Vill að borgin hætti að greiða laun miðborgarprests

Vill að borgin hætti að greiða laun miðborgarprests

February 2nd, 2010 // 4:49 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Vísir, 02. feb. 2010 09:56

Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í borgarráði, lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs í síðustu viku að borgarráð hætti að greiða helming launa miðborgarprests.

Þorleifur Gunnlaugsson telur að mikill niðurskurður í fjárhagsáætlun Reykjavíkur annað árið í röð setji mark sitt á nauðsynlega grunnþjónustu borgarinnar. Það sé því ekki verjandi að leggja 4,6 milljónir í starf miðborgarprests.

Segir Þorleifur að í og við miðborgina sé fjöldi presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar sem þiggi laun sín af skattpeningum borgarbúa. Telur hann að það fjármagn ætti að duga fyrir meintri þörf á sálgæslu á svæðinu, eins og hann sjálfur orðar það.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiddu hins vegar allir atkvæði gegn tillögu Þorleifs.


Category : Úr fjölmiðlum

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi