Forvalsbæklingur

Forvalsbæklingur

February 1st, 2010 // 12:07 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Forvalsbæklingur Vinstri grænna er kominn á netið (sjá hér). Þarna er stuttur inngangur um hvern og einn af þeim 18 góðu frambjóðendum sem félagar hafa úr að velja. Það má einnig nálgast sömu upplýsingar settar fram á netinu hér. Þar eru einnig tenglar beint á heimasíður og facebook síður frambjóðenda.

Undanfarna daga og vikur hef ég verið svo heppinn að fá að kynnast þeim sem koma ný inn. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur sem kemur úr öllum þjóðfélagshópum. Það gleður mig að sjá hvað VG er með breiða skírskotun.

Ég mæli með því að allir þeir sem ætla sér að taka þátt í forvalinu lesi bæklinginn spjaldana á milli svo að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Auk þess sem hann er aðgengilegur á netinu, verður hann sendur til allra félagsmanna í Reykjavík á næstu dögum.


Category : Forval

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi