Lýðræði í borg

Lýðræði í borg

January 20th, 2010 // 9:14 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Aðkoma borgarbúa að umfjöllun og ákvörðunum sem varða þeirra nærumhverfi hefur í raun stöðugt farið minnkandi. Kerfið hefur lítið breyst frá því fyrir stríð þegar borgarmörkin mótuðust af hafinu á aðra hönd og Hringbraut og Snorrabraut á hina. Þá voru borgarfulltrúar flestir í annarri vinnu og allir þekktu alla. Tilraunir R-listans til hverfavæðingar með raunverulegu íbúalýðræði voru stöðvaðar af Sjálfstæðismönnum og því er einbúið að ljúka verkinu fljótlega á næsta kjörtímabili.

Jafnframt þessu er nauðsynlegt að hverfa frá ólýðræðislegum vinnubrögðum þar sem minnihlutinn  hefur takmarkaðan aðgang að embættismönnum, litlar upplýsingar og samráð um ákvarðanatöku er ekki lausnamiðað.


Category : Helstu baráttumál

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi