Ræstingar

Ræstingar

January 7th, 2010 // 11:10 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

27. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í fréttatíma á Stöð 2 í gærkvöldi kom fram að starfsmanni, sem áður starfaði við ræstingar í leikskóla, voru boðin nánast helmingi lægri laun við að ræsta sama leikskóla á vegum verktaka.
Því er spurt:
1. Hvað lækkaði kostnaður vegna ræstinga viðkomandi leikskóla mikið við útboðið?
2. Hversu mikill var sparnaður leikskólasviðs í síðustu úthýsingu ræstinga?
3. Hversu margir misstu störf sín hjá borginni við þessa úthýsingu?
4. Stendur til að úthýsa fleiri ræstingaverkefnum á leikskólasviði og öðrum sviðum borgarinnar?
5. Ef svo er hver verður áætlaður sparnaður af þeim úthýsingum og hversu margir munu missa störf sín hjá borginni vegna þeirra? R10010072


Category : Úr borginni

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi