Allt á að vera upp á borðum

Allt á að vera upp á borðum

January 20th, 2010 // 8:12 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Borgarfulltrúar eru vel launaðir og engin þeirra er með tekjur undir 500.000 á mánuði. Þrátt fyrir þetta hafa myndast hefðir þar sem borgarfulltrúum og æðstu embættismönnum bjóðast ákveðin forréttindi, sér að kostnaðarlausu en á kostnað borgarinnar. Má þar nefna sumarbústað, laxveiðar í Elliðaánum og boð á frumsýningar Borgarleikhússins. Þessu þarf að breyta og er ástæðan augljós, ekki síst nú í miklum niðurskurði þar sem verið er að þrengja að starfsmönnum borgarinnar sem flestir teljast til láglaunafólks.

Á sama tíma þarf að koma á vinnuskyldu borgarfulltrúa með ákvæðum um skerðingu launa mæti þeir illa til vinnu án viðunandi skýringa.


Category : Helstu baráttumál

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi