Miðborgarprestur

Miðborgarprestur

January 28th, 2010 // 12:08 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Borgarráð  28 01 10

14. Lagt fram bréf formanns sóknarnefndar og sóknarprests Dómkirkjunnar frá 15. f.m. þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg greiði áfram helming launa miðborgarprests á árinu 2010, eða 4,6 m.kr. R08090085
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð sér ekki fært að greiða helming launa og launakostnað miðborgarprests. Því er erindinu synjað. Greinargerð fylgir tillögunni.

Tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna felld með 6 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 að styrkja verkefnið áfram með þeim hætti sem fram kemur í erindinu, kostnaður færist af liðnum ófyrirséð útgjöld.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Mikill niðurskurður í fjárhagsáætlun Reykjavíkur annað árið í röð setur mark sitt á nauðsynlega grunnþjónustu borgarinnar. Við þessar aðstæður er það ekki verjandi að leggja 4,6 milljónir í starf miðborgarprests. Í og við miðborgina er fjöldi presta og annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar sem þiggja laun sín af skattpeningum borgarbúa en það fjármagn ætti að duga fyrir meintri þörf á sálgæslu á svæðinu. Af hálfu borgarinnar er öðrum þáttum í starfi miðborgarprests sinnt og má þar nefna starf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, íþrótta- og tómstundasvið og velferðarsvið.


Category : Úr borginni

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi