Veiðar leyfðar í Elliðavatni 1. apríl

Veiðar leyfðar í Elliðavatni 1. apríl

March 24th, 2010 // 4:08 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Smugan : 24.3.2010

Stjórn veiðifélags Elliðavatns samþykkti í dag að leyfa veiði í vatninu frá 1. apríl, en venjulega hafa veiðar ekki verið leyfðar fyrr en 1. maí ár hvert. „Með batnandi veðurfari er lífríkið miklu fyrr í gang. Þetta er heimilt samkvæmt veiðilögum og veiðimenn eru óþreyjufullir að fara að veiða og engin ástæða til að banna þeim það. Þetta er í borgarlandinu, þetta eru opin svæði, náttúruleg gæði sem við Reykvíkingar njótum góðs af og eigum að njóta góðs af eins lengi og mögulegt er,“ sagði Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar. Hann átti frumkvæði að þessum tillögum í borgarráði,

Enn mun þó rukkað fyrir veiðileyfi og fleiri gjöld en Þorleifur lagði einnig fram fram tillögu um að skoða mögulegt væri að leyfa veiðar án endurgjalds. Þeirri tillögu var vísað til umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar. „Þegar dreginn er frá kostnaður við að rukka og hafa eftirlit verður arðurinn sáralítill. Arður að öllu vatninu var á síðasta ári var um ein og hálf milljón. En Reykjavíkurborg er að leggja til milljón fyrir eldri borgara og börn,“ segir Þorleifur og bætir við að nú sé komið hverfi alveg upp við vatnið. „Mér finnst að íbúarnir eigi að njóta góðs af því að búa þarna.“


Category : Úr fjölmiðlum

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi