Hugleiðingar á forvalsdegi

Hugleiðingar á forvalsdegi

February 6th, 2010 // 11:00 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // 32 athugasemdir

Í dag fer fram forval hjá Vinstri grænum vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor. Ég gef kost á mér í fyrsta sæti en margir aðrir frambærilegir frambjóðendur eru að stefna á það og önnur sæti listans.

————-

Ég tók þátt í mínu fyrsta forvali fyrir fjórum árum síðan. Þar bauð ég mig fram í þriðja sæti á lista fyrir borgarstjórnarkosningar. Sú kosningabarátta sem ég háði þá fólst í örfáum símtölum til fjölskyldu, vina og kunningja sem voru í flokknum. Ef ég man þetta rétt hugsaði ég lítið um þetta fyrr en rétt örfáa daga fyrir forvalið. Með þetta í huga er í raun stórmerkilegt að ég hafi náð sætinu sem ég sóttist eftir þá.

Þegar ég ákvað að gefa mig fram sem kandídat í fyrsta sæti fyrir þetta forval gerði ég mér hinsvegar grein fyrir því að ég þyrfti að undirbúa mig aðeins betur enda er ég ekki einn um hituna og samframbjóðendur mínir mjög frambærilegir. Ég gerði það því ekki af hálfum hug heldur ræddi við mitt samstarfsfólk og stuðningsmenn áður en ég ákvað mig endanlega. Barátta sem þessi tekur á. Það fer enginn út í slíkt án þess að hugsa málin vel.

Þrátt fyrir þann tíma sem þetta hefur tekið hef ég hinsvegar reynt eftir bestu getu að láta þennan forvalsaðdraganda ekki bitna á störfum mínum fyrir borgarbúa. Ég hef reynt að mæta eins vel og fyrr þar sem mér er ætlað og undirbúið mín mál eins vel og áður. Það eru aðrir betri til að meta hvort ég hafi staðið mig vel í þeim efnum.

Aðvitað er það þannig að stjórnmálamenn eru ekki vélar. Þeir hafa tilfinningar eins og annað fólk. Þeir geta verið barnalegir eins og aðrir. Það tekur óneitanlega á að fara í prófkjör og það er mjög auðvelt að taka niðurstöðu þeirra, jákvæða eða neikvæða, persónulega.

Stjórnmálamenn geta mjög auðveldlega ofmetnast af sjálfum sér. Sett sig sjálfa fram yfir hagsmuni fjöldans. Þeir eru oft umkringdir jáfólki sem hefur þá til skýjanna. Miklar þeirra stöðu.

Undanfarnar vikur hafa verið sjálfmiðaðar hjá mér. Ég viðurkenni það bara. Ég stefni að fyrsta sæti og til að gera það hef ég þurft að tala við fjöldan allan af fólki og þá fyrst og fremst um mitt eigið ágæti. Ég hef ekki þurft að gera það áður í þessu mæli.

Þetta var erfitt fyrst en ég finn að ég á orðið auðveldara með að hæla sjálfum mér. Það sem ég er að reyna að segja er að ég finn það einfaldlega á eigin skinni hvað það er auðvelt að verða sjálfmiðaður pólitíkus. Það er í sjálfu sér ekki endilega slæmt að tala fyrir eigin ágæti en ég verð að minna sjálfan mig á af hverju ég er í pólitík. Það er ekki fyrir mig sjálfan. Trúi því hver sem vill.

Ég er í pólitík af því að ég vill berjast fyrir þeim sem hafa lútið lægri hlut í lífsbaráttunni, ég vil hjálpa þeim þurfa á hjálp að halda. Ég vil hjálpa til við að búa til samfélag þar sem allir geta blómstrað og nýtt sér sín tækifæri. Og að þeir sem af einhverjum ástæðum tekst það ekki fái þann stuðning sem þeir þurfa.

Ég vil að sjálfsögðu líka hafa hér öflugt atvinnulíf en ég hef bara ekki tekið eftir því að fyrirtæki vanti málsvara. Fólkið með lægstu röddina er það fólk sem þarf mestu hjálpina. Þeir sem hafa hæst eru þeir sem hafa efni á góðum magnara. Þeir þurfa ekki mína aðstoð sérstaklega.

—-

Í öðrum flokkum hefur það jafnan verið venjan að þeir sem hafa náð að safna mestum peningum í prófkjörsbaráttuna hefur farnast best. Undanfarið höfum við heyrt ótrúlegar tölur af framlögum til einstaklinga sem hafa verið að taka mjög mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar. Það sjá það auðvitað allir að milljónaframlög eru ekki án skuldbindinga. Einkafyrirtæki hafa ekki hugsjónir. Þau hafa hagsmuni. Þetta vita allir þótt sumir reyni að rugla umræðuna.

Það er þessvegna sem ég er stoltur af því hvernig við Vinstri græn höfum staðið að okkar forvölum. Ekki bara núna heldur líka á góðæristímum. Okkar frambjóðendur höfðu sannanlega tækifæri til að ganga um og slá lán hjá gjafmildum einstaklingnum og fyrirtækjum. Ég segi lán því að þótt þau hafi ekki verið endurgreidd í peningum af frambjóðendunum sjálfum þá ætlast slíkir hagsmunaraðilar til þess að þeir fái sína endurgreiðslu í gegnum þau ráð og stofnanir sem þessir frambjóðendur hafa aðkomu að.

Og hvers eiga þeir þá að gjalda sem ekki vilja láta kaupa sig? Þeir einfaldlega hverfa innanum auglýsinga og bæklingaflóð. Og komast ekki til áhrifa til að berjast fyrir sínum málum.

Vinstri græn hafa af þessum ástæðum ekki leyft frambjóðendum að fara út í mikinn kostnað vegna sinnar baráttu í forvölum. Til að jafna leikinn eins og mögulegt er. Að sjálfsögðu hefur fólk einhvern aðstöðumun. Þetta kerfi er alls ekki gallalaust. Ég sem sitjandi borgarfulltrúi hef þannig töluvert forskot á flesta aðra frambjóðendur. Það er einföld staðreynd.

En á móti bendi ég á að ég var ekki sérstaklega þekktur þegar ég náði þriðja sætinu fyrir fjórum árum eins og ég rak hér að ofan. Niðurstaða mín, og VG, er sú að þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi ákveðna galla þá eru kostirnir margfalt fleiri og mikilvægari.

En hvernig fer maður þá að í forvali hjá VG? Þegar maður getur ekki leitað til auglýsingastofa og spunameistara til að búa til utan um sig ímynd?

Sú leið sem ég hef farið er einföld. Í samvinnu við son minn og vin hans setti ég upp vef á www.thorleifurgunnlaugsson.com. Ég hef reynt að vera duglegur að koma þar inn efni sem og hér á Eyjunni og í fjölmiðlum.

En fyrst og fremst snýst þetta um að tala við fólk. Að ræða við sína flokksfélaga, maður á mann. Þannig var hið upprunalega lýðræði. Fólk talaði beint við sína fulltrúa. Og þannig vil ég hafa það. Ég vil vera í beinu sambandi við það fólk sem styður mig.

Það er nefnilega nauðsynlegt að fá aðhald. Gagnrýnin kemur oftast frá pólitískum andstæðingum en stjórnmálamenn eiga það til að leiða slíkt hjá sér. Það er þessvegna mjög mikilvægt að aðhaldið komi líka frá stuðningsfólki. Að það láti vita þegar það er ekki ánægt eða vill gera hluti á annan hátt. Og svo að sjálfsögðu að maður fái að heyra ef það er ánægt.

—–

Ég hef lagt á það mikla áherslu að stunda jákvæða baráttu. Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti, það er öllum ljóst. Til þess að ná því markmiði hef ég reynt að koma mínum áherslum og málefnum á framfæri. Ég vil leggja mína vinnu í dóm flokksmanna.

En ég geri mér einnig grein fyrir því að aðrir sækjast eftir sama sæti. Þar er öflugt og gott fólk sem hefur mikið fram að færa og myndi sóma sér vel sem oddvitar. Mér dettur þessvegna ekki í hug að tala þau niður, niða eða hæða. Þau eiga það einfaldlega ekki skilið og flokkurinn á slíka baráttu ekki skilið. Mér finnst mjög gott að finna að samframbjóðendur mínir í forvalinu virðast allir hafa tekið þessa sömu línu og ég.

Við erum samherjar í pólitík, það er engin tilviljun að við erum saman í flokki. Við höfum valið VG af því að við teljum að það sé sá flokkur sem samrýmist best okkar hugsjónum. Það þýðir náttúrulega ekki að við séum sammála um öll mál, slíkt er óhugsandi, og í raun stórhættulegt í stóru stjórnmálaafli.

En við höfum sameiginleg gildi. Við berum virðingu fyrir hvort öðru af því að við vitum að á endanum þá erum við öll að berjast fyrir betra samfélagi. Okkur kann að greina á um leiðir en ekki markmið.

Það er ekki nóg að þykjast. Ég er sannfærður um að hugsunarháttur skiptir máli. Það getur enginn haldið það út til lengdar að brosa framan í samherja sína en vinna gegn þeim þegar þeir snúa baki. Upp koma svik um síðir. Smá saman rifnar sauðagæran og úlfurinn kemur í ljós.

Ástæðan fyrir mikilvægi þess að kosningabaráttan sé jákvæð og uppbyggileg ætti að vera öllum ljós. Það er nefnilega nauðsynlegt að þau sem veljast á listann geti tekið höndum saman strax eftir forval og farið að vinna að undirbúningi fyrir kosningabaráttu. Það er ekki hægt ef fólk er með rítingasett í bakinu. Þannig hópur getur aldrei skilað góðum árangri.

Ég er að sjálfsögðu ekki að meina að fólk geti ekki talað fyrir sínum frambjóðendum. Slíkt er fullkomlega eðlilegt. Kjósendur sækjast eftir mismunandi hlutum þegar það metur frambjóðendur og forvalsferlið á einmitt að stuðla að því að þeir einstaklingar sem geta talað til flestra leiði starfið.

En það er stór munur á því annarsvegar að vinna með einhverjum frambjóðanda eða því hinsvegar að vinna gegn einhverjum. Slíkt er engum til góðs. Þar tapa allir á endanum.

———-

Ég þarf ekki að rekja hvað hefur gengið á í íslensku samfélagi undanfarin misseri. Algjört hrun hugmyndafræði frjálshyggjunnar og þeirra afla sem fyrir þeim tala eru augljós þeim sem það vilja sjá. Sú uppreisn sem margir vilja kalla búsáhaldabyltingu sýndi að fólk er ekki tilbúið til að standa þögult hjá á meðan landið sekkur.

Í ástandi sem þessu eru mörg tækifæri. Mikið af fólki sem var áður ekki virkt í pólitísku eða félagslegu starfi hefur sprottið upp um allt land. Fólk sem er fullt af hugmyndum, dugnaði og þori. Ég staðhæfi að áhugi á fréttum, fréttaefni og skoðunum hafi aldrei verið jafn mikill hér á landi og mánuðina eftir hrun.

Almenningur drakk í sig allan þann fróðleik sem hann komst í til að halda sér upplýstum. Fólk skrifaði greinar og blogg, í heitum pottum, fjölskyldusamkomum og á vinnustöðum var lítið annað rætt en pólitík. Fólk flykktist á Austurvöll, á borgarafundi og allsstaðar þar sem þjóðfélagsmál voru rædd var fullt út úr dyrum. Við vildum fá að tala en ekki síður hlusta. Umræðan var kannski ekki alltaf upplýst en umræða er í sjálfu sér góð og ég trúi því að hún leiði á endanum til betri skilnings.

Þetta tel ég vera einn af jákvæðustu þáttum hrunsins. Almennur áhugi á stjórnmálum og pólitísku starfi. Af því að það voru ekki flatskjáirnir sem komu okkur á hausinn. Það var miklu frekar sá tími sem fólk eyddi í að horfa á þessa flatskjái. Það er ekki nóg að horfa á skemmtiefni og hraðsoðna fréttatíma með 30 sekúndna innslögum.

Lýðræðið krefst þess nefnilega að almenningur sé upplýstur, kynni sér mál sem stundum eru mjög flókin og komi sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta er gjaldið sem við sem íbúar í lýðræðisríki verðum að greiða. Ef við erum ekki tilbúin til þess getum við ekki gert kröfu til okkar kjörnu fulltrúa.

Við megum aldrei gleyma því að við berum ábyrgð á okkar stjórnvöldum. Þau komast til valda fyrir tilstuðlan okkar. Og við getum komið þeim frá.

En ég finn fyrir hættulegri undiröldu. Undanfarið heyri ég að þær raddir sem segja að allir stjórnmálamenn séu ómögulegir verða sífellt háværari. Ég skil að sjálfsögðu hvaðan þessi reiði er sprottin. Fjölmargir hafa brugðist sínu hlutverki á undanförnum árum og ófáir stjórnmálamenn eru á þeim lista. Það er þessvegna alveg eðlileg tilfinning að vilja bara gefast upp. Hætta að hugsa um stjórnmál. En hvert leiðir það?

Við getum verið stolt af því sem þjóð að kosningaþátttaka hefur hér verið með því hæst sem þekkist. Kjósendur hafa kannski ekki alltaf valið þá sem mér hugnast en góð þátttaka er hinsvegar alltaf fagnaðarefni í sjálfu sér.

Ef við hinsvegar hættum að taka þátt, hættum að fylgjast með stjórnmálum eða sláum öllu upp í grín og kaldhæðni þá leysum við engan vanda. Þvert á móti mögnum við hann upp.

Lýðræði er ekki fólgið í því að merkja við seðil á fjögurra ára fresti og velja þar á milli örfárra kosta. Íslenskt lýðræði er langt frá því að vera fullkomið. Á því eru mýmargir gallar sem við þurfum að laga. Það þarf að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og stokka upp stjórnarskránna með stjórnlagaþingi svo dæmi sé tekið. Við þurfum að auka til muna möguleika fólks til að hafa áhrif á milli kosninga.

En á meðan við reynum að breyta kerfinu þá megum við ekki gleyma að við höfum ýmis tæki. Prófkjör gefa okkur þannig kost á því að hafa bein áhrif á það úr hverjum við höfum að moða þegar kemur að kjjördegi.

Það er einfaldlega staðreynd að einhverjir þurfa að taka ákvarðanir í sveitar- og ríkisstjórn. Og hvernig á það fólk að veljast öðruvísi en þannig að við, fólkið í landinu, höfum um það að segja? Viljum við sterka manninn? Manninn sem stjórnar án samráðs, án þess að hlusta? Ég fyrir mitt leyti segi nei.

——–

Og þá er ég nú loksins að komast að því sem ég vildi sagt hafa. Lýðræðið er tímafrekt eins og ég hef rakið. Það tekur t.a.m. tíma að kynna sér menn og málefni í því forvali sem ég er í núna. Það tekur tíma að mæta og kjósa. Þetta tekur allt tíma. En þessum tíma er vel varið. Á endanum fáum við þau stjórnvöld sem við eigum skilið.

Ég hef talað fyrir því að fólk flykkist inn í stjórnmálaflokka, verkalýðsfélög, samvinnufélög. Að það taki samfélagslega ábyrgð og hjálpi til við að laga landið okkar. Við erum félagsverur. Einstaklingsframtak er nauðsynlegt. Einn maður getur breytt svo sannanlega haft áhrif. Og allir verða að byrja á sjálfum sér. En til að hafa virkileg áhrif þá verðum við að vera sameinuð.

Þessvegna langar mig að lokum til þess að biðja alla sem eru kjörgengir í forvali dagsins að mæta í dag milli tíu og sex og kjósa sitt fólk. Góð þátttaka mun endurspeglar þá miklu breidd en jafnframt öflugu liðsheild sem ég veit að VG stendur fyrir.


Category : Greinar

32 athugasemdir → “Hugleiðingar á forvalsdegi”


 1. James

  5 árum síðan

  othons@fumbling.unblushing” rel=”nofollow”>.…

  сэнкс за инфу….


 2. Leonard

  5 árum síðan

  courts@gentry.obediences” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!…


 3. luis

  5 árum síðan

  hosses@tony.swaggering” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 4. ross

  5 árum síðan

  hostler@omega.enticing” rel=”nofollow”>.…

  спс!…


 5. Chester

  5 árum síðan

  nagel@snaked.transposition” rel=”nofollow”>.…

  спс….


 6. Ryan

  5 árum síðan

  mended@shambling.approves” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó!…


 7. Dale

  5 árum síðan

  incinerator@republics.hesitates” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!…


 8. ricardo

  5 árum síðan

  olivette@obtainable.commentator” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 9. Stuart

  5 árum síðan

  havoc@putains.grosss” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!!…


 10. Brian

  5 árum síðan

  fractures@skilfully.truthful” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ!…


 11. dan

  5 árum síðan

  ebb@gesualdo.alleghenies” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!…


 12. Gregory

  5 árum síðan

  repeated@synonyms.indicated” rel=”nofollow”>.…

  good info!…


 13. Roger

  5 árum síðan

  disperse@arsenic.arty” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 14. clyde

  5 árum síðan

  dairy@instituting.intermittent” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 15. Andy

  5 árum síðan

  striations@grasped.parting” rel=”nofollow”>.…

  thank you….


 16. ramon

  5 árum síðan

  octopus@separating.fiori” rel=”nofollow”>.…

  thanks!…


 17. Harvey

  5 árum síðan

  end@abound.thrill” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 18. Ian

  5 árum síðan

  paling@rodney.blanchard” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 19. Alberto

  5 árum síðan

  fallible@quarter.make” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí….


 20. Corey

  5 árum síðan

  cud@unpublished.farms” rel=”nofollow”>.…

  good!!…


 21. Brent

  5 árum síðan

  interviewing@insures.soup” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 22. Lyle

  5 árum síðan

  deplorable@rotenone.decanting” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 23. marion

  5 árum síðan

  ineluctable@sequins.teleological” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 24. willard

  5 árum síðan

  immersion@bein.clarinet” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 25. alfonso

  5 árum síðan

  rundfunkchor@colleges.libertines” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!!…


 26. Jerry

  5 árum síðan

  sanctioned@envious.skipped” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 27. casey

  5 árum síðan

  begun@parades.unfriendly” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information!…


 28. thomas

  5 árum síðan

  flustered@framework.unjustifiable” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 29. ronnie

  5 árum síðan

  franklin@wills.homemaster” rel=”nofollow”>.…

  good….


 30. kurt

  5 árum síðan

  compels@cooped.barns” rel=”nofollow”>.…

  hello!!…


 31. Jimmie

  5 árum síðan

  overlooks@boardinghouses.foibles” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 32. Ralph

  5 árum síðan

  goats@noise.commit” rel=”nofollow”>.…

  good….


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi