HS Orka

HS Orka

September 9th, 2009 // 4:09 pm @ Þorleifur Gunnlaugsson // Engar athugasemdir

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að hafa nú þegar frumkvæði að viðræðum við ríkisvaldið með það að markmiði að HS Orka verði alfarið í opinberri eigu.

Vísað frá Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:

Með frávísun meirihlutans er það ljóst að hann ætlar að fría sig af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Orkuveitan axlaði þegar hún keypti hlut í HS Orku. Frávísunartillagan lýsir ábyrgðarleysi meirihlutans í þessum efnum þar sem svo virðist að honum sé alveg sama hverjir eigi orkufyrirtækin nema þá að um sé að ræða raunverulegan vilja til einkavæðingar í orkugeiranum. Þar með glatar borgarráð dýrmætu tækifæri til að vinna að málinu með framtíðarhagsmuni borgarinnar og alls samfélagsins í huga.


Category : Úr borginni

Athugasemdir

Stoltur sonur

"Nú getur það verið að ég sé ekki fullkomlega hlutlaus. Þar sem Þorleifur er ekki bara pabbi minn heldur einn af mínum bestu vinum. En ég er samt sem áður sannfærður um það að engum er betur treystandi en honum til að vinna að þeim málum sem mér finnast vera mikilvægust. Við sameinumst um frelsi, ekki á forsendum fjármagns heldur fólks, við sameinumst um jafnrétti, lýðræði, kvenfrelsi, umhverfisvernd."

Haraldur Ingi Þorleifsson

Vertu áskrifandi