Forval VG í Reykjavík

Forval VG í Reykjavík

February 11th, 2010 // 10:24 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // 31 athugasemdir

Síðastliðinn laugardag var haldið forval hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavík. Þar var ég í framboði í fyrsta sæti en þar að auki gátu kjósendur valið milli sautján frambærilegra frambjóðenda.

Til að standa í framboði þar sem ekki er greitt fyrir vinnu þeirra sem aðstoða er nauðsynlegt að geta virkjað fólk með sér. Með mér starfaði góður hópur sem ég þakka þann árangur sem ég náði. Hjálpsemin og hlýjan sem ég fann fyrir er mér ómetanleg og segir mér að ég sé á réttri leið í mínum störfum.

—–

Frá upphafi var það alveg ljóst í mínum huga að það stefndi allt í það að ég eða Sóley Tómasdóttir myndum lenda í fyrsta sæti í þessu forvali. Þetta segi ég að öllum öðrum frambjóðendum ólöstuðum. Það var mér einnig ljóst að þetta myndi verða tvísýnt enda Sóley gríðarlega öflug með stóran og kraftmikinn stuðningsmannahóp á bakvið sig.

Ég stefndi því að fyrsta sæti með heilum hug en það var hinsvegar langt því frá að vera í hendi. Enda kom á daginn þegar síðustu tölur voru lesnar að Sóley hafði unnið sigur og munaði þar um fjörutíu atkvæðum. Ég hinsvegar var öruggur í annað sætið sem ég vil alls ekki segja að hafi verið ósigur. Sumir vilja meina að gott silfur sé gulli betra.—

Eins og margir lesendur kunna að vita þá hafa hinsvegar verið leiðinleg eftirmál af þessu prófkjöri. Eins og áður segir þá var ég með vel skipulagðan hóp á bakvið mig. Einn af þeim var sonur minn, Haraldur Ingi, en hann leiddi okkar starf.

Fyrir mitt leyti fannst mér reglur forvalsins skýrar þegar ég fór yfir þær upphaflega. Enda var ég á þeim félagsfundi þar sem þær voru samþykktar einróma. Ef þær eru lesnar má sjá að kjósendur í póstkosningu þurfa að senda löturpóst til kjörstjórnar til að atkvæði þeirra teljist gilt. Til skýringar má kannski segja að löturpóstur er hefðbundinn póstur, þ.e. ekki tölvupóstur. Ég ætla ekki að fara út í neinn orðhengilshátt en ef fólk vill fá nánari skýringu á því hvað telst til hefðbundins póst þá vísa ég á orðabókarskilgreiningar.

Sonur minn vildi hinsvegar vera alveg fullviss um það hvernig þessar reglur væru túlkaðar svo að enginn misskilningur væri á ferðinni. Hann setti sig þess vegna í samband við formann kjörstjórnar sem staðfesti okkar skilning á þessum reglum.

Því miður gerðist það svo að þegar stuðningsmenn annarra frambjóðenda báðu um skýringar á þessu sama ákvæði þá var þeim sagt að þeim væri leyfilegt að fara á milli með prentaða kjörseðla heim til fólks og koma þeim síðan til skila. Mér er sagt að sami háttur hafi verið á í tveimur síðustu prófkjörum vegna alþingiskosninga.

Ég vil þessvegna ítreka að þetta fólk starfaði í góðri trú eftir því sem þeim var tjáð að væri leyfilegt. Það er vel skiljanlegt þegar naumt er á munum að stuðningsfólk stundi það sem það telur að allir aðrir séu að gera. Þetta var að mínu mati hinsvegar rótin að því sem síðar gerðist.

Hér verð ég að koma því að, að ég held að umræða undanfarinna daga sýni hinsvegar að þessi leið samræmist ekki því sem fólk vill að viðgangist í kosningum. Hún býður upp á stórkostlegar hættur á misnotkun sem ég þarf ekki að rekja hér. Það hefur sýnt sig í prófkjörum undanfarinna vikna að oft getur munað örfáum atkvæðum þegar fólk raðast í sæti.

Reglur þurfa því að vera þannig að hafið sé fyrir ofan allan vafa að engin hætta sé á öðru en að endanleg úrslit séu rétt. Ef reglur eru þannig að þær bjóði upp á mögulega misnotkun þá getur aldrei orðið sátt um niðurstöðu. Ég tel það þannig vera mikla blessun að þessi atkvæði réðu ekki úrslitum því að það hefði getað valdið sundrung og óánægju sem hefði getað haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir flokksstarfið.

Svo ég haldi áfram með frásögnina þá gerist það svo á kjördag að það er haft samband við mig ítrekað og mér er sagt að verið sé að bjóða fólki að fá heimsenda kjörseðla. Þegar ég fæ þetta staðfest fer ég beint á kjörstað og ræði við formann kjörstjórnar og lýsi yfir áhyggjum mínum. Ég segi honum ennfremur af því að ég muni að öllum líkindum senda inn kæru vegna þessa sem allra fyrst. Sú kæra var send inn um fimmleytið á kjördag, klukkutíma fyrir lokun kjörstaðar og tveimur tímum áður en fyrstu tölur birtust.

Framhaldið þekkja flestir. Sóley sigraði prófkjörið og ég lenti í öðru sæti. Ég samgladdist með Sóleyju og var reyndar mjög ánægður með að í þessu fjölmenna forvali hafi svo margir stutt mig. Ég lét því kvöldið líða með mínum félögum og Sóleyju njóta sigursins með sínu stuðningsfólki án þess að fara sérstaklega út í að ræða mína kæru. Mér var enda tjáð að þessi atkvæði hefðu ekki ráðið úrslitum.

En ég leit hinsvegar aldrei svo á að kæran hefði fallið niður og beið eftir formlegum úrskurði frá kjörstjórn þar sem að ég taldi að það væri nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. Þegar ekkert svar hafði borist daginn eftir setti ég mig í samband við kjörstjórnarmeðlim sem sagði mér að hann hefði ekki frétt af þessari kæru. Þetta vakti furðu mína og sendi ég því ítrekun með þeim viðbótarupplýsingum sem ég hafði þá í höndunum.

Svar við kærunum barst svo á mánudagskvöld. Þar vísar kjörstjórn þeim frá. Þetta taldi ég í ljósi staðreynda algjörlega óásættanlegt.

Eftir fylgdi tilfinningaþrungið ferli þar sem ásakanir gengu á víxl. Ýmislegt var sagt sem ég hugsa að ýmsir myndu vilja taka til baka. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði getað valið mín orð betur. En ég var og er hinsvegar sannfærður um að það þurfti að leysa þetta mál á annan hátt en upphaflega var gert.

——-

Það segir sig sjálft að það er erfitt að standa í útistöðum við sína samherja. Stjórnmálamenn þurfa hinsvegar að hafa kjark til að fylgja sinni sannfæringu þegar á móti blæs. Að opna á umræður í staðinn fyrir að stinga hausnum í sandinn. Kýli sem ekki er stungið á strax fyllist af greftri. Það er hinsvegar því miður hefð fyrir því hér á landi að í mótlæti þá fer fólk í felur, afneitun eða skotgrafarhernað. Það neitar að ræða mál á málefnalegum forsendum.

Lýðræði er brothætt hugtak. Þegar viðhorf kjósenda til kjörinna fulltrúa og stofnanna sem eiga að vera byggðar á lýðræðislegum grunni eru skoðað þá sést berlega að traustið er í algjöru lágmarki. Ástæða þess er að ég tel fyrst og fremst sú að leyndarhjúpur hefur umlukið okkar stjórnmálastétt og hennar störf. Sú leið hefur iðulega verið farin að veita eins litlar og þvældar upplýsingar og mögulegt er. Það hefur þurft að toga staðreyndir fram.

Þetta er að mínu mati algjörlega röng nálgun. Upplagið á að vera að allar staðreyndir séu á borðinu. Að þannig þurfi að vera fyrir því mjög sérstök og mikil rök ef eitthvað á ekki að vera opið fyrir almenning. Fyrir þessu eru lýðræðisrök en ekki síður praktísk rök. Ástæðan fyrir því að við stundum fulltrúalýðræði er ekki sú að það sé akkúrat best að svo og svo margir sitji á alþingi eða í sveitastjórnum. Eða að þar sé alltaf besta eða hæfasta fólkið. Staðreyndin er sú að stjórnmálamenn þurfa á umræðu að halda. Þeir þurfa að fá athugasemdir og upplýsingar frá sérfræðingum, hagsmunahópum og almenningi til að taka upplýstar ákvarðanir.

Það hafa verið gerð mörg og alvarleg mistök hér á landi. Almenningur kallar því eðlilega á breytingar. En ég held ekki að það sé kall á fullkomna stjórnmálamenn. Þeir eru ekki til frekar en fullkomið fólk. Það sem verið er að biðja um er fólk sem viðurkennir mistök þegar þau koma upp og skiptir um skoðun ef forsendur breytast, fólk sem kallar á umræðu og aðhald þannig að hægt sé að læra á þeim mistökum. En fyrst og fremst að við þeim sé brugðist eins fljótt og auðið er til að lágmarka skaða.

Ég er ekki í þeim hópi sem kallar alltaf sjálfkrafa á afsögn þegar stjórnmálafólki verður á. Ef fólk í stjórnmálum getur ekki viðurkennt mistök, beðist afsökunar og leiðrétt þau án þess að þurfa þar með sjálfkrafa að víkja þá leiðir það að sjálfsögðu til þess að enginn viðurkennir neitt. Þá er nei, nei, nei eina svarið.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur í mínum huga staðið fyrir heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Við höfum barið okkur á brjóst og leitt umræðu þegar réttlætiskennd þjóðarinnar er ofboðið. Við höfum talað fyrir lýðræði, gegnsæi og heiðarleika.

En það verður að segjast eins og er að það er auðvelt að hafa prinsipp þegar það reynir ekki á þau. Stjórnmálaflokkur þarf að hafa völd til að sanna að hann stundi ekki marklaust þvaður. Popúlisma sem ekkert var á bakvið. Ef þú stendur ekki við þín prinsipp þegar til kastanna kemur þá eru þau ekki mikils virði. Fólk verður að geta treyst því að sá sem segir eitt fyrir kosningar segi ekki annað um leið og þeim er lokið. Og að eitt gildi ekki um aðra en annað um þig.

Stjórnmálaflokkar sem ætla að leyfa sér að gagnrýna verða að geta tekið gagnrýni. Þeir verða að gagnrýna sjálfan sig. Horfa inn á við og leysa vandamál sem koma upp á opinskáan og heiðarlegan hátt.

Þar þýðir ekkert pukur eða leynimakk.Það verður að sjálfsögðu að vera trúnaður milli fólks en það má ekki vera þannig að sendiboðinn sé alltaf skotinn. Við klöppum fyrir því þegar einstaklingar í fyrirtækjum koma fram og segja frá misferlum innan þeirra. Af hverju á ekki það sama við þegar um okkur sjálf er að ræða? Sumir harma umræðu, ég fagna henni. Við þegjum aldrei vandamál í hel.

———-

Í ljósi umræðu undanfarinna daga verð ég að segja að ég er stoltur af því að vera í flokki sem hefur leitt umræðu og aðgerðir í þágu kvenfrelsis á Íslandi. Það er í mínum huga augljós staðreynd að það hallar á konur á fjölmörgum mikilvægum sviðum. Fléttulistar eru að sjálfsögðu ekki markmið í sjálfu sér en koma til af þessari illu nauðsyn.

Það sem gerir mig þó sérstaklega stoltan er að flokkurinn minn hefur nánast ekki þurft að beita þessum reglum. Okkar kjósendur hafa valið konur og karla jafnt í ábyrgðastöður þegar þeir hafa fengið til þess tækifæri. Það finnst mér merki um mikinn þroska.

Mér þykir það þess vegna sorglegt þegar fólk leyfir sér að taka umræðu um kosningar niður á það plan að þar snúist allt um kyn. Í nafnleysi tala margir á netinu um konur þannig að mig hryllir við. Ég vil ekki vera í þeim félagsskap. Það sama á við um þá sem kjósa að stilla því þannig upp að allt sem ég geri eða ekki geri megi rekja til kynfæra minna. Slík orðræða dæmir sig að mínu mati sjálf.

Í því forvali sem er nú nýafstaðið voru þrjár ungar og öflugar konur í fjórum efstu sætunum. Varla þarf að kynna Sóleyju Tómasdóttir fyrir lesendum en ég hef starfað náið með henni undanfarin ár og get vottað að hún er skarpgreind, fylgin sér og öflugur samherji.

Í þriðja sæti varð Líf Magneudóttir sem ég hafði ekki haft kynni af fyrr en fyrir örfáum vikum. Af því sem ég hef séð er hún réttsýn og heiðarleg og ef eitthvað er að marka þá fjölmörgu sem hafa talað um kosti hennar í mín eyru þá er þar á ferðinni mögulegt spútnik í íslenskum stjórnmálum.

Í fjórða sæti varð svo góð vinkona mín og samstarfskona, Elín Sigurðardóttir. Ég hef ekkert annað en gott um hana að segja og ég hef margoft leitað til hennar þegar þurft hefur að fara í mál sem eru mér hjartfólgin og hún hefur sýnt það og sannað að þar er á ferð gríðarlega öflugur félagi í baráttunni fyrir betra samfélagi.

Ég er stoltur af því að fá að vera í hóp með þessum konum sem eru að mínu mati allar mögulegir borgarfulltrúar í komandi kosningum.

Það er hinsvegar alveg ljóst að þegar átján frambærilegir aðilar keppa um sex sæti þá verður markt gott fólk frá að hverfa. En það er hinsvegar þannig að borgarstjórnarflokkur vinstri grænna er mjög breiður hópur. Í honum eru um fjörutíu manns og er boðað tl fundar vikulega. Þar fer fram mjög góð og málefnaleg umræða um öll störf flokksins. Ég mun því ekki þurfa að sjá eftir þeim sem komust ekki í sex efstu sætin. Ég mun halda áfram að því að hitta það góða fólk og vinna með því að góðum verkum.

—-

Að lokum vil ég segja að ég er mjög sáttur við þá niðurstöðu sem fékkst í þetta mál. Mér finnst gott til þess að vita að við getum deilt án þess að klofna. Við getum leyst vandamál og komið út úr þeim sterkari en áður.

Framhaldið liggur fyrir. Kosningar nálgast og baráttan um betri borg á næsta kjörtímabili er að hefjast. Þar mun Vinstrihreyfingin grænt framboð mæta samhent til leiks. Okkar rödd er nauðsynleg.


Category : Greinar

31 athugasemdir → “Forval VG í Reykjavík”


 1. duane

  5 árum síðan

  jiu@hoping.ships” rel=”nofollow”>.…

  tnx….


 2. Don

  5 árum síðan

  copeland@candlestick.tailins” rel=”nofollow”>.…

  благодарен!!…


 3. dana

  5 árum síðan

  jist@itch.starre” rel=”nofollow”>.…

  tnx….


 4. Cory

  5 árum síðan

  chekhov@cross.rinascimento” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 5. tony

  5 árum síðan

  refine@tallahoosa.hodosh” rel=”nofollow”>.…

  благодарствую….


 6. Pedro

  5 árum síðan

  patenting@nil.hallowed” rel=”nofollow”>.…

  thank you!!…


 7. Luke

  5 árum síðan

  machines@switzerland.rents” rel=”nofollow”>.…

  спс!…


 8. karl

  5 árum síðan

  rivets@beige.sumner” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 9. Darrell

  5 árum síðan

  assorted@coconuts.separators” rel=”nofollow”>.…

  good info!!…


 10. jessie

  5 árum síðan

  cantaloupe@crumbly.creating” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðþ….


 11. Wade

  5 árum síðan

  purposed@concludes.fungicides” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 12. Ralph

  5 árum síðan

  bauble@assai.loblolly” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information….


 13. glen

  5 árum síðan

  closeted@rehabilitation.epitomize” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 14. Phillip

  5 árum síðan

  apologies@shocker.fluently” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðñòâóþ!!…


 15. Bradley

  5 árum síðan

  conventionality@warned.egregiously” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


 16. Ricardo

  5 árum síðan

  castroism@disobedient.withered” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ çà èíôó!!…


 17. Allan

  5 árum síðan

  core@begin.summons” rel=”nofollow”>.…

  thank you!…


 18. Trevor

  5 árum síðan

  pelvis@proponents.douce” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!!…


 19. Jay

  5 árum síðan

  disseminated@tribesmen.silhouette” rel=”nofollow”>.…

  good!…


 20. carlos

  5 árum síðan

  lancashire@strindberg.ferris” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ….


 21. Terrence

  5 árum síðan

  alecs@parapets.mores” rel=”nofollow”>.…

  thanks for information!…


 22. ronnie

  5 árum síðan

  plowed@equate.joness” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî çà èíôó….


 23. Derek

  5 árum síðan

  aesthetic@illinois.employment” rel=”nofollow”>.…

  thank you….


 24. Felix

  5 árum síðan

  buyin@titles.sidesteps” rel=”nofollow”>.…

  áëàãîäàðåí!…


 25. luis

  5 árum síðan

  shoup@discussion.undetermined” rel=”nofollow”>.…

  good info!…


 26. Arthur

  5 árum síðan

  roof@regain.jigger” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó!!…


 27. wallace

  5 árum síðan

  sisk@haystacks.stator” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info….


 28. terrance

  5 árum síðan

  subjectivity@andrea.crack” rel=”nofollow”>.…

  ñýíêñ çà èíôó….


 29. Craig

  5 árum síðan

  proportion@sainthood.attainments” rel=”nofollow”>.…

  ñïñ!…


 30. victor

  5 árum síðan

  pedal@zoo.cesium” rel=”nofollow”>.…

  ñïàñèáî!…


 31. alfonso

  5 árum síðan

  unlike@underlie.amplified” rel=”nofollow”>.…

  tnx for info!!…


Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi