð Orkuveita Reykjavíkur. Í anda þess sem þá þótti nútímalegt fékk fyrirtækið mikið sjálfstæði og sett í hóp þeirra almannafyrirtækja sem farið var að kalla B-hluta fyrirtæki. Um 2002 stóð til að háeffa OR en VG sem þá var að ganga í R-listann náði að stoppa það með þeim rökum að um væri að ræða einkavæðingarvegferð í anda þess sem alltaf fylgdi hlutafélagavæðingu almannafyrirtækja. 
 


Stjórnendur Orkuveitunnar héldu sínu striki og bruðlið hófst. Fasteignir veitufyrirtækjanna voru seldar og hafist handa við byggingu risa byggingar í Árbænum. Upphaflegar áætlanir byggðu á því að söluverð veitufyrirtækjanna dygði fyrir nýja húsinu en þegar upp var staðið fór kostnaðurinn langt fram úr áætlun, enda verið að byggja höll sem er vægast sagt illa nýtanleg. Um svipað leiti voru lagðir miklir fjármunir til að gera upp Stöðvastjórahúsið við Elliðaárnar sem síðan hefur verið notað fyrir yfirstjórnendur og boðsgesti þeirra, oft kjörna fulltrúa sem ógjarnan hafa mætt þangað og þegið góðar veitingar. Útþenslustefnan hófst, keyptar veitur annarra sveitarfélaga, farið að virkja á Hellisheiði og gerð stórinnkaup á japönskum túrbínum sem hver fyrir sig kosta 5 miljarða (í dag liggja þrjár þeirra ennþá ónotaðar) og fjármögnun öll á erlendum lánum.

Ég var varamaður Svandísar Svavarsdóttur í stjórn OR á síðasta kjörtímabili og kom inn sem aðalmaður í júlí í fyrra. Fljótlega eftir að ég kom inn í stjórnina varð mér ljóst að það væri ekki allt með felldu. Ég viðraði áhyggjur mínar í borgarráði og  27. ágúst 2009 lagði ég fram eftirfarandi tillögu:

„Borgarráð felur fjármálaskrifstofu borgarinnar að nálgast árshlutareikning Orkuveitu Reykjavíkur og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til glöggvunar fyrir borgarráð með tilliti til áhættu af fjárfestingaráformum OR fyrir A-hluta borgarsjóðs. Fjármálaskrifstofu er jafnframt falið að gera tillögur til ráðsins um gerð áhættumats þeirra þátta OR sem hugsanlega geta ógnað fjárhagslegu öryggi borgarinnar.“

Meirihlutinn treysti sér ekki til að afgreiða tillöguna fyrr en 15. október og þá til að hafna henni og við það tækifæri bókaði ég:

„Tillaga Vinstri grænna um möguleika á áhættumati ákveðinna þátta Orkuveitu Reykjavíkur hefur hvað eftir annað verið sett á dagskrá borgarráðs og jafnharðan tekin af henni aftur. Nú þegar tillagan fæst loksins afgreidd er það gert til að vísa henni frá. Þessi vandræðagangur meirihlutans er til marks um óöryggi þegar kemur að málefnum Orkuveitunnar. Skuldir OR eru á þriðja hundrað milljarða króna og í þessari stöðu er sú spurning áleitin hvort ekki sé rétt að hægja á fjárfestingum eða jafnvel stöðva þær um tíma á meðan fyrirtækið er að ná betra jafnvægi. Til þess að borgarráðsfulltrúar geti tekið upplýsta umræðu um þetta þurfa þeir að hafa í höndum úttekt eða áhættumat og í ljósi aðstæðna væri eðlilegt að fjármálaskrifstofa borgarinnar framkvæmdi það en hún hefur lýst áhyggjum sínum af því að B-hluta fyrirtækin hafi stöðugt fjarlægst borgina. Úr því sem komið er, er það hins vegar von borgarráðsfulltrúa VG að umræðan verði til þess að borgarfulltrúar verði betur upplýstir um stöðu Orkuveitu Reykjavíkur.“

Meirihlutinn sagði að áhættumat væri óþarft þar sem fjármálaskrifstofan væri að fylgjast vel með OR. Þetta var langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt því bæði Fjármálaskrifstofan og Innri endurskoðun borgarinnar höfðu um langan tíma lýst opinberlega yfir áhyggjum sínum vegna þess hversu erfitt væri að hafa eftirlit með B-hluta fyrirtækjunum. Þannig bókaði ég skömmu áður, í borgarráði þegar ársreikningur fyrir 2008 var lagður fram 18. júní í fyrra:

“ Í umfjöllun um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2008 vakti fjármálaskrifstofa borgarinnar sérstaka athygli á því að B-hluta fyrirtækin hafi flest fjarlægst borgarráð og stjórnsýslu borgarinnar hratt. Skrifstofan heldur því jafnframt fram að innsýn í rekstur og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna fari dvínandi. Borgin ber hinsvegar beina eða óbeina ábyrgð á fyrirtækjunum. Undir þetta tekur innri endurskoðun sem benti á það strax 2003 að B-hluta fyrirtækin væru að fjarlægjast borgina ár frá ári. Þetta eru að mati borgarráðsfulltrúa VG varnaðarorð sem verður að taka alvarlega nú þegar fjárhagsvandi sumra B-hluta fyrirtækja er slíkur að hann gæti stefnt borginni í voða. Því má velta fyrir sér hvort staða þessara fyrirtækja væri jafn slæm og raun ber vitni, ef borgarráð hefði verið betur inni í rekstri þeirra. Það er því nauðsynlegt að endurskoða samband borgarinnar og B-hluta fyrirtækjanna og taka nú þegar til framkvæmdar eigendastefnu borgarstjórnar er varðar aðkomu innri endurskoðunar að eftirliti með öllum B-hluta félögum þar sem borgin á 50#PR eða meira og legið hefur fyrir í tæp 2 ár.“

Það var síðan ekki fyrr en um áramót að fjármálaskrifstofan kom með áhættumat sem að vísu fjallaði aðeins um þetta ár og sýndi að til þess að standast áhættu af greiðsluþroti OR á þessu ári þyrfti borgin að eiga tilbúna í reiðufé um 10 milljarða.

Þegar líða tók á haustið 2009 fór ég að spyrja skriflegra spurninga sem vörðuðu reikninga félagsins og sjóðstreymið, þ.e. möguleika OR til að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum. Svörin sem ég fékk voru þess eðlis að mér þótti verið að snúa út úr. Ég hélt því áfram að spyrja en fékk aldrei fullnægjandi svör við því hvernig fyrirtækið gæti staðið við skuldbindingar sínar með þeim þeim tekjum sem áætlaðar voru. Á sama hátt mótmælti ég lántökum og áframhaldandi orkusölusamningnum til Norðuráls. Þannig bókaði ég til að mynda á stjórnarfundi OR 4. des í fyrra:

„Lögð var fram tillaga á þessum fundi um að Orkuveitan framlengi ekki orkusölusamning fyrirtækisins við Norðurál Helguvík ehf. en hún var ekki tekin á dagsskrá heldur ákvað meirihlutinn að halda uppteknum hætti í þjónkun sinni við þungaiðnaðinn á Íslandi. Gildandi samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls Helguvíkur ehf. er runninn út. Því er nú um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta alla orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til langrar framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs á svæðinu. Á það hefur verið bent og nú síðast í greiningu frá ARION banka, að staða Orkuveitunnar er veik, eiginfjárstaðan um 13% og verulega varasamt er að fara í frekari fjárfestingar að sinni. Í stað þess að taka mark á ítrekuðum viðvörunum ætlar meirihluti OR að setja undir sig hausinn og halda áfram á þeirri vegferð að festa OR í samningum við álver sem ekki hefur verið fjármagnað, með virkjunum sem ekki hafa verið fjármagnaðar og með gjaldskrá til álvera sem er helmingi lægri en öðrum bjóðist, þar á meðal garðyrkjubændum.“

Hér ætla ég að láta staðar numið að sinni en mun halda áfram að reifa málið og ýmsar hliðar þess á næstu dögum.


Category : Vefgreinar

34 athugasemdir → “Orkuveitan og almenningur (1.hluti)”


 1. Troy

  5 árum síðan

  tonio@sawdust.surrendered” rel=”nofollow”>.…

  tnx!!…


 2. Stephen

  5 árum síðan

  trusted@pillspot.com” rel=”nofollow”>.…

  good….


 3. casey

  5 árum síðan

  decorticated@pops.cycly” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 4. walter

  5 árum síðan

  images@tumbles.eli” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 5. Kurt

  5 árum síðan

  sanitarium@projected.ascertained” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 6. Gregory

  5 árum síðan

  touching@acquittal.awfulness” rel=”nofollow”>.…

  hello!…


 7. ricardo

  5 árum síðan

  analysts@arroyo.isolationistic” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó….


 8. shane

  5 árum síðan

  weuns@conceivably.geologist” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!…


 9. Alejandro

  5 árum síðan

  synthesize@corpse.inherit” rel=”nofollow”>.…

  hello!…


 10. Ben

  5 árum síðan

  nightfall@variation.ter” rel=”nofollow”>.…

  good….


 11. evan

  5 árum síðan

  monsieur@suicides.vecchio” rel=”nofollow”>.…

  tnx!!…


 12. Virgil

  5 árum síðan

  harlan@twenties.ordained” rel=”nofollow”>.…

  thank you!!…


 13. alfonso

  5 árum síðan

  demage@hawkers.tonsil” rel=”nofollow”>.…

  good….


 14. Eduardo

  5 árum síðan

  measures@scimitar.recitative” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 15. willard

  5 árum síðan

  plane@shippin.irresponsibility” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!…


 16. Maurice

  5 árum síðan

  possum@ts.stoves” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 17. orlando

  5 árum síðan

  hess@sheriff.assail” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!…


 18. Julio

  5 árum síðan

  intertwined@chalky.coated” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 19. Alfonso

  5 árum síðan

  overwhelmingly@martian.assigns” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 20. Lloyd

  5 árum síðan

  unpredictably@sorrel.ambushed” rel=”nofollow”>.…

  thank you….


 21. Jeffery

  5 árum síðan

  electroshocks@milenoff.babel” rel=”nofollow”>.…

  thanks!!…


 22. Michael

  5 árum síðan

  frosts@unrolled.babbled” rel=”nofollow”>.…

  thanks!!…


 23. todd

  5 árum síðan

  donning@mack.teamster” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 24. Julian

  5 árum síðan

  tinkling@threading.canes” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 25. Brian

  5 árum síðan

  armpits@roads.legendary” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 26. Ben

  5 árum síðan

  reunion@mash.unqualified” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 27. tyler

  5 árum síðan

  actors@towards.abides” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!…


 28. Donald

  5 árum síðan

  vermonts@rabat.dividends” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 29. Lewis

  5 árum síðan

  modified@diversified.catching” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 30. Alfred

  5 árum síðan

  jolliffe@anniversary.manor” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!!…


 31. Bob

  5 árum síðan

  agrobacterium@tonic.jobandnon” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!…


 32. Gerald

  5 árum síðan

  filtering@stairway.operators” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 33. Hubert

  5 árum síðan

  vow@angling.fervently” rel=”nofollow”>.…

  hello!…


 34. Bill

  5 árum síðan

  catalogues@thompson.nude” rel=”nofollow”>.…

  tnx!…


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi