Frambjóðendabæklingur

Frambjóðendabæklingur

January 23rd, 2010 // 12:46 am @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Hér fyrir neðan er texti sem verður í sameiginlegum frambjóðendabæklingi sem VG í Reykjavík mun gefa út á næstu dögum.

——

Þorleifur hefur m.a. setið í forsætisnefnd, borgarráði, stjórnkerfisnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, íþrótta- og tómstundarráði og í stjórn Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, hjúkrunarheimilanna Eir og Skógarbæjar, Gagnaveitu Reykjavíkur, Neytendasamtakanna og Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins. Hann er einnig varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Næsta kjörtímabil verður sérstaklega vandasamt fyrir stjórnendur Reykjavíkurborgar. Því er spáð að gengið haldist áfram mjög lágt og atvinnuleysi aukist til muna. Við þessar aðstæður er mikilvægt að þeir sem taka við rekstri borgarinnar, forgangsraði með jöfnuð í huga og tryggi að enginn líði skort.

Við höfum sýnt það á kjörtímabilinu að við erum full fær um að taka þátt í stjórn borgarinnar. Af eljusemi og dugnaði hafa fjölmargir fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum skilað miklum árangri til hagsbóta fyrir borgarbúa – þrátt fyrir að flokkurinn hafi verið í minnihluta.

Á erfiðum tímum þar sem tekjur borgarinnar fara minnkandi og útgjöld aukast er engum betur treystandi en Vinstri hreyfingunni grænu framboði til að forgangsraða rétt. Við munum tryggja velferð allra borgarbúa með sérstakri áherslu á börn. Á sama tíma ætlum við beita okkur fyrir því að atvinnulífið komist aftur í gang.

Vinstri græn standa fyrir jafnrétti, velferð, lýðræði og heiðarleika. Við viljum umhverfisvæna borg þar sem allir geta lifað með reisn. Við viljum halda fyrirtækjum sem veita okkur nauðsynlega grunnþjónustu í almannaeigu. Við viljum réttlátt samfélag.


Category : Forval

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi