Borgarráð vill að Orkuveitan elti Landsvirkjun og upplýsi um orkuverð til stóriðju

Borgarráð vill að Orkuveitan elti Landsvirkjun og upplýsi um orkuverð til stóriðju

April 29th, 2010 // 6:22 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Eyjan 29.4.2010

Borgarráð ákvað í dag að beina þeim tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að allt orkuverð verði opinberað. Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði, lagði tillögu þess efnis að orkuverð vegna sölu OR til stóriðju verði gert opinbert og var hún samþykkt.

Í greinargerð með tillögunni segir að í ljósi þess að Landsvirkjun ætlar að upplýsa um orkuverð á aðalfundi sínum í næsta mánuði hljóti slíkt leyfi að vera auðsótt fyrir Orkuveituna.

„Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er þar segir: „Stuðlað verði að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðjufyrirtækja.  Stefnt verði að jafnræði í verðlagningu raforku í ólíkum atvinnugreinum“. Norðurál er eitt þeirra fyrirtækja sem skipta við Landsvirkjun en HS orka og OR selja einnig orku til Norðuráls,“ segir í greinargerðinni.


Category : Úr fjölmiðlum

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi