Kominn tími til breytinga

Kominn tími til breytinga

August 22nd, 2010 // 9:41 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 38 athugasemdir

Greinin birtist upphaflega 21. ágúst í Reykjavík vikublað. Þau mistök voru gerð í blaðinu að ég var titlaður borgarfulltrúi. Hið rétta er að ég er varaborgarfulltrúi og fulltrúi í velferðarráði.

Þegar hjálparstofnanir fóru í frí í sumar og fjölmargir úr röðum fátækra Íslendinga sáu fram á enn meiri skort höfðu fjölmiðlar samband við opinbera aðila. Borgarstjórinn í Reykjavík hafði ekki kynnt sér málið og hann hefur ekki tjáð sig um það síðan. Fyrstu viðbrögð formanns velferðarráðs voru þau að borgin myndi ekki bregðast við þessum vanda og lét formaðurinn hafa það eftir sér að „fólk hafi síðasta sumar forgangsraðað á annan hátt, jafnvel ekki greitt allt sem það eigi að greiða“. Félagsmálaráðherra sagði að sveitarfélögin ættu að bregðast við vandanum en axlaði sjálfur ekki ábyrgð gagnvart sínum skjólstæðingum, öryrkjum, öldruðum og atvinnulausum. Um síðir og eftir brýningu brást Reykjavíkurborg við gagnvart þeim sem hún hefur lögboðnar skyldur við með því að veita sérstakan sumarstyrk.

Ríkisstjórnin brugðist
Ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju hefur brugðist þessu fólki hrapalega. Atvinnuleysisbætur hafa staðið í sömu krónutölu í tæp tvö ár og húsaleigubætur lengur. Á sama tíma hækkar húsaleiga Félagsbústaða samkvæmt vísitölu á þriggja mánaða fresti og kaupmáttur launa lækkar stöðugt, sérstaklega hjá því fólki sem er skuldum vafið eða þarf að borga háa húsaleigu eða lyfja- og lækniskostnað. Ríkisstjórnin hefur meira að segja farið í sérstakar aðgerðir til að lækka laun aldraðra og örorkulífeyrisþega, hún skattleggur laun undir fátækramörkum og það hefur komið í ljós að þegar Reykjavíkurborg hljóp undir bagga með fátækum í sumar var sá styrkur skattlagður þó svo matargjafir hjálparstofnana væru það ekki. Fátækir verða stöðugt fátækari og þeim dögum fjölgar sem margir þeirra eiga ekki fyrir nauðþurftum fram að mánaðamótum.

Fáir málsvarar
Fátækir eiga sér fáa málsvara. Sjálfir hafa fátækir ekki myndað með sér samtök. Fyrr á tímum átti fátækt fólk bakhjarl í verkalýðshreyfingunni. Þar átti tekjulítið fólk vettvang til að heyja baráttu sína og naut stuðnings þeirra sem voru ívið betur settir. Þarna varð til brennandi barátta fyrir réttlæti. Í krafti samtakamáttarins, innleiddi verkalýðshreyfingin í samstarfi við pólitísk öfl, mestu félagslegu umbætur Íslandsögunnar. En það gerðist ekki átakalaust. Menn sultu frekar en að gefa eftir í verkföllum. Samtakamátturinn þjappaði fólki saman og stéttvísin jókst. Þannig tókst fátæku fólki á fyrri hluta 20. aldarinnar að koma á mun réttlátara samfélagi, þar sem verkfallsrétturinn var viðurkenndur, samið um lífeyrissjóði, lög voru sett um stéttarfélög og vinnudeilur, lagmarksvinnutíma, sjúkratryggingar og laun hækkuð.

Starfandi og óvirkir
Máttur verkalýðshreyfingarinnar er ekki lengur fólginn í fjölda baráttuglaðra félaga. Alþýðusambandið hefur í raun skipst upp í starfandi forystu og óvirkan fjölda. Það sem verra er: Ekki verður betur séð en að þannig vilji forystan hafa þetta. Áhuginn er fremur fólginn í umsýslu sjóða og samvinnu við forystumenn atvinnurekenda og ríkisstjórn en launa- og réttindabaráttu. DV sagði frá því fyrir stuttu að nokkrir helstu forystumenn sambandsins væru með um og yfir milljón í laun á mánuði. Launin langt umfram það sem félagsmennirnir hafa og áhugasviðið sjóðir og umsýsla. Auðvitað á þetta ekki við um alla sem eru í forsvari fyrir verkalýðshreyfinguna. En doðinn á hins vegar við um þau flest. Eða hefur hin starfandi forysta barist af hörku fyrir því að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, sem er 125 þúsund kr. á mánuði til einstaklings eða atvinnuleysisbætur sem eru um 150 þúsund kr. á mánuði, verði hækkuð? Nei, það hefur hún ekki gert. Hvað þá tekið upp viðræður um að bæta hag leigjenda með vísitölubindingu húsaleigubóta eða með því að koma á fót lífsnauðsynlegu félagslegu leigu- og kaupleigukerfi í stað einkaeignakerfis húsnæðismarkaðarins sem hrundi.

Fátækramörk
Hver er ástæðan fyrir því að ASÍ hefur ekki krafist útreikninga á fátækramörkum? Hún skyldi þó ekki vera sú að lægstu umsamin laun yrðu án efa undir þeim mörkum? Í umsömdum láglaunatöxtum er fólginn vandi þeirra sem vilja hækka fjárhagsaðstoð og atvinnuleysisbætur. Launagólfið, sem verkalýðshreyfingin hefur samið um og atvinnurekendur nýta sér í stórauknum mæli, er rétt fyrir ofan bæturnar. Sú spurning er því áleitin hvort verkalýðshreyfingin sé meðsek og meðvirk í að viðhalda fátækt á Íslandi. Þetta eru þung orð. En það er þungbært að eiga ekki fyrir nauðþurftum. Það skilja þau greinilega ekki sem hafa allt til alls, keyra á milli sjóðstjórnarfunda á glæsikerrum með milljón á mánuði í laun. Það er kominn tími á breytingar. Ef verkalýðshreyfingin ætlar að eiga framtíðina fyrir sér verður hún að breyta áherslum sínum. Hún þarf þá að byrja á sjálfri sér. Það þarf ríkisstjórnin að gera líka. Hún hvorki lifir, né getur hún kallað sig velferðarstjórn ef hún stokkar ekki upp í eigin ranni.

—-

Viðbót 22.8.10 kl: 20.43

Guðmundur Gunnarsson svarar grein minni á Eyjublogginu. Ég reyndi að setja inn athugasemd á síðuna hans en fékk villu þannig að ég er ekki viss um að hún skili sér. Ég set hana því inn hér að neðan.

Sæll Guðmundur

Greinin sem þú vitnar í er nú kominn á Eyjubloggið mitt (http://blog.eyjan.is/thorleifur/2010/08/22/kominn-timi-til-breytinga/) og ég hvet lesendur þína að lesa hana því satt best að segja finnst mér og að þú sért að vitna í einhverja aðra grein.

Ég vil leiðrétta ákveðnar staðreyndavillur sem fram koma í blogginu þínu.

Svo því sé haldið til haga þá er ekki rétt að ég kynni mig sem oddvita VG í umræddri grein. Blaðið gerir hinsvegar þau mistök að kynna mig sem borgarfulltrúa en þegar ég sendi greinina undirritaði ég hana : „Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi og fulltrúi í velferðarráði.“

Þú segir að ég „veitist að starfsmönnum stéttarfélaga með rakalausum dylgjum og rógburði.“ Og bendir á að DV hafi farið með rangt mál hvað laun þin varðar. Þessu er til að svara að þær upplýsingar fóru ekki fram hjá mér en eftir sem áður stend ég við þá fullyrðingu að „nokkrir helstu forystumenn sambandsins væru með um og yfir milljón í laun á mánuði“ og þá er ég að tala um heildarlaun (með fríðindum) en ekki úttekt á séreignarsparnaði.

Þú segir í greininni að ég dylgi ég um að verkalýðsforingjar séu á „ mála hjá einhverjum fyrirtækjum“ og sakar mig því um „ ómerkilega rógburð“. Þetta er ekki rétt og hvergi má í minni grein finna slíkar dylgjur. Það var a.m.k. ekki ætlunin.

Þú segir að ég tali um ASÍ eins og það sé stéttarfélag og „ASÍ er sameiginleg skrifstofa sem stéttarfélög á almennum markaði reka“. Í greininni tala ég aldrei um að ASÍ sé eitt stéttarfélag en að halda því fram að aðeins sé um að ræða skrifstofu er mikil einföldun. Á heimasíðu ASÍ segir: „ ASÍ er samband landssambanda og landsfélaga með beina aðild. Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum ársfunda sambandsins. Árlega koma saman 290 kjörnir fulltrúar launafólks af öllu landinu, en hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa óháð stærð. Á fundinum er stefna heildarsamtakanna mótuð og þeim valin forysta.“

Þú segir að ég sé „maður sem ekki er þátttakandi í stéttarfélagi og veit ekkert um hvað hann er að skrifa.“ Um þetta er það að segja að ég er ekki þáttakandi í stéttarfélagi eins og er. Ég byrjaði hins vegar ungur að vinna og var strax um 17 ára aldur virkur á félagsfundum Dagsbrúnar, í iðnnemafélaginu og síðan sveinafélaginu mínu. Ég varð síðan virkur í meistarafélaginu mínu og var formaður þar um tíma. Ég var einnig einn þeirra sem endurreisti Meistarasamband byggingamanna og sat þar í fyrstu stjórn. Í störfum mínum með meistarafélaginu mínu og meistarasambandinu lagði ég áherslu á að hækka þyrfti lægstu laun. Ég benti á hættuna af því að þó svo Íslendingar væru á þeim tíma háttlaunaðir þá gæti það breyst hratt og svo hitt að óprúttnir verktakar stunduðu þann leik að ráða erlenda „fagmenn“ á lágmarkstöxtum.

Þú segir að ég ráðist „að stéttarfélögunum til þess að draga athyglina frá eigin getuleysi“ að ég sé dæmi um „lélega stjórnmálamenn sem ríghalda í það efnahagskerfi sem Ísland hefur, þar sem þeir leiðrétta efnahagsleg mistök með því að fella krónuna“ Þú segir að ég og „hinir stjórnmálamennirnir berum ábyrgð á því að „nú erum við á svipuðum slóðum með kaupmátt og við vorum fyrir 15 árum.” Viltu vera svo vænn að rökstyðja þetta þegar kemur að mínum störfum í stjórnmálum?

Eftir sem áður stend ég við grein mína sem nú er kominn á netið en þeir sem hana lesa sjá að þar er ég fyrst og fremst að gagnrýna ríkisstjórnina og kjörna fulltrúa fyrir að bregðast fátækum og svo verkalýðshreyfinguna fyrir að styðja ekki við bakið á þeim. Ennfremur að samið sé um svo lá laun að þau eru fyrir neðan fátækramörk og hömlun hækkun atvinnuleysisbóta og fjárhagsaðstoðar.

Með kveðju,
Þorleifur Gunnlaugsson


Category : Vefgreinar

38 athugasemdir → “Kominn tími til breytinga”


 1. eduardo

  5 árum síðan

  baggy@embarrassingly.swallow” rel=”nofollow”>.…

  good info!…


 2. Elmer

  5 árum síðan

  streams@readiness.circonscriptions” rel=”nofollow”>.…

  спс за инфу….


 3. Cory

  5 árum síðan

  observers@pomham.reversing” rel=”nofollow”>.…

  благодарствую!!…


 4. Alan

  5 árum síðan

  peeked@bads.stopped” rel=”nofollow”>.…

  сэнкс за инфу….


 5. Jay

  5 árum síðan

  trusted@pillspot.com” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 6. bernard

  5 árum síðan

  dance@fallow.phonemics” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 7. mathew

  5 árum síðan

  lilacs@reichenberg.commodore” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


 8. John

  5 árum síðan

  hermetic@bryans.agricultures” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 9. gene

  5 árum síðan

  hand@commonest.thyronine” rel=”nofollow”>.…

  thanks!!…


 10. robert

  5 árum síðan

  becomin@cornfield.boyish” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!!…


 11. Ronnie

  5 árum síðan

  russian@finishing.discourses” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 12. Alan

  5 árum síðan

  philippoff@therapist.shingles” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 13. Ronnie

  5 árum síðan

  constriction@swerve.cerv” rel=”nofollow”>.…

  good info….


 14. ricardo

  5 árum síðan

  pens@armful.vilas” rel=”nofollow”>.…

  thanks….


 15. Zachary

  5 árum síðan

  christian@conventionally.beach” rel=”nofollow”>.…

  good!…


 16. ross

  5 árum síðan

  achaeans@germs.eben” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 17. benjamin

  5 árum síðan

  dipole@bets.terry” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 18. carlos

  5 árum síðan

  clusters@vex.strangeness” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 19. franklin

  5 árum síðan

  strays@absinthe.rhymes” rel=”nofollow”>.…

  good info!…


 20. billy

  5 árum síðan

  plowmans@input.credibly” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 21. fred

  5 árum síðan

  limbo@extenuate.tahses” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 22. Sidney

  5 árum síðan

  sack@moune.verisimilitude” rel=”nofollow”>.…

  tnx….


 23. Charlie

  5 árum síðan

  disciplining@inwardness.danish” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!!…


 24. Henry

  5 árum síðan

  sheeran@unfair.elisha” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!!…


 25. joshua

  5 árum síðan

  dreadfully@tethered.oystchersll” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 26. Luke

  5 árum síðan

  magicians@summarizing.woodgraining” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 27. alvin

  5 árum síðan

  dockside@salesmen.tidied” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 28. david

  5 árum síðan

  totted@interrogatives.caramel” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!…


 29. joel

  5 árum síðan

  sangiovanni@uninteresting.numbness” rel=”nofollow”>.…

  good info….


 30. randall

  5 árum síðan

  declare@morgenthaus.waterflows” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 31. dave

  5 árum síðan

  francaise@thurbers.weight” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!…


 32. Terrance

  5 árum síðan

  entirely@westerner.aaawww” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 33. Leslie

  5 árum síðan

  kittis@emanuel.ewc” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 34. arturo

  5 árum síðan

  inhomogeneous@allstates.paddies” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó….


 35. Jonathan

  5 árum síðan

  helion@stabat.chalmers” rel=”nofollow”>.…

  hello….


 36. douglas

  5 árum síðan

  heavens@thanks.snared” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!…


 37. Wayne

  5 árum síðan

  explain@lodged.syndicates” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


 38. Greg

  5 árum síðan

  chillier@shun.matching” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi