Vill rannsaka spillingu meðal borgarfulltrúa

Vill rannsaka spillingu meðal borgarfulltrúa

April 16th, 2010 // 3:58 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Smugan : 16.4.2010 16:59

,,Nálægðin við höfuðpaura hrunsins hefur verið yfirþyrmandi hjá Reykjavíkurborg á þessu kjörtímabili,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi VG sem vill að þáttur sveitarstjórnarfólks  verði tekinn sérstaklega út í kjölfar bankaskýrslunnar. ,,Ákvarðanir í skipulagsmálum, úthutun lóða, sala almannaeigna, styrkir og boðsferðir til borgarfulltrúa,“ kalla á sérstaka rannsókn að mati Þorleifs.

Borgarráð samþykkti samhljóða tillögu í gær um að fela skrifstofu borgarstjórnar að undirbúa umfjöllun eða viðbrögð í framhaldi af bankaskýrslunni, um hvernig stjórnmálin og stjórnsýslan geti dregið lærdóm af niðurstöðum hennar. Þorleifur vildi hinsvegar ganga lengra og rannsaka hugsanlegan hlut stjórnmálafólks og stjórnsýslu almennt hjá borginni. Hann bendir á að borgarfulltrúar hafi margir hverjir þegið verulegar upphæðir í kosningasjóði og  rándýrar boðsferðir  auk þess sem allt skipulag miðborgarinnar hafi verið um langt skeið í gíslingu auðmanna.

Málið verður til umræðu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag.


Category : Úr fjölmiðlum

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi