Rekstur borgarinnar

Rekstur borgarinnar

January 20th, 2010 // 8:17 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Mikil óhagkvæmni er í rekstri borgarinnar í dag. Borgin hefur nýverið flutt í stórt leiguhúsnæði á meðan  fjölmargar byggingar á okkar vegum standa auðar. Sú vegferð sem hafin var á síðasta kjörtímabili með stofnun sex þjónustumiðstöðva var ekki kláruð og eftir sem áður er miðlæg yfirbygging að vaxa. Segja má að hvað þetta varðar sé borgin út í miðri á en það er ákaflega kostnaðarsöm staða.


Category : Helstu baráttumál

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi