Umhverfisvernd

Umhverfisvernd

January 20th, 2010 // 8:11 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Comments Off

Umhverfisvernd í borg er jafnréttismál. Það hafa allir rétt á  hreinu lofti, góðu vatni og opnum svæðum í næsta nágrenni. Bættar almenningssamgöngur fækka einkabílum sem minnkar koltvísýring og svifryk.  Flokkun og jarðgerð minnka sorpmagn, gefa metangas og góða gróðurmold. Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál og gæta þarf að vatnstökusvæðunum og helgunarsvæðum áa og vatna í borgarlandinu. Jafnframt þessu þarf að stuðla að sjálfbærri  borg þar sem flestir búa, vinna, versla og sinna börnum sínum á sama svæði.


Category : Helstu baráttumál

Ekki er hægt að tjá sig um þetta efni.

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi